Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1988, Blaðsíða 134
110*
Mannfjöldaskýrslur 1971-80
undan. Þess vegna er ekki unnt að miða tölu
bama, sem fæðast í óvígðri sambúð, við
tölur um fólk í óvígðri sambúð (tafla 1.13),
enda stendur óvígð sambúð af þessu tagi oft
skamman tíma fram að hjónavígslu.
ÆTTLEIÐINGAR.
Adoptions.
Endaþótttöflugerð um ættleiðingarhefðist
frá og með árinu 1961 sýna töflur áranna
1971 -80 talsvert mikið af nýjum upplýsingum
um ættleidda, foreldraþeirraog ættleiðendur.
Dómsmálaráðuneytið veitir leyfi til
ættleiðinga og sendir um hvert þeirra skýrslu
til Hagstofunnar.
DÁNIR.
Deaths.
Dánir alls.
Prestar og safnaðarstjórar láta Hagstofunni
íté ánokkurramánaða fresti skýrslur um alla
dauðdaga í prestakallinu eða söfnuðinum,
og auk þess fara öll dánarvottorð um hendur
þeirra til Hagstofunnar. Lögum samkvæmt
má ekki gera útför manns, nema hlutað-
eigandi prestur eða safnaðarstjóri hafi áður
fengið í hendur dánarvottorð hins látna.
I meðferð Hagstofunnar ritar hún tákntölu
þeirrar dánarorsakar, sem tilgreind er á
dánarvottorðið. Eftir þetta eru allar mann-
dauðatöflur Mannfjöldaskýrslna gerðar á
grundvelli prestaskýrslna um látna, þar
meðtaldar töflur um dánarorsakir.
Skýrslur Hagstofunnar taka til íslenskra
og erlendra ríkisborgara, sem eiga lögheim-
ili á Islandi, hvort sem látið ber að hér á landi
eða erlendis. Hins vegar koma ekki með í
töflur þeir erlendir ríkisborgarar (og íslenskir
ef svo ber undir) sem deyja hér á landi en eiga
lögheimili erlendis, né heldur íslenskir ríkis-
borgarar sem eiga lögheimili erlendis og
deyja þar. Sem dæmi taka skýrslumar til
íslenskra sendiráðsstarfsmanna og fjöl-
skyldna þeirra en ekki til vamarliðsmanna
og fjölskyldna þeirra, né heldur til erlendra
sjómanna eða ferðamanna og annarra, sem
ekki eru á skrá hér á landi.
Er um að ræða fullkomin skil dánar-
skýrslna og dánarvottorða til Hagstofunnar,
þótt stundum verði nokkur dráttur á því, að
skil verði alger.
Heimili látinna og dánarstaöur.
Misbrestur getur orðið í réttri skráningu
lögheimilis í þeim tilvikum þar sem prestur
ritar á dánarskýrslu heimili hins látna án þess
að það sé síðan borið saman við þjóðskrá.
Yfirleitt munu flutningar fólks eftir færslu
síðustu íbúaskrár fyrir dánardag breyta litlu
um tölu dáinna eftir heimili, en hitt gæti
valdið skekkju í tölunum, að fjöldi fólks býr
t.d. áelli-oghjúkrunarheimilum íReykjavík
og öðrum bæjum, en telst hins vegar eiga
lögheimili þar sem það bjó áður.
Hjúskaparstétt látinna.
Hjúskaparstétt látinna telst vera sú, sem
prestur ritar á dánarskýrslu, og er ekki borin
saman við skráningu í þjóðskrá. Því má
búast við, að fráskilið fólk sé að einhverjum
hluta ranglega talið ógift eða ekkjufólk og þá
einkum þeir, sem eldri eru. í flokkuninni hér
er fólk, sem hefur slitið samvistum eða skilið
að borði og sæng, talið með áður giftum.
Vegna lágrar tölu mannsláta í yngstu
aldurshópunum verður að fara varlega með
túlkun á hlutföllum fyrir þá aldurshópa.
Svipað gildir reyndar einnig um allra elstu
árgangana, en þeir eru svo tiltölulega fámen-
nir að dánartíðni getur orðið misvísandi.
Dánarorsakir.
Skýrslum um dánarorsakir almennt var
byrjað að safna hér á landi árið 1911. í
Mannfjöldaskýrslum 1911-15 (Hagskýrslur
íslands nr. 24) er greinargerð um þá skýrslu-
söfnun, en hún hélst að formi til nær óbreytt
til ársloka 1950.
Töflur Mannfjöldaskýrslna 1941-50 um
dánarorsakir voru byggðar á alþjóðlegri
dánarmeinaskrá frá 1938 (s.k. 5. alþjóðlega
endurskoðun), en árin 1911-40 var notuð
íslensk skrá um dánarorsakir. Árið 1948 gaf