Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1988, Side 123
Heimildir og hugtök
99*
HEIMILDIR OG HUGTÖK MANNFJÖLDASKÝRSLNA.
Sources and coverage of population and vital statistics.
MANNFJÖLDI.
Population.
Heimild mannfjöldatalna.
Aðalheimild mannfjöldaskýrslna er
þjóðskráin. Hún var stofnuð á grundvelli
aðalmanntalsins 1. desember 1950 og sér-
staks manntals, sem fór fram 16. október
1952. Þjóðskránni erætlað að geyma upplýs-
ingar um helstu atriði, sem varða hagi
mannfjöldans. Ber þar fremst að nefna fæð-
ingar og mannslát, aðsetur og flutninga,
hjónavígslur, skilnaði, o.fl. A ári hverju eru
margvíslegar upplýsingar um mannfjöldann
teknar saman og birtar í Hagtíðindum, sem
gefin eru út mánaðarlega af Hagstofu Islands.
Mannfjöldaskýrslur Hagstofunnar eru hins
vegar ítarlegustu skýrslumar, sem gerðareru
um þessi efni, og hafa þær verið birtar með
líku sniði frá árunum 1911-15 fram til þessa.
Þess ber þó að geta, að í Hagtíðindum birtast
ýmsar mannfjöldatölur í dýpri sundurliðun
en mannfjöldaskýrslumar sýna. Mannfjöld-
askýrslumar voru í fyrstu birtar sem saman-
tektir 5 ára, en á síðari tímum sem 10 ára
yfirlit.
Staðsetning mannfjöldans.
Grundvöllur skiptingar fólks eftir heimili
í töflum þessa heftis er lögheimilið, en það
snertir alla veigamestu þætti stjómsýslu í
landinu. Einstaklingar eru útsvarsskyldir í
því sveitarfélagi, sem þeir eiga lögheimili,
og þar eru þeir á kjörskrá og njóta sjúkra-
samlagsréttinda, o.s.frv.
í lögheimilislögum nr. 35/1960, með
áorðnum breytingum, er það höfuðregla að
hver maður á lögheimili þar sem hann á
heimili, en það telst sá staður þar sem hann
hefur bækistöð og dvelst að jafnaði í tóm-
stundum sínum og hefur þá muni sem eru
honum persónulega tengdir, svo sem fatnað,
húsgögn, bækur og fleira. Það telst þó ekki
heimili þó að að maður dveljist í skóla,
sjúkrahúsi, elliheimili, fangelsi, eða annarri
slíkri stofnun. Sama gildir um dvalarstað
vegna árstíðabundinnar atvinnu, enda hverfí
maðurinn aftur til lögheimilis síns að dvö-
linni lokinni. Þrátt fyrir það sem nú var sagt
getur lögheimili talist á elliheimili, í sér-
hæfðum íbúðum, o.s.frv., ef til þess er sam-
þykki sveitarstjórnar, og mun það að jafnaði
vera fyrir hendi fyrir þá sem eiga þegar
lögheimili annars staðar í sama sveitarfélagi.
Hjón eiga saman lögheimili, og böm eiga
lögheimili hjá forráðendum sínum.
Samkvæmt lögunum er þeim sem dveljast
erlendis við nám rétt að telja lögheimili sitt í
því sveitarfélagi, þar sem þeir áttu lögheim-
ili þegar þeir fóru af landi brott. Þetta á þó
ekki við lengur um þá sem fara til náms
annars staðar á Norðurlöndum. Samkvæmt
norrænum samningi um almannaskráningu,
sem kom til framkvæmda 1. október 1969,
skal hver einstaklingur sem tekinn er á al-
mannaskrá í einu aðildarlandinu - hvort sem
er vegna námsdvalar eða annars - um leið
felldur af almannaskrá í því landi, sem hann
flytur frá.
fslenskt sendiráðsfólk heldur lögheimili
sínu á íslandi, en erlent sendiráðsfólk á íslandi
og vamarliðsmenn eiga ekki lögheimili hér.
Um tilkynningar aðsetursskipta gilda lög
nr. 73/1952 með áorðnum breytingum. Sam-
kvæmt þeim skal hver sá sem skiptir um að-
setur tilkynna sveitarstjóm það innan 7 daga.
Undanþága frá þessu gildir fyrir skólafólk
meðan það sækir skóla og fólk við árstíða-
bundin störf. Tilkynningarskylda hvílir á
hverjum einstaklingi 16 ára og eldri og hún
gildir án tillits til fjölskyldutengsla. Þannig
ber til dæmis öðru hjóna að tilkynna aðseturs-
skipti, ef um þau er að ræða, þó að ekki verði
breyting á sameiginlegu lögheimili þeirra.
9* — Mannfjöldaskýrslur