Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1988, Síða 133
Hcimildir og hugtök
109*
Miðtala fæðingarraðar segir hvar skipti á
milli fyrri og seinni helmings bamanna eftir
röð.
Ekki eru til staðar upplýsingar um
fæðingarröð hjá föður, því að um hana er
ekki spurt á eyðublaði fæðingarskýrslu.
Fæðingartíðni kvenna.
Tölur um fæðingartíðni kvenna eru
reiknaðar til þess að sýna í einni tölu hver
fæðingartíðni ársins eða tímabilsins er í raun
þegar sleppi áhrifum kyn- og aldursskiptin-
gar, en hún er breytileg frá einum tíma til
annars. Þærbyggjastáfæðingartíðniáhverju
aldursári kvenna, en hún er hlutfallið milli
lifandi fæddra kvenna á því aldursári.
Við útreikning á aldursbundinni fæðingar-
tíðni kvenna eru böm kvenna innan 20 ára
sett í hlutfall við konur 15-19 ára og böm
mæðra45 áraog eldri íhlutfall viðkonur45-
49 ára. Fyrr á tímum var bamsburðaraldur
miðaður við 15-49 ára aldur, en efra mark
hans hefur nú verið fært fram í samræmi við
reynslu síðustu áratugaog alþjóðlegarreglur
og er nú 15-44 ár.
Frá 1897 til 1955 er miðað við fjölda
kvenna við manntal, sem fellur á miðju hvers
tímabils, en síðan 1956 er miðað við meðal-
mannfjölda.
„Lifandi fædd böm á ævi hverrar konu“ er
heildartala lifandi fæddra sem konan eignast
á ævinni miðað við að hún lifi til loka
bamsburðaraldurs og að á hverju aldursári
gildi fyrir hana fæðingartíðni hvers aldurs-
árgangs á viðkomandi ári eða tímabili.
Fólksfjölgunarhlutfall brúttó er sú tala
dætra, sem 1.000 konur munu eignast á ævi
sinni. Þar sem skipting lifandi fæddra á kyn
eftir aldri móður er ekki fyrir hendi, er tala
lifandi fæddra bama á ævi hverrar konu
margfölduð með tölu meyja af þúsund lifandi
fæddum hverju sinni.
„Fólksfjölgunarhlutfall nettó“ sýnir tölu
dætra, sem 1.000 nýfæddar meyjar munu
eignast á ævi sinni, miðað við ríkjandi
fæðingartíðni og kynhlutföll lifandi fæddra,
og miðað við þær dánarlíkur, sem þær verða
að sæta frá fæðingu til loka bamsburðar-
aldurs. Fólksfjölgunarhlutfall nettó er því
brúttófólksfjölgunarhlutfallið margfaldað
með meðalhlutfalli eftirlifandi kvenna á
hverju 5 ára aldursskeiði. Tala þessi á að
sýna vaxtarmátt þjóðarinnar, því að eftir því
sem fólksfjölgunarhlutfallið er hærra eða
lægra en 1.000 ætti þjóðinni að fjölga eða
fækka með hverri kynslóð kvenna. Við
reikning á breytingu á aldursbundinni fæð-
ingartíðnikvennaeftirhjúskaparstétternotað
einfalt meðaltal meðalmannfjölda tveggja
viðkomandi tímabila, og er því ekki unnt að
nota tölur þess til að bera saman önnur tíma-
bil en hér eru sýnd.
Aldur feðra.
Töflur, sem sýna tölu lifandi fæddra bama
eftir aldri föður eru nokkuð gallaðar í eldri
mannfjöldaskýrslum vegna þess að
upplýsingar um aldur feðra skorti í 3-13%
tilvika. Frá og með árinu 1969 voru þessir
vankantar lagfærðir þannig að upplýsingar
um aldur feðra 1971-80 skortir aðeins óver-
ulega.
Þess ber að geta, að með bömum feðra á
ótilgreindum aldri teljast ófeðruð böm.
Talning þeirra féll niður frá 1956, en var
hafm á ný frá og með 1971.
Lengd hjónabands við fæðingu.
Töflur, er sýna tölu lifandi fæddra skilget-
inna bama ár hvert 1971-80 eftir lengd hjóna-
bands. Er þar um raunverulega lengd að
ræða, þar sem spurt er um hjónavígsludag
hjóna á fæðingarskýrslu (sbr. hins vegar það,
sem segir um lengd hjónabands við lögskilnað
hér fyrr í kaflanum). í 5-6% tilvika hefur
vantað upplýsingar um hjónavígsludag giftra
mæðra árin 1971 -80.
Börn fædd í óvígðri sambúð.
Böm teljast fædd í óvígðri sambúð ef
foreldrar eiga sameiginlegt lögheimili
samkvæmt íbúaskrá eða móðirin upplýsir
sama stað sem lögheimili þeirra beggja, þegar
fæðingarskýrsla er rituð, og skiptir þá ekki
máli, hvort foreldramir bjuggu í sama húsi
samkvæmt íbúaskrá 1. desember næst á