Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1988, Page 55
INNGANGUR, veiting íslensks ríkisfangs
31*
3. VEITING ÍSLENSKS RÍKISFANGS.
Granting oflcelandic citizenship.
Fjöldi útlendinga, sem fengu íslenskt
ríkisfang með lögum var að jafnaði 46 á ári
1961-80. Hlutdeild fólks, sem fætt er á
íslandi hefur aukist síðan 1961-65 úr 6% í
23% árin 1976-80, en þess ber að geta að
árin 1921-50 var þetta hlutfall að jafnaði
17%, og árin 1951-60 var það 10% (24.
yfirlit).
Mest hefur borið á Norðurlandabúum af
þeim, sem fengið hafa íslenskt ríkisfang, en
þar á eftir koma íbúar annarra Evrópulanda
og eru Þjóðverjar þar fjölmennastir. Þá er
íslenskt ríkisfang í auknum mæli veitt fólki
fæddu utan Evrópu. Það hlutfall hækkaði úr
3,4% 1961-65 í 25,6% árin 1976-80 (25.
yfirlit).
í lögum um veitingu ríkisfangs er til-
greint hvar umsækjandi er fæddur og eru
tölur um þá skiptingu sýndar fyrir ár hvert
1971-80 ítöflu 3.1.
Ekki er að sjá neinn áberandi mun á
veitingu ríkisborgararéttar eftir kyni
umsækjenda. Algengasti aldurerhins vegar
0-14 ára og 25-34 ára. Eftir 40 ára aldur
dregur mikið úr veitingu ríkisborgararéttar
hér á landi (26. yfirlit).
í töflu 3.2 er sýnd tala útlendinga, sem fá
íslenskt ríkisfang með lögum, eftir aldri ár
hvert 1971-80, og eftir kyni og aldri árin
1971-75 og 1976-80.
í töflu 3.3 er sýnt hvemig fólk, sem
öðlaðist íslenskt ríkisfang, skiptist 1971-75
og 1976-80 eftir fæðingarlandi, kyni og
aldri.
24. vfirlit. Tala útlendinga, sem fengið hafa
íslenskt ríkisfang 1951-80.
Aliens ohtaining Icelandic citizen-
ship hy law 1951-80.
Veitt rfkisfang
i Alls total Þar af fæddir á Islandi
1 2
1961 - -
1962 57 2
1963 72 6
1964 27 1
1965 52 4
1966 39 3
1967 54 6
1968 41 -
1969 53 5
1970 36 5
1971 58 5
1972 39 7
1973 43 10
1974 54 15
1975 56 15
1976 55 12
1977 49 9
1978 36 6
1979 43 12
1980 47 13
Arleg meðaltöl
yearly averages
1951-55 33
1956-60 41
1961-65 42 2,6
1966-70 45 3,8
1971-75 50 10,4
1976-80 46 10,4
Translation.- Headings, columns 1—2: Citizenship granted:
2: Born in Iceland.