Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1988, Side 122
98*
Mannfjöldaskýrslur 1971-80
á aldrinum 15-64 ára hefur vaxið úr 57%
árið 1960 í 63% árið 1980.
Miðaldur þjóðarinnar (sá aldur þar sem
helmingurinn er yngri og helmingurinn
eldri) var 25,2 ár árið 1960, og 27,0 ár árið
1980. Framhald verður á þessari þróun
samkvæmt mannfjöldaspánni, og verður
miðaldurinn orðinn 34,4 ár árið 2000 og
41,3 ár árið 2020.
Bömum og unglingum, þ.e. mannfjöld-
anum innan 15 ára aldurs, fækkar talsvert
samkvæmt aðalspá, úr 63.000 árið 1980 í
53.000 árið 2000 og 46.000 árið 2020.
Nemur fækkunin 16% 1980-2000 og aftur
13% 2000-2020. Á þessum aldri voru 35%
þjóðarinnar 1960 og 28% 1980, en um alda-
mót verður hlutfallstalan komin niður í 20%
og árið 2020 í 17%. Það er eilítið lægra
hlutfall en er nú annars staðar á
Norðurlöndum.
Fólki á aldrinum 15-64 ára fjölgar
samkvæmt spánni úr 143.000 árið 1980 í
178.000 um aldamót og 182.000 árið 2020.
Er fjölgunin 25% fyrri 20 árin og 2% síðari
20 árin. Hlutfall fólks á þessum aldri hækk-
ar úr 63% nú í 68% árið 2000. Það helst
síðan stöðugt í 15 ár, en tekur þá að lækka.
Hlutfall fólks sem er 65 ára eða eldra
hækkar hægt úr 10% árið 1980 í 12% árið
2000. Árið 2010 tekur því síðan að fjölga
mjög hratt, og verðurkomið í rúm 17% árið
2020. Fólki áþessum aldri fjölgarúr 23.000
árið 1980 í 31.000 árið 2000 og 48.000 árið
2020. Er fjölgunin 39% fyrra tímabilið og
53% hið síðara.
Spá um fjölda fólks í yngstu aldurs-
hópunum endurspeglar fyrst og fremst þær
forsendur sem valdar eru fyrir fæðingar-
tíðni, og er því miklu meiri óvissu háð en spá
um fjölda í þeim árgöngum sem eru þegar
fæddir.
í spánni er gert ráð fyrir því, að böm 6 ára
og yngri, sem hafa verið um 30 þúsund að
tölu undanfarna tvo áratugi ár, verði ekki
nema um 24 þúsund árið 2000.
Á grunnskólaaldri (7-15 ára) voru árið
1980 um 37 þúsund böm og er áætlað að sá
fjöldi haldist óbreyttur til ársins 1995 en
lækki svo í 33 þúsund um aldamót.
Á aldrinum 16-19 ára voru árið 1980 um
18 þúsund manns og verður sá fjöldi nánast
óbreyttur árið 2000, en ætla má að hann fari
síðan minnkandi.
Á aldrinum 20-24 voru árið 1980 um
22.000 og fækkar til ársins 1990 í 20.000.
Má ætla að talan verði komin í 16.000 árið
2020.
Fólki á aldrinum 25-54 ára fjölgar úr
81.000 árið 1980 í 115.000 árið 2000 og
119.000 árið 2010, en þá tekur því að fækka
og verður 110.000 árið 2020. Fjölgun
1980-2000 nemur 42%, en fækkun
2000-2020 4%. Hlutfall fólks á þessum
aldri fer úr 35% árið 1980 í 44% árið 2000 og
40% árið 2020.
I aldurshópnum 55-64 ára voru 18.000
árið 1980 og fjölgar til aldamóta, um 20%, í
22.000. Þá tekur við hröð fjölgun, og eykst
mannfjöldinn á þessum aldri um 77% á
næstu tuttugu árum og verður 39.000 árið
2020. Hlutfall aldursflokksins er 8% 1980
og 2000, en 14% 2020.
Fólk á aldrinum 65-74 ára er 13.000 árið
1980 en verður 18.000 árið 2000 og 28.000
árið 2020. Hlutfall þess afheildarfjöldanum
vex úr 6% 1980 í 7% árið 2000 og 10% árið
2020. Fjölgun í aldurshópnum er 35% árin
1980-2000 og 61 % fyrstu 20 ár næstu aldar.
Fólki sem er orðið 75 ára og eldra fjölgar
úr 10.000 árið 1980 í 14.000 árið 2000 og
20.000 árið 2020. Vöxturinn nemur 45%
fyrra tímabilið og 43% hið síðara. Hlutfall
aldursflokksins eykst úr 4% 1980 í 5% 2000
og 7% 2020.
Allar tölur í textanum hér að framan eru
samkvæmt aðalspá, en í töflunum er auk
þess að fínna tölur samkvæmt háspá og
lágspá.