Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1988, Síða 124
100*
Mannfjöldaskýrslur 1971-80
Að jafnaði fylgir aðsetursskiptum brey ting
á lögheimili, en þó þarf ekki ævinlega svo að
vera eins og fram er komið. Þeir sem hafa
skráð aðsetur annars staðar en á lögheimili
eru m.a.: Námsmenn erlendis (nema á
Norðurlöndum), þeir sem vistast á stofnun
utan lögheimilissveitarfélags síns, og sömu-
leiðis innan sveitarfélags ef þeir halda
lögheimili sínu á öðru heimilisfangi vegna
hjúskapar þar, og þeir sem vegna hjúskapar
halda fyrra lögheimili þrátt fyrir búsetu og
atvinnu annars staðar.
Óstaðsettir eru þeir taldir í bráðabirgða-
tölum mannfjöldans, sem tilkynnt hefur verið
um að fluttir séu úr fyrra lögheimilissveitar-
félagi en ekki getið hvert. í endanlegum
tölum mannfjöldans eru þessir menn stað-
settir í sínum sveitarfélögum.
Viðmiðunartími talna.
Hagstofan vinnur á hverju ári ýmsar upp-
lýsingar um tölu landsmanna, þar á meðal
margvíslegt efni með talningu úr frum vinnslu
íbúaskráa miðað við 1. desember, og liggja
þær að jafnaði fyrir snemma næsta ár. Tölu-
efni þetta er nefnt „bráðabirgðatölur 1. des-
ember“ vegna þess að eftir eiga að berast
ýmsar leiðréttingar við upphaflegar íbúa-
skrár. En að þeim fengnum eru unnar og
birtar endanlegar tölur mannfjöldans, ýmist
miðað við 1. desember eða 31. desember,
eftir þörfum, og verða þær venjulega tiltækar
að sumri. Þegar endanlegu tölumar eru
tilbúnar eru einnig reiknaðar og birtar tölur
um meðalmannfjölda á árinu, en þær eru not-
aðar þegar reikna þarf tíðnitölur yfir árið.
í bráðabirgðatölumar vantar börn sem
fæddust í nýliðnum nóvember. Þá eiga eftir
að verða breytingar til hækkunar eða
lækkunar vegna fólksflutninga að og frá
landinu, sem áttu sér stað fyrir 1. desember,
en of seint er tilkynnt um, svo og vegna
flutninga milli sveitarfélaga. Þeir sem hafa
andast fyrir 1. desember eiga ekki að vera
með í mannfjöldatölunum.
Skráning hjúskaparstéttar í þjóðskrá á að
miðast við upplýsingar um hjónavígslur,
skilnaði að borði og sæng og lögskilnaði,
sem hafa orðið fram til 31. október næst á
undan. Hjúskaparslit sem verða við að maki
deyr miðast eftir framansögðu við breyting-
ar fram til loka nóvember, og sama á við um
það þegar hjón slíta samvistum með lög-
heimilsflutningi, sem tilkynntur er fyrir 1.
desember.
Við framreikning upphaflegramannfjölda-
talna 1. desember til ársloka er ekki tekið
tillit til fólksflutninga á tímabilinu, en tölur,
eftir fæðingarári, um lifandi fædda og dána,
gifta og fráskilda, frá því að íbúaskrár eru
unnar og fram til áramóta eru notaðar.
Breytingar frá upphaflegum tölum 1. des-
ember eru þær helstar, að börn á fyrsta ári eru
fulltalin og að skipting á hjúskaparstétt
breytist talsvert, einkum hjá fólki 15-29 ára,
endafellurríflega þriðjungur hjónavígslnaá
tvo síðustu mánuði ársins.
Skráning á trúfélagi eða ríkisfangi á að
miðast við breytingar sem hafa orðið fram að
1. desember.
L'mdæmi.
Frá því Hagstofan hóf birtingu árlegra
mannfjöldatalna, en hinar fyrstu eru fyrir
árið 1911, hafa þær byggst á skiptingu land-
sins í sveitarfélög og skipan þeirra í kaupstaði
og sýslur. Eftir að núgildandi skipan kjör-
dæma komst á 1959 eru þau einnig notuð í
mannfjöldaskýrslum.
Kjördæmin þykja að mörgu leyti heppileg
eining í töluskýrslum. Þau skipta landinu í
hæfdega mörg svæði til þess að hægt sé að fá
greinilegt yfirlit yfir landið og mismun milli
landshluta, og vegna þess að í hverju þeirra
býr nægilega margt fólk til þess að hægt sé að
birta ítarlega sundurliðun á því efni sem til
meðferðar er. Á þessu er sú undantekning að
grannsveitarfélög Reykjavíkur tilheyra
Reykjaneskjördæmi en þykja fremur vera
ein heild með Reykjavík hvað varðar búsetu,
atvinnu, samgöngur og margt fleira.
Fráogmeð 1961 tilheyrðuþvíKópavogur
og Seltjamames Reykjavíkursvæði í mann-
fjöldatöflum,en önnursveitarfélög íReykja-
neskjördæmi mynduðu landsvæðið Reykja-
nessvæði, og frá og með tölum ársins 1976
telst allt svæðið úr Hafnarfirði upp í Mos-
fellssveit til Höfuðborgarsvæðis, en Suður-
nes, Kjalames og Kjós mynduðu annað land-
svæði.