Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1988, Qupperneq 128
104*
Mannfjöldaskýrslur 1971-80
Trúfélag.
í þjóðskráer skráð aðild að hverju trúfélagi
sem hefur hlotið löggildingu hér á landi, en
þeir sem teljast til ólöggiltra trúfélaga eða til
trúarbragða án trúfélags hér á landi, eða
upplýsingar vantar um, koma saman í einn
lið, „önnur trúfélög og ótilgreint“. Mikil
fjölgun íþessum lið 1978og 1979mun stafa
af að þá voru aðfluttir til landsins frá öðrum
löndum en Norðurlöndum taldir til ótilgreinds
trúfélags, ef upplýsingar um það vantaði á
aðseturstilkynningu. Aður hafði fólk verið
talið til þjóðkirkju eða kaþólsku kirkjunnar,
þegar svona stóð á, nema annað þætti senni-
legra, og sú regla tók aftur gildi 1980.
Utan trúfélaga teljast þeir, sem hafa skráð
sig svo. Nýfædd böm eru talin til trúfélags
móður, en trúfélagaskipti eru tilkynnt af ein-
staklingunum sjálfum.
FÓLKSFLUTNINGAR.
Migration.
Efniviður fóiksflutningaskýrslna.
Töflugerð um fólksflutninga innanlands
og á milli landa hófst árið 1961. Sam-
bærilegar eldri upplýsingar um þessi efni er
því aðeins að finna í Mannfjöldaskýrslum
1961-70 auk Hagtíðinda.
Töflur um fólksflutninga eru gerðar hvert
ár eftir upplýsingum um þá einstaklinga í
þjóðskrá, sem voru skráðir 1. desember fyrra
árs í ákveðnu sveitarfélagi, en flytja lögheim-
ili sitt þaðan á næstu 12 mánuðum. Þar við
bætast upplýsingar um einstaklinga, sem
fluttu til og frá landinu á sama 12 mánaða
tímabili. Ekki er talinn nemaeinn flutningur
lögheimilis hjá hverjum manni á ári, og
brottflutningsstaður er það sveitarfélag (eða
erlent land),þar sem hlutaðeigandi álögheim-
ili í lok tímabilsins, en aðflutningsstaður er
það sveitarfélag (eða erlent land), þar sem
hlutaðeigandi á lögheimili í lok tímabilsins.
Undanskildir eru flutningar bama á 1. ári
(hvergi í byrjun tímabilsins) og þeirra, sem
dóu fyrir lok tímabilsins. Þá er að nefna að
þeir, sem fluttu milli umdæma á tímabilinu,
en voru í lok þess komnir aftur til fyrra
umdæmis, eru ekki taldir til fluttra einstak-
linga. Að öllu jöfnu eiga fólksflutningar
þannig ekki við almanaksárið, heldur tíma-
bilið frá desemberbyrjun til nóvemberloka.
Menn eru skyldir til að tilkynna lögheim-
ilisflutninga jafnóðum og þeir eiga sér stað,
en nokkuð skortir enn á, að menn hlíti þeim
reglum, er hér gilda. Eru skýrslur um fólks-
flutninga því ekki eins nákvæmar og ella
væri. A þetta einkum við flutninga úr landi
(og að nokkru leyti til landsins), sem eru að
talsverðum hluta það seint upplýstir, að þeir
verðaekki taldirmeð flutningum viðkomandi
árs, heldur með flutningum næsta árs á eftir.
Flutningar innanlands koma hins vegar flest-
ir fram á sama ári og þeir eiga sér stað.
Þeir, sem fara til dvalar í annað sveitar-
félag eða annað land án þess að um sé að
ræða flutning lögheimilis til viðkomandi
staðar, teljast ekki „fluttir", og gildir einu,
hvort menn eru skyldaðir til að tilkynna
dvalarstað sinn, samkvæmt lögum um til-
kynningar aðsetursskipta.2
Þegar tölur um flutninga milli landa árin
fyrir 1969 eru athugaðar verður að hafa í
huga að námsmenn, sem fóru utan héldu
lögheimili sínu á Islandi og fengu þeir skráð
aðseturán lögheimilis ídvalarlandi sínu. Þar
af leiddi að þeir voru ekki taldir í töflum um
fólksflutninga, nema þeir flyttu lögheimili
sitt utan.
Þegar Island gerðist aðili að samningi
Norðurlanda um almannaskráningu (kom til
framkvæmda 1. okt. 1969), var einstakling-
ur, sem tekinn var á skrá í einu aðildarlandi,
felldur við það af almannaskrá í því landi,
sem hann fluttist frá.3
Þeir, sem faratil atvinnudvalarí útlöndum,
flytja yfirleitt lögheimili sitt til viðkomandi
lands og teljast þar af leiðandi í flutninga-
skýrslum, en íslenskt sendiráðsfólk erlendis
heldur aftur á móti lögheimili sínu á íslandi
og telst því ekki flutt til útlanda.
Útlendingar, sem koma til íslands til at-
vinnudvalar, teljast flytja lögheimili sitt
2. Breytingar á tölum töflu 1.13 um tvískráöa einstaklinga koma því ekki fram í töflum um fólksflutninga, nema því aðeins
að löghcimilisflutningur verði jafnframt.
3. Til skráningar á flutningum milli íslands og Norðurlanda eru notuð svokölluð samnorræn flutningsvottorð (sbr. B-deild
Stjómartíðinda, nr. 178/1969).