Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1988, Síða 125
Heimildir og hugtök
101*
í mannfjöldaskýrslum er yfirleitt notuð
skipting landsins í landsvæði, þó þannig að
grannsveitarfélög Reykjavíkureru sýnd sér-
staklega. Geta menn þá eftir þörfum lagt
tölur þeirra við tölur Reykjavíkur eða Suður-
nesja til þess að fá tölur fyrir Höfuðborgar-
svæði í heild eða Reykjaneskjördæmi.
Það er sérkenni þeirra skiptingar landsins
sem rakin er hér að ofan, að hún er bundin við
landfræðileg mörk sem breytast ekki, nema
þá sjaldan og með formlegum hætti. í mann-
fjöldaskýrslum eru íbúatölur einnig sýndar
eftir byggðarstigi og á einstökum stöðum í
þéttbýli og í strjálbýli. Það ereinkenni slíkrar
skiptingar að mörkin eru síbreytileg eftir því
sem staðir vaxa og land sem áður var strjálbýli
er tekið undir þéttbýli.
í fyrri mannfjöldaskýrslum hefur verið
sýndur mannfjöldi í læknishéruðum. Með
lögum nr. 56/1973 var ákveðin gjörbreytt
skipan læknishéraða, en hún skyldi þó ekki
koma til fullra framkvæmda fyrr en með
frekari ákvörðun Alþingis. Þar sem skipan
læknishéraða hefur verið með margs komar
hætti árin 1971 -80, og þar sem engar aðrar
mannfjöldaupplýsingar eru miðaðar við
læknishéruð, er tafla um mannfjölda í þeim
felld niður.
í öllum gömlum skýrslum um manntöl hér
á landi var skipting mannfjöldans eftir búsetu
byggð á sóknum. Prestar sáu um að telja
menn og gera um það skýrslu, hver í sínu
prestakalli, og voru þær grundvöllur að
töflugerðinni. Þaðerfyrstíhagskýrsluheftinu
um manntalið 1910 að sveitarfélög eru höfð
fyrir grunneiningar, og hefur því verið haldið
áfram í öllum manntalsskýrslum og einnig
mannfjöldaskýrslum Hagstofunnar, sem ná
frá 1911. í manntalsskýrslunum hefur jafn-
framtveriðsýndurmannfjöldinníþjóðkirkju-
sóknum, og svo var einnig í mannfjölda-
skýrslunum fram til 1950. Eftir 1950hefur
eina heimildin um mannfjölda í öllum
sóknum landsins verið manntalið 1960 (sjá
töflur 4 og 5 í hagskýrsluhefti II, 47). í
Mannfjöldaskýrslum árin 1961 -70 eru sýndar
í 5. yfirliti tölur um mannfjöldann í prófasts-
dæmum og prestaköllum 1. desember 1970.
I þjóðskránni, sem árlegar tölur Hagstof-
unnar um mannfjöldann byggjast á, hefur
ekki verið að fínna upplýsingar um það,
hvaða sókn hvert hús tilheyrði, nema í
Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og á Akur-
eyri. Eru tölur um skiptingu mannfjöldans á
sóknir á þessum stöðum tiltækar fyrir árin
1973-74 og 1976-80, svo og fyrir árin 1965
og 1970 hvað varðar Reykjavík.
Talsverðar breytingar hafa orðið á skipan
sókna, prestakalla og prófastsdæma síðan
1960. Með lögum nr. 35 9. maí 1970 breytt-
ust strax mörk prófastsdæma þar sem það átti
við, en þar sem mörk prestakalla áttu að
breytast hefur það beðið þess að þau losni og
skipað sé í þau á ný. Sóknamörk hafa einnig
breyst víða. í Reykjavík t.d. hafa orðið svo
miklar breytingar á sóknamörkum, að þær
tölur, sem tiltækar eru mega heita einskis
nýtar til þess að sýna mannfjöldaþróun á
einstökum svæðum innan borgarinnar. Betri
upplýsingar um hana er að finna í Arbók
Reykjavíkurborgar og vísast til hennar.
Þéttbýli og strjálbýli.
Fram til 1960 voru mörk þéttbýlis1 og
strjálbýlis sett við staði með 300 íþúa eða
fleiri. Var það gert með hliðsjón af sveitar-
stjómarlögunum frá 1905, en þau kváðu svo
á, að kauptún með a.m.k. 300 íbúagætu gerst
sérstök sveitarfélög.
Síðan 1960 fer skipting mannfjöldans í
þéttbýli og strjálbýli eftir sameiginlegri skýr-
greiningu, sem hagstofumar á Norðurlöndum
nota, en hún tekur aftur á móti mið af reglum
Sameinuðu þjóðanna. Er þá notuð sundur-
liðun ábyggðarstig, þ.e. flokkuneftiríbúatölu
staðar. Þegar skipt er í þéttbýli og strjálbýli
eru mörkin við 200 íbúa.
1. Almenn skilgreining á þéttbýli er eftirfarandi: Þéttbýlisstaður er húsaþyrping, þar sem ekki er lengra á milli húsa en 200
metrar. íbúar ekki færri en 25 og a.m.k. 2/3 þeirra séu taldir lifa af öðru en landbúnaði eða garðrækt. Þó teljast staðir, sem
einungis eru skólasetur, sjúkrahús eðaembættissetur ísveitahreppum til strjálbýlis, ef þar búa færri en 100 manns. Frá þessari
skilgreiningu hefur Hagstofan vikið í tveimur atriðum:
a. Allir fbúar kaupstaða teljast til þéttbýlis, enda þótt nokkurt strjálbýli sé innan marka sumra þeirra.
b. f hreppum teljast allir íbúar til þéttbýlis, ef íbúatala strjálbýlis þar samkvæmt almennu skilgreiningunni nær ekki 10% af
íbúatölu hreppsins. Ef fleiri en einn þéttbýlisstaður er í sama hreppi, telst strjálbýlið til þess staðar sem það er nær.