Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1988, Síða 136
112*
Mannfjöldaskýrslur 1971-80
áritunina og afla viðbótarupplýsinga frá
útgefendum vottorða þar sem þeirra kann að
veraþörf, t.d. varðandi niðurstöðurrannsókna
sem fara fram eftir að dánarvottorðið var
ritað.
Itarlegasta taflan um dánarorsakir í þessu
hefti sýnir flokkun samkvæmt 3ja tölustafa
aðalskránni, eftir kyni og aldri. í þessari
töflu eru einungis tilgreind þau dánarmein,
sem valdið hafa mannsláti á áratugnum 1971 -
80. Það skal þó tekið fram að þessi dánarmein
eru í reynd flokkar dánarorsaka, en hinar
eiginlegu dánarorsakir, eins og þær eru
skráðar á dánarvottorðum eru miklu fjöl-
breyttari en svo, að hægt sé að tilgreina þær
allar í töflum sem þessum.
Eins og sjá má eru í inngangskafla mann-
fjöldaskýrslna þrjár töflur um dánarorsakir á
tímabilinu 1911-1980. Stafarþettaafbreytin-
gum á flokkun dánarmeina og nýjum regl-
um, um hvað skuli skráð sem dánarmein,
þegar um er að ræða samverkandi sjúkdóma.
Mest var breytingin frá því sem var í Mann-
fjöldaskýrslum 1941-50 og fyrr. Auk þess
hafa dánarvottorð æ meir komið í stað
upplýsinga presta um dánarmein, og frá og
með 1951 eru raunar gefin út dánarvottorð
um öll mannslát, svo framarlegasem líkertil
staðar. Þá er og um að ræða vaxandi ná-
kvæmni við samningu dánarvottorða, þareð
læknir kemur nú orðið oftast við sögu bæði
fyrir og eftir andlát og krufningar eru orðnar
algengari. Þessu fylgir m.a. að nákvæmni
við greiningu dánarorsaka eykst en hluti
þeirra, sem deyja á stofnunum, sjúkrahúsum
og elliheimilum, hefur hækkað úr 65,8%
árin 1961-65 í 76,8% árin 1976-80.
DÁNAR- OG
ÆVILENGDARTÖFLUR.
Mortality and expectation ofiife. Life
tables.
Dánar- og ævilengdartöflur sýna líkumar
á því að karl eða kona á tilteknum aldri deyi
áeinuárabili.þ.e.ámillifæðingardagamiðað
við hverja 1.000 á lífi við upphaf hvers
aldursskeiðs. Þarsésteinnigtalaeftirlifenda
og dáinna á hverju aldursskeiði miðað við
100.000 lifandi fædda karla og konur, og að
auki má þar finna upplýsingar um ólifaða
meðalævi eins og hún telst vera á hverju
aldursskeiði.
Dánarlíkur segja til um hversu margir
muni að jafnaði deyja á aldursskeiði miðað
við hverja 1.000 á lífi við upphaf hvers
aldursskeiðs. Dánarlíkur, q, eru fundnar
með því að setj a töl u dáinna á hverj u aldursári
í hlutfall við tölu samsvarandi mannfjölda,
er hafði byrjað hvert aldursár, þannig:
Y M 1975-79 _ J)” 1976-80
^ x x
q 1976-80 _ ] _ ( _______________________________
im;975-79
M táknar mannfjölda í árslok (þ.e. í
ársbyrjun næsta ár), D” þá sem dóu áður en
þeir hefðu átt afmælisdag á árinu, D’ þá sem
dóu eftir að þeir áttu afmælisdag á árinu, og
x táknar aldursár. Dánarlíkur á 1. ári miðast
á sama hátt við samsvarandi tölur um lifandi
fædda.
Eftirlifendatala sýnir hvemig 100.000
lifandi fæddum sveinum og meyjum fækkar
með aldrinum, ef þau sæta sama manndauða
á hverju aldursskeiði hvert tímabil 1971-75
og 1976-80.
y M 1975*79 _ D” 1976-80
" 4X-1 X—1
Dánir á aldursskeiði sýnir tölu dáinna á
hverju aldursskeiði af 100.000 lifandi
fæddum sveinum og meyjum.
Olifuð ár á aldursskeiðinu sýnir reiknuð
ólifuð ár þeirra, sem eftirlifandi em við upphaf
aldursskeiðs, á því aldursskeiði. Erþámiðað
við, að dánir á hverju aldursári lifi að meðaltali
hálft hafið aldursár. Um dána á 1. ári getur
þetta ekki átt við, þar sem bamadauði er
langmestur fyrst eftir fæðingu. í staðinn er
reiknuð meðalævi þeirra, er deyja á 1. aldurs-