Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1988, Page 102
78*
Mannfjöldaskýrslur 1971-80
8. DÁNIR.
Deaths.
8.1. Dánir alls.
Number of deaths.
Að jafnaði dóu 1455 manns á ári 1971 -80,
þar af voru 819 karlar og 636 konur. Fjöldi
mannsláta hefur einungis hækkað óverulega
árin 1971-80 þrátt fyrir að þjóðinni hafi
fjölgað á því tímabili um 12%. Hefur því
dánartíðni (tala látinna á hverja 1.000 íbúa)
lækkað á tímabilinu 1966-70 til 1976-80,
eða úr 7,1 í 6,4 af hverjum 1.000 íbúum.
Árin 1976-80 var heildar dánatíðni karla 7,2
af þúsund íbúum en 5,7 hjá konum (75.
yfirlit).
8.2. Heimili látinna og dánarstaður.
Deaths by domicile and death
place.
Árin 1976-80 létust á höfuðborgar-
svæðinu 64% landsmanna, en ef miðað er
við lögheimili var hlutfallið 53%. Af þeim
4.629 mans, sem dóu þá á höfuðborgar-
svæðinu voru 560 með lögheimili utan þess,
eða 12% (76. yfirlit).
Árin 1971-80 voru til jafnaðar rúmlega
3/4 af þeim, er létust, á stofnunum; lang-
oftast í sjúkrahúsum og sjúkraskýlum. Á
árunum 1941-50 var hlutfall stofnana
nálægt 1/3 (77. yfirlit).
Tafla 8.1 sýnir tölu dáinna eftir lögheimili
hvert áranna 1971-80 og ennfremur eftir
dánarstað 1971-75 og 1976-80.
í töflu 8.2 er að finna samantekt um dána
eftir dánarstað ár hvert 1971 -80.
8.3. Ártíð látinna.
Deaths by months.
í töflu 8.3 er sýnt hvemig tala látinna
skiptist eftir mánuðum hvert áranna 1971-
80. Ennfremur er þessi skipting sýnd sér-
staklega fyrir böm dáin á 1. ári 1971-75 og
1976-80.
Tölur um dána eftir mánuðum fyrir tíma-
bilið 1951 -55 til 1975-80 sýna ekki á mark-
tækan hátt að manndauði sé meiri á einum
árstíma frekar en öðrum. 178. yfirliti er sýnd
tala látinna eftir mánuðum miðað við hverja
1.200, sem létust á ári hverju. Þegar tekið
hefur verið tillit til mismunandi dagafjölda í
mánuðum á því jöfn dreifing látinna að sýna
töluna 100 (78. yfirlit).
Fyrr á tímum mátti lesa úr mánaðarlegum
dánartölum að manndauði var mestur að
jafnaði síðla vetrar og snemma vors (aprfl-
maí), en minnstur síðari hluta sumars og
fyrri hluta vetrar (ágúst-nóvember).
8.4. Látnir eftir kyni og aldri.
Deaths by sex and age.
Tölur um dána eftir aldri sýna fyrir
síðustu hundrað ár eða svo að mestu munar
um fækkun ungbamadauða (innan eins árs),
en hjá öðrum árgöngum yngri kynslóðar-
innar hefur árangurinn verið síst lakari ef
hlutfallstölur eru athugaðar. En hins vegar
var ungbamadauði svo algengur hér áður
fyrr að framfarir í heilsuvemd ungbama
lengdu meðalævilengd manna svo að um
munaði. í 79. yfirliti er sýnd tala látinna á
10.000 íbúa eftir aldursflokkum og kyni á
tímabilinu 1876-1980. Við útreikninga í
þessari töflu voru dánir framtil 1955 settir í
hlutfall við manntöl, sem féllu á mitt hvert
tímabil, en síðan 1956 er miðað við meðal-
mannfjölda.
Tölur um líftíma bama sýna að bama-
dauðinn er langmestur á 1. aldursári þótt
ójafn sé eftir mánuðum og að eftir það eru
tölumar lágar og munurinn á milli þeirra
ekkimikill.Átímabilinu 1961-75 dóuu.þ.b.