Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1968, Blaðsíða 8

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1968, Blaðsíða 8
6 Sveitarsjóðareikningar 1963—65 gerðin, fór Hagstofan vfir reikninga hvers sveitarfélags og sainræmdi þá eftir því sem tök voru á. Ekki reyndist þó unnt að lagfæra alla reiknings- liði, sem bersýnilega eða að öllum líkindum voru rangir. Til þess hefði þurft tímafrek bréfaviðskipti, sein fyrirsjáanlega hefðu ekki svarað kostnaði. Þeirri reglu var fylgt, að breyta ekki reikningsliðum, nema augljóst væri, að breytingin væri á rökum reist. Hinir prentuðu cða fjölrituðu reikningar kaupstaðanna eru skýrir og vel sundurliðaðir, þó með nokkrum undantekningum. T. d. sýna þeir ekki allir eignabreytingar, cn það rýrir verulega upplýsingargildi þeirra. Vandkvæðin á hagnýtingu þessara reikninga til skýrslugerðar stafa fyrst og fremst af því, að ósainræmi i uppsetningu þeirra er mikið. Samræmi vantar í flokkun á tekju-, gjalda- og eignaliðum. Beinn samanburður á niðurstöðutölum reikninganna hefur lítið gildi, og sama er að segja uin samanburð niðurstöðutalna útgjaldaflokka, sem nefnast t. d. stjórn- arkostnaður, félagsmál, menntamál, íþróttamál o. s. frv., vegna þess að heimfærsla útgjalda undir slíka safnflokka er varla eins hjá neinum tveimur kaupstöðum. Enn minna gildi hcfur samanburður á efnahags- reikningum kaupstaðanna, eins og þeir eru færðir, og á þetta raunar einnig við um hreppsreikninga. Þar er blandað saman nettótölum og brúttótölum, sams konar eignir eru metnar á mismunandi hátt meira eða minna af handahófi, úlgjöld lil gatna, holræsa, barnaleikvalla o. s. frv. eru ýmist færð til eignar eða á rekstrarreikning, og fleira mætti telja. Þá er mikið ósamræmi í færslu á reikninguin eigin fvrirtækja og tengsl- um þeirra við aðalreikning. Hér er spurningin bæði uin það, hver fyrir- tæki skuli færð sem eigin fyrirtæki í reikninga kaupstaðarins, og livern- ig tengslum reikninga þeirra og kaupslaðarins skuli fyrir komið. Hjá kaupstöðunum er um að r.æða tiltölulega umfangsinikinn rekstur fyrir- tækja, og því er hið mikla ósamræmi i þessum efnum mjög bagalegt við ahnenna skýrslugerð um fjánnál kaupstaðanna. Eins og ljóst má vera af framan sögðu, er samræming Hagstofunnar á reikningum kaupstað- anna lil skýrslugerðar miklum annmörkum liáð. Frá og með reikningsárinu 1963 var tekið i notkun nýtt reiknings- eyðublað undir ársreikninga sveitarfélaga, sem Hagstofan gaf út í sam- ráði við félagsmálaráðuneytið. Allar töflur i þessu hefti fylgja rannna þessa nýja eyðublaðs. Er það að mörgu leyti frábrugðið hinum eldri eyðublöðum Hagstofunnar til þessara nota. Þau voru öll við það miðuð, að ársreikningar væru færðir með eins konar sjóðsreikningsfyrirkomu- lagi. í tekjuhlið var fyrsta færslan „sjóður“ í ársbyrjun, og síðan voru taldar til tekna allar innborganir ársins, hvort sem þær voru rekstr- artekjur eða eignabreytingar. Á evðublaðinu, sem notað er frá og með reikningsárinu 1963, eru rekstrarreikningur og eignabreytingareikningur algerlega aðskildir. Það form hefur marga kosti fram yfir það eldra, ekki sízt þann, að rekstrarniðurstaða ársins kemur nú fram í sérstökum lið, sem ekki var áður. — Þá er nýja eyðublaðið frábrugðið hinum cldri í flokkun tekna og þó sérstaklega útgjalda. Við þá flokkun var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.