Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1988, Side 121
INNGANGUR, framreikningur mannfjöldans
97*
10. FRAMREIKNINGUR MANNFJÖLDANS 1985-2020.
Population projections 1985-2020.
í töflu 10.1 er sýndur meðalmannfjöldi
eftir kyni á fimm ára fresti 1960-85 og
samkvæmt spánni 1985-2020, svo og árleg
fólksfjölgun og tala lifandi fæddra og
dáinna.
í töflu 10.2 er sýndur meðalmannfjöldi
eftirkyni og 5 ára aldursflokkum á fimm ára
fresti samkvæmt aðalspá 1985-2020.
ítöflu 10.3erspáðfyrirfólksfjölda 1985-
2020 með nokkuð öðrum aldursflokkum en
tafla 10.2 sýnir.
Undanfama áratugi hefur fólksfjölgun
verið mun meiri hér á landi en í flestum
iðnvæddum ríkjum. En síðustu ár hefur þó
mjög dregið úr fjölguninni, og er búist við að
sú þróun haldi áfram.
Þegar fólksfjölgun var mest hér á landi
1950-60 varárlegfjölgun um ogyfir 2%. A
síðustu árum hefur hún verið um 1%, og
spáð er að hún verði um 0,7% árin 1985-90.
Eftir það verði hún 0,5% á ári fram að
aldamótum, og verða íslendingar þá
262.000 eða 15% fleiri en þeir voru 1980.
Eftir aldamót dregur enn úr fólksfjölgun
samkvæmt spánni, og mun hún stöðvast
fljótlega eftir árið 2020, en þá verður
mannfjöldinn samkvæmt aðalspá 276.000.
Varasamt er þó að treysta forsendum um
fæðingartíðni og flutninga svo langt fram í
tímann.
Milli 4.000 og 5.000 böm hafa fæðst á ári
hverju á árunum 1950-80, en spáð er að
fæðingum fækki í 3.400 árið 2000.
Árlegadeyjanúum 1.700manns. Gerter
ráð fyrir að sú tala hækki hægt og sígandi í
2.000 árið 2000. Dauðsföllum fjölgar ekki
verulega fyrr en eftir 2020, þegar fjölmennu
árgangamir fæddir eftir 1950 komast á efri
ár.
Náttúrleg fjölgun, þ.e. mismunur lifandi
fæddra og dáinna, var fyrir 1980 nálægt
3.000 manns á ári en lækkar í um 1.400 árið
2000 samkvæmt spánni.
Aldursskipting íslendinga mun breytast
á næstu áratugum með líkum hætti og gerst
hefur í öllum grannlöndum okkar á nýliðn-
um áratugum. Aldursskiptingin, sem enn
líkist pýramíða, er óðum að breytast í stólpa.
í aldursskiptingunni endurspeglast fæð-
ingartíðni, dánartíðni og fólksflutningar lið-
inna ára, og hún veitir veigamiklar vísbend-
ingar um fjölda í einstökum aldurshópum í
framtíðinni. Skipting mannfjöldans á ís-
landi á aldursflokka er reglulegri en meðal
margra annarra þjóða, þar sem mikil afföll
hafa orðið í styrjöldum. Þó má sjá í aldurs-
skiptingu íslendinga nú áhrif erfiðra lífs-
kjara í kreppunni á fjórða áratugnum, en í
þeim árgöngum sem fæddust þá er færra
fólk en í árgöngunum á undan. Þess vegna
mun fólki á eftirlaunaaldri ekki fjölga veru-
lega fyrr en um og eftir árið 2010.
Fjölmennustu árgangamir eru þeir sem
fæddust1955-1965.
íslendingar eru „ung“ þjóð miðað við
grannþjóðimar, þó að meðalaldur íslend-
inga hafi hækkað talsvert undanfarin ár. Á
næstu áratugum mun þjóðin „eldast“ enn
frekar. Hlutfall ungmenna lækkar og öldn-
um fjölgar lítillega að tiltölu. Hlutur þeirra
sem kallast mættu á vinnualdri eykst.
í stórum dráttum eru breytingar á sam-
setningu landsmanna eftir aldri aldarfjórð-
unginn 1960-80 eftirfarandi:
Um 1960 voru um 35% þjóðarinnar
undir 15 ára aldri. Með minnkandi fæð-
ingartíðni hefur þjóðin „elst“, þ.e. hlutfall
bama lækkað og hlutfall fullorðinna og
aldraðra hækkað. Árið 1980 voru 28%
landsmanna yngri en 15 ára. Á Norður-
löndum var þetta hlutfall um 20%.
Hlutfallstala fólks sem er 65 ára og eldra
hefur hækkað úr 8% árið 1960 í 10% árið
1980. Annars staðar á Norðurlöndum eru
15% íbúanna á þessum aldri. Hlutfall fólks