Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1988, Side 78
54*
Mannfjöldaskýrslur 1971-80
6. FÆÐINGAR.
Births.
6.1. Tala fæddra.
Number ofbirths.
Á árunum 1971-80 fæddust að meðaltali
um 4.400 börn á ári eða unt 400 færri en
þegar fæðingar voru hér flestar. Þessi
fækkun kemur enn betur í ljós ef miðað er
við íbúatöluna, en þá fæddust 20,2 börn á
hverja 1.000 íbúa. Fjöldi fæðinga var mjög
misjafn milli ára 1971-80 og sveiflaðist á
bilinu 4.000-4.700. Þráttfyrirslíkarsveiflur
er augljóst að tíðni bamsfæðinga lækkaði
umtalsvert á áratugnum.
Tala bamsfæðinga á íslandi náði hámarki
á árunum 1956-60 og hafa hvorki fyrr né
síðar komið sambærileg tímaskeið mann-
fjölgunar. Þá fæddust á ári að meðaltali
4.800 böm, eða um 28,5 böm á hverja 1.000
íbúa. Flest fæddust bömin árið 1960, eða
4.979 (28,4 fæðingar á hverja 1.000 íbúa),
en ef miðað er við mannfjölda voru fæðingar
flestar árið 1957 (29,1 af 1.000), en þá
fæddust alls 4.791 böm (48. yfirlit).
Andvana fæddum bömum hefur fækkað
mikiðáundanfömumáratugum. Árin 1956-
60 fæddust 13 böm andvana af hverjum
1.000 fæddum, en árin 1976-80 var talan 6
böm (48. yfirlit). Til samanburðar var talan
á árunum 1906-15 miklu hærri, en þá voru
um 30 böm andvana af hverjum 1.000
fæddum (49. yfirlit).
6.2. Fæðingarstaður og fæddir eftir
heimili móður.
Births by birth place and domicile
ofmother.
I 50. yfirliti er sýnd tala lifandi fæddra
árin 1971-75og 1976-80eftirheimilimóður
á landsvæðum og fjöldi þeirra á hverja 1.000
íbúa.
Tölur fyrir 1961-70 sýna, að miðað við
fjölda kvenna á Reykjavíkursvæði og aldur
þeirra er fæðingartíðni allnokkru minni þar
en annars staðar og að öll önnur landsvæði
hafa hana jafna landsmeðaltali eða hærri
(Mannfjöldaskýrslur 1961-70, bls. 36*). Á
8. áratugnum hefur þessi munur milli land-
svæða jafnast mikið út.
Þeim börnum fjölgar sífellt sem fæðast
utan heimilissveitarfélags. Náði þetta hlut-
fall 46% árin 1976-80 en var u.þ.b. 32% árið
1961 -65 (51. yfirlit). Þetta fer að sjálfsögðu
að miklu leyti eftir því hvar fæðingar-
stofnanir eru staðsettar. Þar við bætist, að
tiltölulega stórhluti mæðraeru ungarkonur,
sem dveljast annars staðar en þær eru skráð-
ar heimilisfastar. Böm mæðra af Reykja-
víkursvæði fædd utan heimilissveitarfélags
eru að stærstum hluta Kópavogsbúar og
Seltimingar, sem fæðast í Reykjavík.
I töflu 6.1 ersýnt, hvemig lifandi fæddir
á hverjum stað 1971-75 og og 1976-80
skiptust eftir því, hvort þeir fæddust í eða
utan heimilissveitarfélags.
I töflu 6.14 er tala andvana fæddra sýnd á
sama hátt.
I Mannfjöldaskýrslum 1951 -60 var sýnd
tala fæddra eftir fæðingarstað, en á ámnum
1961 -65 féll sú talning niður en var aftur upp
tekin 1966. Efniáranna 1971-80erhérsýnt
í töflu 6.2 og er þar jafnframt tilgreindur
fjöldi eftir því hvort böm fæddust á stofnun
(fæðingarheimili, sjúkraskýli, heimili ljós-
móður o.þ.h.) eða einkaheimili.
6.3. Skilgetin og óskilgetin börn.
Legitimate and illegitimate births.
Hlutdeild óskilgetinna lifandi og andvana
fæddra bama í heildartölu fæddra bama er
sýnd í 52. yfirliti.