Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1988, Síða 71
INNGANGUR, hjúskaparslit...
47*
5. HJÚSKAPARSLIT OG SKILNAÐIR AÐ BORÐI OG SÆNG.
Dissolution of marriage and legal separations.
5.1. Tala hjúskaparslita og skilnaða að
borði og sæng.
Number ofmarriages dissolved and
legal separations.
Hjúskaparslitum tók að fjölga mjög á
síðari hluta 7. áratugarins eða úr 6-700 á ári
í 900-1.000 að meðaltali í upphafi 8. áratug-
arins. Eftir það og allt fram til ársins 1979
var fjöldi hjúskaparslita nokkuð jafn á milli
ára. Meðtalineruíþessumtölumhjúskapar-
slit við andlát maka, sem námu 74% af
heildinni árin 1961-65, en lækkaði í 60%
árin 1976-80.
Af öllum hjúskaparslitum fjölgaði lög-
skilnuðum úr 26% í 40%, eða tölulega séð úr
164 að meðaltali á ári 1961-65 í 407 árin
1976-80, sem jafngilti 148% fjölgun lög-
skilnaða. Fjöldi lögskilnaða á hverja 1.000
íbúajókstásamatíma úr0,88 í 1,82, eðaum
106%. Á hver 1.000 hjón fjölgaði lögskiln-
uðum, hins vegar, úr 4,9 í 9,1 (41. yfirlit).
Skilnaður að borði og sæng felur ekki sér
hjúskaparslit, enda eru hjónin þá enn gift þar
til lögskilnaður verður. Auk þess ógildist
skilnaður að borði og sæng alloft við það, að
hjón hefja sambúð á ný eða að annað hjóna
deyr.
Það hefur orðið algengara undanfarin ár,
að leyfi til lögskilnaðar sé veitt án þess að
skilnaður að borði og sæng fari á undan.
Þannig var því varið með um 30% lög-
skilnaða 1976-80.
í töflu 5.1 er sýnd tala lögskilnaða og
skilnaða að borði og sæng hvert áranna
1971-80 eftir útgáfustað skilnaðarleyfis.
Þar sést að 85-90% skilnaðarleyfa að borði
og sæng árin 1971-80 voru veitt af héraðs-
dómurum víðs vegar um landið, en lög-
skilnaðarleyfi voru nær eingöngu veitt af
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.
í töflu 5.2 er sýnd tala lögskilnaða og
skilnaða að borði og sæng ár hvert 1971 -80
eftir mánuðum.
I töflu 5.3 er sýnd tala lögskilnaða ár hvert
1971 -80 eftir því hvort skilnaður að borði og
sæng fór á undan og þá hve löngu á undan.
Svipað er sýnt í töflu 5.4 fyrir árin 1971-75
og 1976-80, nema hvað 3 fyrstu árin eru
sundurliðuð eftir mánuðum. Kemur þar vel
í ljós að í þeim til vikum þar sem skilnaður að
borði og sæng var undanfari lögskilnaðar
var leyfi til lögskilnaðar oftast veitt eftir 12-
13 mánuði, eða í u.þ.b. 31% tilvika bæði
tímabilin.
Ofangreindar aðaltöflur hafa ekki birst
áður í mannfjöldaskýrslum, en sumt efni úr
þeim hefur verið birt í Hagtíðindum.
5.2. Aldur hjóna við lögskilnað.
Age of married couples at divorce.
Meðalaldur, miðaldur og tíðasti aldur eru
stundum notaðar sem viðmiðanir um aldur
hjóna við skilnað. Tölur þessar taka ekki
tillit til aldursskiptingar þjóðarinnar hverju
sinni, sem þýðir, að takmarkaðar ályktanir
verða dregnar af þeim.
Meðalaldur fráskilinna árin 1961-65 til
1976-80 lækkaði úr 37,5 árum í 35,3 ár hjá
körlum en úr 34,3 í 32,9 ár hjá konum.
Miðaldurinn lækkaði hjá körlum úr 35,0
árum í 32,8 ár, en lækkunin hjá konum var úr
32,3 árum í 30,5. í sömu töflu má sjá að
tíðasti aldur hjóna við skilnað (miðað við 3
samliggjandi aldursár) var talsvert breyti-
legur eftir einstökum árum. Að meðaltali
var þessi aldur sá sami hjá báðum kynjum
1971-75 eða 24-26 ár, en 1976-80 færðist
hann lítið eitt upp hjá körlum, í 25-27 ár, en
niður í 23-25 ár hjá konum (42. yfirlit).