Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1967, Síða 12

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1967, Síða 12
10* Sveitarsjóðareikningar 1953—62 15. Vega- og skipulagsmál: Útgjöld til vega- og skipulagsmála, sem af hlutað- eigandi sveitarstjórnum eru ekki færð á rekstrarreikning, heldur tahn til eigna á efnahagsreikningi, eru ekki færð hér, heldur á eignabreytingareikning. Þess ber þó að gæta, að útgjöld til vega- og holræsagerðar munu aldrei færð til eignar, nema um varanlega gatnagerð sé að ræða, og þá aðeins í tiltölulega fáum tilvikum. 16. Landbúnaðarmál: Hér eru m. a. útgjöld vegna forðagæzlu, fjallskila, sauð- fjárböðunar, kláðaskoðunar, hundahreinsunar, refa- og minkaveiða, dýralækninga og gripasýninga. Enn fremur framlög til fóðurbirgðafélaga, landgræðslu, skógræktar, fjárrétta, girðinga, o. fl. Útgjöld til fjárfestingar, sem eru eignfærð, koma ekki hér, heldur á eignabreytingareikning. 17. Kostnaður við brunavarnir: Þarfnast ekki skýringa. 18. Sýslusjóðsgjald og sýsluvegaskattur: Þarfnast ekki skýringa. 19. Vaxtagjöld: Vextir af öllum lánum og skuldum sveitarsjóðanna færast hér, hvort sem stofnað hefur verið til þeirra vegna almennra þarfa eða t. d. vegna skóla- byggingar. 20. Ýmis útgjöld: Hér koma helzt til greina útgjöld til þrifnaðar (götu-, sorp- og salernishreinsun, o. fl.), framlög til leikvalla, skemmtigarða, kirkjugarða, svo og til ýmissa framkvæmda, svo sem síma, bryggja (þó ekki, ef færður er sérstakur hafnarsjóðsreikningur), flugvalla, fyrirtækja (sjá þó skýringar við tekjulið 5), o. fl. Hér eru og færð kaup á ýmsum lausafjármunum, gjafir, o. fl. í þennan hð koma að sjálfsögðu ekki nein þau útgjöld til fjárfestingar, sem eru eignfærð. 23. Eftirstöðvar frá fyrra ári (leiðréttar): Þessi hður er þannig samsettur skv. reikningsformi Hagstofunnar: Peningar í sjóði, innstæður í hanka eða sparisjóði, innstæða á viðskiptareikningi við eigin stofnanir, inneign frá öðrum viðskipta- mönnum, ógoldin útsvör og aðrar ógoldnar tekjur. Þessi liður kemur ekki alltaf heim við eftirstöðvar í lok ársins á undan, og stafar það af ýmsum leiðréttingum. Mikið ósamræmi er á færslu viðskiptareikninga í þessum lið, og hefur því niðurstöðutala hans lítið upplýsingagildi. Hið sama iná raunar segja um flesta liði í eignabreytinga- reikningi. 24. Flutt frá rekstrarreikningi (rekstrarafgangur): Þarfnast ekki skýringa. 25. Skerðing eigna: Seldar fasteignir og lausafjármunir, seld verðbréf, mótteknar afborganir af útlánum og endurgreidd útlán og fyrirframgreiðslur, notað af fé sjóða, o. fl. Fé notað á árinu nettó af viðskiptareikningi í banka eða sparisjóði er ekki fært hér, heldur er það talið með eftirstöðvum. 26. Lán tekin: Hér eru færð bæði föst lán og bráðabirgðalán, þó ekki þau bráða- birgðalán, sem endurgreidd eru á sama ári og þau eru tekin. Bráðabirgðalán í formi yfirdráttar á viðskiptareikningi í hauka eða sparisjóði koma ekki hér, heldur eru þau frádráttarliður í eftirstöðvum til næsta árs. 27. Aukning á eignum: Keyptar fasteignir, stofnkostnaður við byggingar og önnur mannvirki, keypt verðbréf, veitt lán, lagt í sjóði, o. fl. Yfirleitt færist hér kostnaðarverð allrar fjárfestingar. Aukning á bankainnstæðum og þ. h. er með eftir- stöðvum, eins og áður segir. Rétt er að geta þess, að færslur lánaviðskipta eru mjög á reiki í reikningum sveitarfélaga til Hagstofunnar. Stafar það í fyrsta lagi af því, að bókhald margra sveitarfélaga leyfir ekki flokkun lánsviðskipta samkvæmt kröfum reikningsformsins, nema að litlu leyti. í öðru lagi er færsla þessara viðskipta oft ó- nákvæm eða röng í reikningunum. Samræmi er ekki ætíð milli færslna í efnahags- reikningi og eignabreytingareikningi, og oft virðist tilviljunarkennt, hvað talið er á viðskiptareikningi og hvað með bráðabirgðalánum, hvað eru föst lán og hvað bráða- birgðalán, o.s. frv. Einkum er inikil ónákvæmni í færslum viðskipta milli sveitarsjóða annars vegar og fyrirtækja þeirra hins vegar. Þær leiðréttingar og breytingar til

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.