Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1988, Page 127
Heimildir og hugtök
103*
saman á sama þjóðskrárári og bamið fæðist.
íslenskir makar vamarliðsmanna og er-
lendra sendiráðsmanna koma í mannfjölda-
skýrslum í liðina „móðir með böm“, „faðir
með böm“, og „einhleypingar“.
Fæðingarland, ríkisfang.
Skráning fæðingarstaðar erlendis byggist
á framlögðu vottorði eða upplýsingum á til-
kynningu um aðsetursskipti við flutning til
landsins. Ætlast er til að hún miðist við ríkja-
skipan eins og hún er nú, en ýmislegt getur
orðið til þess, að villur séu í henni. Fram til
1963 var ekki greint milli Danmerkur, Fær-
eyja og Grænlands í þjóðskrá, og mun hluti
Færeyinga og Grænlendinga, sem fluttust til
landsins fyrir þann tíma ranglega talinn
fæddur í Danmörku. Fram til 1975 var ekki
greint á milli Austur- og Vestur-Þýskalands,
og er ekki enn unnt að birta aðskildar tölur
fyrir þau ríki.
Skráning ríkisfangs miðast við íslenskar
reglur, og er ekki tekið tillit til þess þó að
íslenskurríkisborgarikunnijafnframtaðeiga
ríkisfang í öðru landi samkvæmt þarlendum
regl um. Maður missir íslenskt ríkisfang öðlist
hann erlent ríkisfang fyrir eigin atbeina, en
ekki að öðrum kosti.
Aðsetur án lögheimilis.
Ár hvert eru nokkur þúsund manns með
skráð aðsetur annars staðaren á lögheimilis-
stað. (sjá „Staðsetning mannfjöldans“ hér á
undan). Töflur um slíka einstaklinga hafa
lítið verið birtar, en í 15. yfirliti er sýnd tala
þeirra eftir lögheimilis- og aðseturstað 1.
desember árhvert 1971-80 samkvæmt upp-
haflegum íbúaskrám.
Þess ber að geta að fram til 1971 voru
starfsmenn með aðsetur á Keflavíkurflugvelli
meðtaldir í 15. yfirliti. Sérstök skráning fór
þá fram þar á hverju hausti og starfsmenn
töldust hafa þar aðsetur á íbúaskrá, hvort
sem þeir dvöldust þar eða á lögheimili sínu.
í 15. yfirliti eru starfsmenn í öðrum vamar-
liðsstöðvum taldir með aðsetursfólki á
Keflavíkurflugvelli, en tala þeirra var lág
árið 1971. Ekki er unnt að lagfæra tölur um
aðsetur án lögheimilis með tilliti til oftal-
ningar, sem á sér stað á Reykjanes- og Reykja-
víkursvæði af þessum sökum.
Islendingar erlendis.
Þeir, sem faratil útlandatil atvinnudvalar,
flytja að jafnaði lögheimili sitt til viðkomandi
lands, en námsmenn halda yfirleitt lögheimili
sínu á Islandi. Þetta á þó ekki við þá, sem
hafa farið til náms á Norðurlöndum eftir að
samningur milli Norðurlanda um almanna-
skráningu kom til framkvæmda 1. október
1969. Til þess að komast á almannaskrá í
dvalarlandinu þurfa námsmenn héðan að
leggja fram samnorrænt flutningsvottorð, en
því fylgir brottfall af almannaskrá á íslandi.
Námsmenn á Norðurlöndum og skyldulið
hafa því bæst í hóp þeirra, sem teljast til
„íslendinga erlendis“ samkvæmt þjóðskrá.
íslenskt sendiráðsfólk erlendis og fylgdar-
lið þess heldur lögheimili sínu hér á landi.
Marga fyrirvara þarf að gera varðandi
tölur um íslendinga erlendis. Skulu hér á
eftir nefnd helstu frávik frá því, að þær svari
til upplýsinga úr manntölum annarra landa:
1. í tölumar vantar alla, sem fluttust til út-
landa 1952 eða fyrr og eru enn á lífi á
viðmiðunardegi. Árið 1980 eru liðin 28 ár
frá stofntíma þjóðskrár og hefur þá þessu
fólki fækkað mikið.
2. Það er undir hælinn lagt, hvort hingað
berst vitneskja um andlát Islendinga, sem
sest hafa að í útlöndum. Á það einkum við
um þá, sem tengjast fjölskylduböndum þar.
Mun nokkurrar oftalningar Islendinga er-
lendis gæta af þessum sökum.
3. Á tölu íslenskra ríkisborgara vantar
trúlega allstóran hluta bama, sem hafa fæðst
erlendis, en hafa íslenskt ríkisfang að
íslenskum lögum. Á þetta sérstaklega við
utan Norðurlanda og að einhverju leyti þar
líka, en þaðan berst þó nokkuð af tilkynning-
um um fæðingu barna með íslensku ríkis-
fangi.
4. íslendingar missa íslenskt ríkisfang, ef
þeir öðlast erlendan ríkisborgararétt vegna
eigin umsóknar. Tilkynningar um brey tt ríkis-
fang íslendinga eru sendar frá Danmörku og
Noregi, en koma að jafnaði ekki annars staðar
að. Munar trúlega allnokkru til oftalningar,
til dæmis í Svíþjóð og Bandaríkjunum.