Hagskýrslur um fiskveiðar - 01.01.1914, Blaðsíða 5
Formál i.
Avanl-propos.
Fiskiskýrslurnar árið 1912, sem hjer birtasl, eru að miklu leyti
í nýju sniði, þar sem nú er skýrt frá þyngd alls þilskipaaflans í stað
fiskatölunnar áður. Með því að útgerðarmennirnir skýra frá þyngd
aílans i því ástandi, sem hann hefur verið seldur eða er i þegar skýrsl-
an er gefin, hvort heldur fullverkaður, hálfverkaður, saltaður eða
nýr, má búast við, að skýrslurnar verði með þessu lagi miklu áreið-
anlegri heldur en áður. En hinsvegar hefur breytingin allmikið auk-
ið starfið við úrvinslu skýrslnanna. í innganginum bls. 11—12 er
gerð nánari grein fyrir breytingu þessari og vísast hjer til þess.
1 skýrslum þessum er ennfremur sú nýbreytni, að skýrt er frá
verði þilskipaaflans samkvæmt skýrslum útgerðarmanna.
Skýrslurnar um bátaaflann eru að þessu sinni i sama sniði sem
að undanförnu, en í næstu fiskiskýrslum verður þeim væntanlega
breytt nokkuð í líkingu við þilskipaskýrslurnar.
Með fiskiskýrslunum fylgja nú eins og áður skýrslur urn hlunn-
indi i sama sniði sem að undanförnu.
Hagstofa íslands í nóv. 1911.
Porsteinn Porsteinsson.