Hagskýrslur um fiskveiðar - 01.01.1914, Blaðsíða 21
Fiskiskýrslui- 1912
19
Hákarlslifrin fer árlega þverrandi, enda eru hákarlaveiðar að
minka. Árið 1912 var aflinn af hákarlslifur ekki nema rúml. 2/s af
þvi, sem allaðist af henni næstu árin fyrir aldamótin. Aflur á móti
hefur aflinn af annari lifur (sem mest öll er þorskalifur) aukist mikið,
því að hún hefur verið meir liirt á síðari árum heldur en áður.
Verð lifrarinnar, sem á þilskip aflaðist 1912, hefur verið gefið
upp í skýrslunum, svo sem sjá má í töflu IV. (bls. 35). Samkvæmt
skýrslunum hefur meðalverðið á hákarlslifrinni verið kr. 12.03 hektó-
litrinn, en á annari lifur kr. 6.70. Ef gert er nú ráð fyrir sama veiði
á þeirri lifur, sem á báta aflaðist, verður verð alls lifraraflans árið
1912, svo sem hjer greinir:
llákarlslifur Önnnr lifur Lifur alls
Á botnvörpuskip........ » 44 þús. kr. 44 þús. kr.
- önnur þilskip...... 68 þús. kr. 7 — — 75 — —
- báta.................. 16 — — 130 — — 146 - —
Samtals 84 þús. kr. 181 þús. kr. 265 þús. kr.
D. Síldaraflinn.
Produit dc la pcche du liareng.
Sundurliðuð skýrsla um síldarafla þilskipa árið 1912 er í töflu
V. (bls. 35), en hve mikið hefur aflast af síld á báta sjest í töflu VI.
(bls. 36—37).
Samkvæmt fiskiskýrslunum hefur síklaraflinn 1912 og fimm
næstu árin á undan numið því, sem hjer segir:
A þilskip Á báta Alls
1907 .............. 22 440 hl. 5 159 hl. 27 599 lil.
1908 .............. 41 212 - 4 001 — 45 273 —
1909 .............. 29 070 — 32 733 — 61 803 —
1910 .............. 25 440 — 9 802 — 35 242 -
1911 ............... 8 405 — 5 334 — 13 739 —
1912 .............. 54 673 - 2 770 — 57 443 —
Samkvæmt þessu hefur síldaraflinn verið með mesta móti árið
1912, að eins nokkru meiri árið 1909. Þó hefur síldaraíli á báta
verið miklu minni 1912 heldur en undanfarin ár, en síldarafli þil-
skipanna er þá talinn ineiri en nokkru sinni áður. Af aflanum koma
33Vs þús. lil. á botnvörpuskip þau, sem síldveiðar stunduðu auk
þorskveiðanna, en 21 þús. lil. á önnur þilskip. En ekki er óliklegt,
að sildarafli þilskipa muni vera betur framtalinn árið 1912 heldur
en undanfarandi ár, því að á skýrslueyðublöðum þeim um afla þil-
skipa, sem notuð voru fram að 1912, vantaði dálk fyrir síldarafla,
svo að miklu fremur er hætt við, að þá hafi oft láðsl að geta sildar-