Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1988, Page 117
INNGANGUR, dánar- og ævilengdartöflur
93*
9. DÁNAR- OG ÆVILENGDARTÖFLUR.
Mortality and expectation oflife. Life tables.
Dánar- og ævilengdartöflur sýna líkumar
á því að karl eða kona á tilteknum aldri deyi
á einu árabili, þ.e. á milli afmælisdaga
miðað við hverja 1.000 á lífi við upphaf
hvers aldursskeiðs. Þar sést einnig tala eftir-
lifenda og dáinna á hverju aldursskeiði
miðað við 100.000 lifandi fædda karla og
konur, og að auki má þar finna upplýsingar
um ólifaða meðalævi eins og hún telst vera
á hverju aldursskeiði.
Tafla 9.1 sýnir samandregnar niðurstöður
um aldurshópa úr töflu 9.2, sem sýnir hvert
einstakt aldursár 1971-75 og 1976-80.
Fyrsti dálkur í báðum töflunum sýnir dánar-
líkumar miðað við hverja 1.000 á lífi við
upphaf hvers aldursskeiðs. Samanborið við
árin 1966-70 minnkuðu dánarlíkumar í
heild 1971-75 um 7% hjá körlum og 15%
hjá konum, en á næsta tímabili, þ.e. 1971-75
til 1976-80, lækkaði dánatíðnin um 13% hjá
körlum og 16% hjá konum. Milli áranna
1966-70 og 1976-80 var lækkun dánatíðni
hjá körlum um 19% og 30% hjá konum.
Þessar niðurstöður eru fengnar með því, að
vega dánarlíkumar með eftirlifendatölu við
upphaf hvers aldursárs næsta tímabil á
undan.
Eins og sjá má af 90. yfirliti hafa breyt-
ingar á dánarlíkum verið afar mismunandi
eftir kyni og aldurshópum.
í 92. yfirliti eru sýndar dánarlíkur karla og
kvenna fyrir 5 ára aldursflokka á tímabilinu
1951 -80, og eru þær tölur sambærilegar við
eldri dánar- og ævilengdartöflur.
Annar dálkur í töflum 9.1 og 9.2 sýnir
hvemig 100.000 lifandi fæddum sveinum
og meyjum fækkar með aldrinum, ef þau
sæta sama manndauða á hverju aldursskeiði
og var hvort árabil 1971 -75 og 1976-80. Þar
sést, að kvenfólkið er langlífara, svo að það
er nokkru eldra en karlmennimir, þegar
jafnmikill hluti þess er fallinn frá. Þetta sést
enn ljósar af 91. yfirliti.
Þriðji dálkur sýnir svo á sama hátt tölu
dáinna á hverju aldursskeiði af 100.000
lifandi fæddum sveinum og meyjum.
Miðað við reynslu áranna mundu karlar
deyja flestir 81 árs, eða 3,5% árgangsins, en
sé miðað við 1976-80 mundu flesti karlar
deyja 83 ára, eða 3,4% árgangsins. Á sama
hátt mundu konur deyja flestar 84 ára eftir
tölunum 1971-75, eða 4,4% árgangsins, en
85 ára, eða 4,2% árgangsins miðað við árin
1976-80.
Fjórði dálkur sýnir reiknuð ólifuð ár
þeirra, sem eftirlifandi eru við upphaf ald-
ursskeiðs, á því aldursskeiði. Er þá miðað
við, að dánir á hverju aldursári lifí að meðal-
tali hálft hafið aldursár. Um dána á 1. ári
getur þetta ekki átt við, þar sem bamadauði
er langmestur fyrst eftir fæðingu. I staðinn
er reiknuð meðalævi þeirra, er deyja á 1.
aldursári, eftir ítarlegum töflum um bama-
dauða eftir aldri 1971-75 og 1976-80. Á
fyrra tímabilinu reyndist hún vera 0,096 ár
meðal sveina jafnt sem meyja, en árin 1976-
80 reiknaðist meðalævi dáinna ungbama
vera 0,152 ár (55 dagar) meðal sveina og
0,121 ár (44 dagar) meðal meyja.
90. yfirlit. Breytingar á dánarlíkum karla og
kvenna eftir helstu aldursbilum.
Changes in mortality by selected
v age groups of males and females.
Frá 1966-70 til Frá 1971-75 til
1971 -75 1976-80
Karlar Konur Karlar Konur
Alls -7 -15 -13 -16
0 ára -18 -7 -34 -18
1-34 ára -13 -4 -15 -29
35-49 ára +5 -10 -14 -18
50-59 ára +5 +6 -26 -21
60-74 ára -4 -11 -8 -11
75 ára og eldri -11 -20 -13 -17