Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1968, Blaðsíða 14
12
Sveitarsjóðareikningar 1963—65
gæta, að slík útgjöld munu aldrei færð til eignar, nema uin varanlega
gatnagerð sé að ræða, og þá aðeins í nijög fáum tilvikum. Þá eru
framlög til sýsluvegasjóða ekki færð hér, heldur í 15. lið. Til frádrátt-
ar útgjöldum til vega ltoma hér framlög ríkissjóðs til vega og gatna í
kaupstöðum og kauptúnum, samkvæmt V. kafla vegalaga nr. 71/1963.
í 2. undirlið þessa liðs eru færð útgjöld til brunavarna, og í 3. und-
irlið til þrifnaðar. Til þrifnaðar teljast m. a. útgjöld til snjómoksturs,
gatnahreinsunar og sorphreinsunar, og cr síðast taldi liðurinn lang-
stærstur í kaupstöðum. í 4., 5. og 6. undirlið eru færð óafturkræf út-
gjöld til vatnsveitna, rafveitna, hafna eða lendingarbóta. Sé hér um
að ræða fyrirtæki með sjálfstætt reikningshald, er m. a. rekstrarhalli
þeirra færður hér, ef hann er greiddur úr sveitarsjóði. Úllán sveitar-
félags til slíkra fyrirtækja eru hins vegar færð á eignabreytingareikn-
ing. í 7. undirlið eru færð margs konar útgjöld til almennrar þjón-
ustu, svo sem til annarra samgöngumála en eru í 1. undirlið, til skipu-
lagsmála, framlög til skyldra inála í þessum lið, o. fl.
15. Sýsluvegaskattur. Hér færast öll framlög sveitarfélaga til
sýsluvegasjóða.
16. Sýslusjóðsgjald. Þarfnast ekki skýringa.
17. Framlag til atvinnuvega. 1 þennan lið eru færð óafturkræf út-
gjöld til landbúnaðarmála, skógræktar, útgerðar- og iðnaðarfyrirtækja
o. fl. Útg'jöld til fjárfestingar, sem eru eignfærð, koma að sjálfsögðu
ekki hér, heldur á eignabreytingareikning. Til landbúnaðarmála telst
m. a. kostnaður við refa- og minkaveiðar. Endurgreiðslur á þeim kosln-
aði koma til frádráttar í þennan lið. Þessar endurgreiðslur koma venju-
lega næsta ár eftir að útgjöldin eiga sér stað, og þar sem kostnaður við
refa- og minkaeyðingu er oft mjög breytilegur frá ári til árs hjá ein-
stökum hreppum, geta endurgreiðslurnar orðið hærri en útgjöld sama
árs. Kemur þá mínustala í þennan gjaldalið.
18. Vaxtagjöld. Vexlir af öllum skuldum sveitarsjóðanna sjálfra
eru færðir hér ásamt tengdum kostnaði, livort sem stofnað hefur verið
til þeirra vegna ahnennra þarfa eða t. d. skólabyggingar. Meðan á bygg-
ingu mannvirkja stendur, koma þó vextir oft með öðrum byggingar-
kostnaði á eignabreytingareikning.
19. Önnur rekstrarútgjöld. Hér eru færð ýmis útgjöld, sem ekki
heyra undir aðra liði á rekstrarreikningi. í þennan lið eru einnig færð-
ar afskriftir, en flest stærri sveitarfélög afskrifa fasteignir og lausa-
fjármuni á rekstrarreikningi. Afskriftafjárhæðir koma einnig' í tekju-
hlið eignabreytingareiknings, i liðinn „skerðing bókfærðra eigna“.
20. Rekslrarafgangur. Sé um rekstrarhalla að ræða, kemur hann
fram sem mínustala í þessum lið.
21. Flutt frá fgrra ári. I þessum fyrsta lið á eignabreytingareikn-
ingi er peningasjóðseign og niðurstöðutölur á hvers konar viðskipta-
reikningum sveitarfélaganna í byrjun viðkomandi árs. í 28. og 30. lið
eru samsvarandi fjárhæðir í árslok. í 1. undirlið eru færðir peningar i