Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1968, Side 9

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1968, Side 9
Sveitarsjóðareikningar 1963—65 7 stuðzt við norsk og dönsk eyðublöð og við alþjóðlegar venjur. Að lok- um má nefna, að á eyðublaðinu er gert ráð fyrir, að allir liðir á rekstr- arreikningi sýni nettóupphæðir, þ. e. endurgreiðslur koma iil frádráttar viðkomandi liðum. Þannig koma endurgreiðslur á útgjöldum til frádráttar viðkomandi útgjaldalið, en ekki í tekjuhlið rekstrarreiknings. í kafla B hér á eftir er nánari grein gerð fyrir einslökum liðum eyðublaðsins. Reikningseyðublaðið er í 9 aðalköflum. Fyrstu 3 kaflarnir eru rekstr- arreikningur, eignabreytingareikningur og efnahagsreikningur. Töflur i þessu hefti sýna niðurstöðutölur úr þeim reikningum. í 4. kafla eyðu- blaðsins skal látið í té yfirlit um skatttekjur sveitarfélagsins, með ýtar- legri sundurliðun þeirra og upplýsingum um innheimtu, eftirgjöf, af- slætti o. fl. Ekki reyndist unnt að gera yfirlit til birtingar um niður- stöður þessa kafla, vegna þess að hann var mjög illa úr garði gerður af mörgum sveitarfélögum. Sama er að segja um 5. kaflann, sem fjallar um framfærsluútgjöld, sundurliðun þeirra, endurgreiðslu o. fl. Næsti kafli er um helztu niðurstöður á rekstrar- og efnahagsreikningum eigin fyr- irtækja sveitarfélagsins, sem hafa sjálfstætt reikningshald. Útfyllingu þessa kafla hefur verið ábótavant. Þrátt fyrir það gerði Hagstofan yfirlit um rekstur og efnahag hafnarsjóða, vatnsveitna og rafveitna sveitarfélaga (sjá töflur II og V). Yfirlit þessi eru ófullkomin og án efa vantar þar nokkur fyrirtæki. Yfirlit um önnur fyrirtæki var ekki unnt að gera. — Þá er á eyðublaðinu form undir skrá um skuldir, undir yfirlit um viðskiptareikninga og loks almennar skýringar og leiðbeiningar um út- fyllingu eyðublaðsins. B. Skýringar við töflurnar. Explanatory notes to the tables. Eins og áður segir fylgja töflur þessa rits ramma þess reiknings- eyðublaðs, sem Hagstofan tók i notkun frá og með reikningsárinu 1963. Form þeirra er i ýmsu breytt frá því, sem er i sveitarsjóðareikningum 1953—62, en þó er í meginatriðum um að ræða sömu upplýsingar í báðum ritum. Tafla I er samdráttartafla, með tölum fyrir Reykjavík, kaupstaðina i heild og hreppana i heild. Hún sýnir rekstrartekjur og rekstrarútgjöld, tekjur og gjöld á eignabreytingareikningi, og eignir í árslok, allt nokkuð sundurliðað, og loks heildarskuldir í árslok án sundurgreiningar. Tafla I er samdráttur úr töflu II, sem gefur meiri reikningslega sundurliðun, og þar eru enn fremur tölur fyrir hvern kaupslað og fyrir hreppa hverrar sýslu í heild, svo og fyrir livern hrepp með fleiri en 500 ibúa. í töflu II er dýpsta sundurliðun ársreikninga, sem birt er i þessu riti. Tafla II er í tveimur hlutum, og sýnir annar þeirra, fyrir hvert ár, rekstrartekjur og rekstrarútgjöld, en hinn hlutinn sýnir eignabreytingar, eignir og skuldir. Auk þess eru í honum helztu niðurstöður úr reikningum hafnarsjóða,

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.