Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1988, Page 5
Formáli.
Preface.
Þetta hefti Hagskýrslna hefur að geyma upplýsingar um mannfjöldann og breytingar
hans á áratugnum 1971-80. Má meðal efnis tilgreina mannfjöldann eftir kyni, aldri og
búsetu, en mest ber þó á töflum, sem sýna árlega viðburði, svo sem fólksflutninga,
hjónavígslur. hjúskaparslit, fæðingar og manndauða. Auk þess er að finna í þessunt
skýrslum upplýsingar um þá, sem fengu íslenskan ríkisborgararétt, tölu ættleiðinga,
dánar- og ævilengdartöflur ásamt framreikningi mannfjöldans á næstu áratugum.
Rit þetta er framhald á eldri Mannfjöldaskýrslum Hagstofunnar. Hér hefur þó verið
bætt við talsvert af nýju efni hvort sem um er að ræða fjölgun taflna eða að þær séu gerðar
ítarlegri en áður. Þar sem svo víða hefur verið aukið við efni ímannfjöldaskýrslum þessum
frá eldri skýrslum skal það ekki tíundað hér, en þess í stað skal vísað til skýringa í
innganginum hér á eftir.
I inngangi Mannfjöldaskýrslna eru dregnar saman helstu niðurstöður úr aðaltöflum og
þær bomar saman við eldri tölur eftir því sem kostur er. Skal vakin athygli á því, að mörg
þessara yfirlita hafa að geyma niðurstöður útreikninga, sem auðvelda með ýmsu móti
samanburð á breytingum mannfjöldans t.d. með tilliti til langtímabreytinga eða þróunar
í öðrum löndum, svo eitthvað sé nefnt. Útreikningar á tíðni ýmiss konar (dæmi: tala
fæðinga á hverja 1.000 íbúa) auk margs háttar hlutfallsútreikninga (dæmi: hlutfall íbúa í
þéttbýli af öllum landsmönnum) gegna hér mikilvægu hlutverki.
Þá er í sérstökum kafla um heimildir og hugtök gerð grein fyrir söfnun og úrvinnslu
gagna auk breytinga, sem orðið hafa síðan síðustu mannfjöldaskýrslur voru gerðar. Loks
eru þar gerðir fyrirvarar varðandi ýmis atriði, sem vafasöm eru eða kunna að geta valdið
misskilningi.
Mannfjöldaskýrslur 1971-80 eru unnar á alllöngum tíma og hluti taflnanna var
frágenginn áður en farið var að hagnýta ritvinnslu í tölvum á Hagstofunni. Elstu töflur
þessarar skýrslu eru vélritaðar og þar sem uppsetning þeirra er tafsöm hafa þær verið látnar
halda sér í upphaflegri mynd sinni. Að öðru leyti er þetta rit unnið í Macintosh tölvum á
Hagstofunni. Guðni Baldursson, deildarstjóri, hefur haft umsjón með úrvinnslu efnis og
skýrslugerðinni yfirleitt. Ritstjóm skýrslunnarhefurhins vegarveriðíhöndum Magnúsar
S. Magnússonar, deildarstjóra, sem hefur dregið saman efnið og ritað texta. Loks hefur
Sigurborg Steingrímsdóttir, fulltrúi, annast umbrot.
Hagstofa íslands, í desember 1988.
Hallgrímur Snorrason