Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.01.1974, Blaðsíða 7
Inngangur.
Introduction.
A. Söfnun og úrvinnela gagna.
Collection and processing of data.
I þessu hagskýrsluhefti eru töflur um fjárinál sveitarfélaga árin
1969, 1970 og 1971, og cr það l'ramhald af fyrri ritum Hagstofunnar um
þelta efni. Ná þær skýrslur aftur lil ársins 1952. Næst á undan þessu
hefti komu út „Sveitarsjóðareikningar 1966—68“ (hagskýrsluhefti II,
481, og er þetta hefti að öllu leyli beint framhald þeirrar hagskýrslu —
form og númer á töflum er alveg eins í báðum heftunum.
Þetta hefti er seint á ferðinni eins og fyrri hagstofurit um sama
efni. Stafar það sem áður af erfiðleikum við innheimtu á reikningum
sveitarfélaga. Þegar leið á árið 1972 var allt kapp lagt á að innheimta
þá reikninga, scm enn vantaði, þar eð stefnt var að því, að þetta hefti
kæmi út snemma árs 1973. Raunin varð sú, að mörg sveitarfélög skil-
uðu ekki reikningum 1971 fyrr en undir árslok 1972, og frá noltkrum
bárust ekki reikningar fyrr en langt var liðið á árið 1973. Og svo fór,
að ganga varð frá þessari lnigskýrslu án þess að reikningar 1971 hefðu
borist frá Vatnsleysuslrandarhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Hofsóshreppi og
Vallahreppi. 1 1971-löflum cru þvi lölur úr reikningum þessara Iireppa
fyrir 1970, og leiðir þclla m. a. til þess, að ekki er fullt samræmi i eftir-
stöðva- og skuldaliðum frá ári til árs, sbr. skýringar í þessum inngangi
við lið 30 og lið F í töflunni aflar í þessurn inngangi.
Töflur þær, sem birtar eru i töfluhluta ]>essa heftis, eru bvggðar á
rcikningum sveitarfélaganna, sem látnir hafa verið í té á cyðublaði Hag-
stofunnar til þeirra nota. Þó tókst ekki að l'á reikninga kaupstaðanna
færða á þetta eyðublað, og varð þvi að nola prentaða eða fjölritaða
reikninga þcirra við skýrslugerðina. Reikningar kaupstaða voru á Hag-
stofunni færðir í samræmt form eyðublaðsins, eftir því sem unnt var,
en þar sem þeir eru sinn með hverjum hætti og ósamræmi þeirra
innbyrðis mikið, verður slík samræming ekki nákvæm og í sumum til-
vikum ef til vill röng. Eins og áður hcfur það valdið mestum crfið-
leikum og drætti á skýrslugerð uin fjármál sveitarfélaga, að kaupstað-
irnir hafa ekki skilað reikningum sínum lil Hagstofunnar á tilskyld-
um eyðublöðum. Hal'a skýrslur þessar af þcim sökum minna upplýs-
ingargildi en þær liefðu annars getað hai't. Misræmi þetta í gerð kaup-
staðarreikninga hefur farið vaxandi síðustu árin. Nú er raunar svo
koinið, að reikningar margra kaupstaðanna, eins og þeir eru gefnir út