Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1967, Blaðsíða 12

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1967, Blaðsíða 12
10* Sveitarsjóðareikningar 1953—62 15. Vega- og skipulagsmál: Útgjöld til vega- og skipulagsmála, sem af hlutað- eigandi sveitarstjórnum eru ekki færð á rekstrarreikning, heldur tahn til eigna á efnahagsreikningi, eru ekki færð hér, heldur á eignabreytingareikning. Þess ber þó að gæta, að útgjöld til vega- og holræsagerðar munu aldrei færð til eignar, nema um varanlega gatnagerð sé að ræða, og þá aðeins í tiltölulega fáum tilvikum. 16. Landbúnaðarmál: Hér eru m. a. útgjöld vegna forðagæzlu, fjallskila, sauð- fjárböðunar, kláðaskoðunar, hundahreinsunar, refa- og minkaveiða, dýralækninga og gripasýninga. Enn fremur framlög til fóðurbirgðafélaga, landgræðslu, skógræktar, fjárrétta, girðinga, o. fl. Útgjöld til fjárfestingar, sem eru eignfærð, koma ekki hér, heldur á eignabreytingareikning. 17. Kostnaður við brunavarnir: Þarfnast ekki skýringa. 18. Sýslusjóðsgjald og sýsluvegaskattur: Þarfnast ekki skýringa. 19. Vaxtagjöld: Vextir af öllum lánum og skuldum sveitarsjóðanna færast hér, hvort sem stofnað hefur verið til þeirra vegna almennra þarfa eða t. d. vegna skóla- byggingar. 20. Ýmis útgjöld: Hér koma helzt til greina útgjöld til þrifnaðar (götu-, sorp- og salernishreinsun, o. fl.), framlög til leikvalla, skemmtigarða, kirkjugarða, svo og til ýmissa framkvæmda, svo sem síma, bryggja (þó ekki, ef færður er sérstakur hafnarsjóðsreikningur), flugvalla, fyrirtækja (sjá þó skýringar við tekjulið 5), o. fl. Hér eru og færð kaup á ýmsum lausafjármunum, gjafir, o. fl. í þennan hð koma að sjálfsögðu ekki nein þau útgjöld til fjárfestingar, sem eru eignfærð. 23. Eftirstöðvar frá fyrra ári (leiðréttar): Þessi hður er þannig samsettur skv. reikningsformi Hagstofunnar: Peningar í sjóði, innstæður í hanka eða sparisjóði, innstæða á viðskiptareikningi við eigin stofnanir, inneign frá öðrum viðskipta- mönnum, ógoldin útsvör og aðrar ógoldnar tekjur. Þessi liður kemur ekki alltaf heim við eftirstöðvar í lok ársins á undan, og stafar það af ýmsum leiðréttingum. Mikið ósamræmi er á færslu viðskiptareikninga í þessum lið, og hefur því niðurstöðutala hans lítið upplýsingagildi. Hið sama iná raunar segja um flesta liði í eignabreytinga- reikningi. 24. Flutt frá rekstrarreikningi (rekstrarafgangur): Þarfnast ekki skýringa. 25. Skerðing eigna: Seldar fasteignir og lausafjármunir, seld verðbréf, mótteknar afborganir af útlánum og endurgreidd útlán og fyrirframgreiðslur, notað af fé sjóða, o. fl. Fé notað á árinu nettó af viðskiptareikningi í banka eða sparisjóði er ekki fært hér, heldur er það talið með eftirstöðvum. 26. Lán tekin: Hér eru færð bæði föst lán og bráðabirgðalán, þó ekki þau bráða- birgðalán, sem endurgreidd eru á sama ári og þau eru tekin. Bráðabirgðalán í formi yfirdráttar á viðskiptareikningi í hauka eða sparisjóði koma ekki hér, heldur eru þau frádráttarliður í eftirstöðvum til næsta árs. 27. Aukning á eignum: Keyptar fasteignir, stofnkostnaður við byggingar og önnur mannvirki, keypt verðbréf, veitt lán, lagt í sjóði, o. fl. Yfirleitt færist hér kostnaðarverð allrar fjárfestingar. Aukning á bankainnstæðum og þ. h. er með eftir- stöðvum, eins og áður segir. Rétt er að geta þess, að færslur lánaviðskipta eru mjög á reiki í reikningum sveitarfélaga til Hagstofunnar. Stafar það í fyrsta lagi af því, að bókhald margra sveitarfélaga leyfir ekki flokkun lánsviðskipta samkvæmt kröfum reikningsformsins, nema að litlu leyti. í öðru lagi er færsla þessara viðskipta oft ó- nákvæm eða röng í reikningunum. Samræmi er ekki ætíð milli færslna í efnahags- reikningi og eignabreytingareikningi, og oft virðist tilviljunarkennt, hvað talið er á viðskiptareikningi og hvað með bráðabirgðalánum, hvað eru föst lán og hvað bráða- birgðalán, o.s. frv. Einkum er inikil ónákvæmni í færslum viðskipta milli sveitarsjóða annars vegar og fyrirtækja þeirra hins vegar. Þær leiðréttingar og breytingar til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.