Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1921, Qupperneq 35
Mannfjðldaskýrslur 1911—1916
&
33*
minni að öðru jöfnu meðal giftra kvenna heldur en ógiftra og dánar-
tala giftra karla er ekki svo miklu hærri heldur en ógiftra, enda þótt
þeir sjeu eldri, að búast má við, að ef þeim væri skift eftir aldri, þá
mundi manndauðinn reynast minni meðal giftra karla heldur en ógiftra.
6. Ártið látinna.
Décés par mois.
Eftirfarandi yfirlit sýnir, hvernig manndauðinn skiftist á mán-
uðina á tímabilinu 1906—15. Eins og á samskonar yfirliti um fæð-
ingarnar hefur líka verið reiknað út, hve mörg mannslát af 1 200
kæmu á hvern mánuð, ef þeir væru allir jafnlangir.
Tala mannsláta
Samtals Skifting 1200
1906-10 1911-15 1906-15 mannsláta
Janúar 647 499 1146 104
Febrúar 550 476 1 026 103
Mars 585 530 1115 102
Apríl 640 555 1195 112
Mai 612 574 1186 108
Júní 518 591 1109 104
Júlí 517 514 1031 94
Ágúst 461 540 1 001 91
September 477 452 929 87
Október 555 464 1019 93
Nóvember 564 512 1 076 101
Desember 623 480 1103 101
Samtals .. 6 749 6187 12 936 1 200
Sumar- og haustmánuðina (júlí til október) er manndauðinn
minstur, en mestur að vorinu, í apríl og maí.
7. Dánarorsakir.
Causes de décés.
a. Skýrslurnar um dánarorsakir.
Origine des matiriaux.
Fram að 1911 hafa hjer á landi ekki verið til neinar skýrslur
um dánarorsakir, nema skýrslurnar um voveiflegan dauðdaga (slys
og sjálfsmorð), sem prestarnir hafa gert um leið og aðrar mann-
fjöldaskýrslur. En á þessu' varð breyting með lögum nr. 30, 11. júlí
1911 um dánarskýrslur. Þar er svo fyrir mælt, að prestur megi ekki
jarðsetja lik neins manns, sem dáið hefur í kauptúni, sem er læknis-
setur, fyr en hann hefur fengið dánarvottorð hans frá lækni, og þá
er prestur jarðsetur lík manns, sem dáið hefur annarsstaðar, skal