Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1988, Síða 129
Heimildir og hugtök
105*
hingað og koma í flutningaskýrslur ef þeir
eruhérnæstal.desembereftirkomu. Undan-
skildir þessu eru erlendir sendiráðsmenn og
vamarliðsmenn og fjölskyldur þeirra sem
teljast ekki eiga lögheimili hér á landi.4
Annars fer það að mestu eftir tilkynning-
um hlutaðeigenda, hvort þeir teljast fluttir og
koma þar með í flutningaskýrslur.
Aldur og hjúskaparstétt fólks í
flutningum.
Aldur er í töflum um flutninga miðaðar
við lok almanaksársins, sem þær eru kenndar
við. Því er t.d. aldur þeirra, sem töldust
fluttir á tímabilinu 2. desember 1970 til 1.
desember 1971 miðaðar við 31. desember
1971.
Hjúskaparstétt telst sú, sem er skráð í
íbúaskrá í lok flutningsársins. Þeir, sem
teljast vera íótilgreindri hjúskaparstétt, munu
einkum vera fólk, sem giftist til útlanda á
árinu, þannig að maki þess komi aldrei á
íbúaskrá hér á landi. Fær það þá hjúskapar-
tákn í þjóðskrá, sem er jafnframt notað um
ótilgreinda hjúskaparstétt.
Giftu fólki í flutningum er skipt í tvo hópa
eftir því hvort það er samvistum við maka
eða ekki. Þó að hjón, sem hafa ekki slitið
samvistum, skulu samkvæmt íslenskum
lögum hafa samalögheimili, kemur það fyrir
þegar annar makinn er erlendis, að aðeins
hinn makinn sé skráður hér á landi, og telur
þjóskráinhlutaðeigendurhafaslitiðsamvist-
um þótt svo sé ekki í raun.
Breytingar á flutningatíðni milli árabila
eru reiknaðar þannig, að fundið er hver margir
hefðu flust hvort fimm ára tímabil, ef tíðni
flutninga í hverjum 5 ára aldursflokki af
hvoru kyni væri heimfærð á staðalfólksfjölda,
en hann er meðaltal meðalmannfjölda hvors
tímabilsins.
Flutningar milli landa eftir löndum og
ríkisfangi.
Töflur um fólksflutninga á milli landa
voru fyrst gerðar árið 1961. Fyrir þann tíma
voru tölur um sama efni fundnar út sem
afgangsstærðir (nettó) en ekki byggðar á
sjálfstæðri skýrslugerð.
Greina má flutninga fólks milli landa í
þrennt:
1. Þeir, sem eiga lögheimili hér á landi
samkvæmt þjóðskrá 1. desember fyrra árs,
en erlendis samkvæmt þjóðskrá viðkomandi
ár.
2. Þeir, sem eiga lögheimili erlendis
samkvæmt þjóðskrá 1. desember fyrra árs,
en hér á landi samkvæmt þjóðskrá 1. des-
ember viðkomandi ár.
3. Þeir, sem eiga lögheimili hér á landi
samkvæmt þjóðskrá 1. desember viðkom-
andi ár, en hafa ekki verið í þjóðskrá hér áður
og teljast hafa átt heima í útlöndum áður en
þeir fluttust hingað.
Við samanburð á tölum um fólksflutninga
milli ára þarf að hafa eftirfarandi atriði í
huga:
Með brottfluttum 1961 munu vera taldir
margir, sem voru famir af landinu fyrr, en
vitneskja fékkst ekki fyrr en með manntalinu
1960. Einkum munu erlendir ríkisborgarar
vera taldir fleiri brottfluttir 1961 en raun-
verulega var.
Mikill aðflutningur erlendra ríkisborgara
1967 og 1974 stafar af komu manna vegna
starfa við virkjanaframkvæmdir.
Samningur Norðurlanda um almanna-
skráningu kom til framkvæmda 1. október
1969, en samkvæmt honum er sérhver ein-
staklingur, sem tekinn er á almannaskrá í
einu aðildarríki, um leið felldur af skrá í því
ríki, sem hann flytur frá. Aðflutningsríkið
hefur fullt úrskurðarvald um það, hvort
aðkominn einstaklingur skuli tekinn á al-
mannaskrá í því eða ekki. Þetta kerfi mun
hafa breytt litlu um talningu þeirra, sem fara
milli Norðurlanda til atvinnu en miklu um
talningu námsmanna.
Þeir sem fara utan til atvinnu um lengri
tíma, hafa fiestöll árin 1961-80 fiutt lög-
heimili sitt til viðkomandi lands. Þeir sem
fara utan til náms, halda yfirleitt lögheimili
sínu á Islandi, nema þeir, sem hafa farið til
náms einhvers hinna Norðurlandanna síðan
1. október 1969. Þeir hafa flutt lögheimili
sitt utan samkvæmt fyrr nefndum samningi.
Líklegt er, að tala fólks í flutningum að og frá
landinu sé nokkrum hundruðum hærri ár
4. Sama er að segja um útlendinga, sem ekki búa í landi en vinna á íslenskum fiskiskipum.