Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1988, Side 137
Heimildir og hugtök
113*
ári, eftir ítarlegum töflum um bamadauða
eftir aldri 1971-75 og 1976-80.
„Ólifuð ár á þessu og eftirfarandi
aldursskeiðum“ sýnir ólifuð ár samtals til
æviloka fyrir alla þá, sem eru á lífi við upphaf
aldursskeiðs.
Tölur um ólifaða meðalævi við upphaf
aldursárs eru fengnar með því að deila tölu
eftirlifenda við upphaf aldursskeiðs í tölu
ólifaðra ára alls.
FRAMREIKNINGUR
MANNFJÖLDANS 1985-2020.
Population projections 1985-2020.
Á íslandi var fyrst gerð skýrsla um
framreikning mannfjöldans árið 1961. Var
það vegna Framkvæmdaáætlunar ríkisins og
náði hún fyrst og fremst til áranna 1962-70,
en lengst til ársins 2000.8 Var hún byggð á
hreinum framreikningi eftir fæðingar- og
dánartíðni á árunum fyrir 1960 og átti
mannfjöldi á landinu samkvæmt því að vera
orðinn 279.000 árið 1985 og 374.000 árið
2000. Hefði það svarað til 2,1% fólks-
fjölgunar á ári frá 1985 til aldamóta.
í mannfjöldaskýrslum áranna 1961-70
studdist framreikningur mannfjöldans við
aldursskiptingu þjóðarinnar í árslok 1972.
Þrjár forsendur voru þá látnar haldast til loka
aldarinnar, þ.e. að dánarlíkur áranna 1966-
70 héldust óbreyttar, að aðflutningur og
brottflutningur af landinu vægju hvom ann-
an upp, og að kynhlutfall lifandi fæddra
bama væru 1.045 sveinar á móti hverjum
1.000 meyjum. Fjórða forsenda framreikn-
ingsins var fæðingartíðnin, en hún veldur
hvað mestri óvissu um væntanlega fólks-
fjölgun. Tvenns konar forsendur voru þá
gefnar um fæðingartíðni árin 1973-2000,
annars vegar að hún héldist óbreytt frá því,
sem hún var um 1972, og hins vegar að
fæðingartíðni færi jafnt og þétt minnkandi til
aldamóta. Ljóst erþó, að spár um minnkandi
fæðingartíðni á 8. áratugnum a.m.k. voru
mun hærri en raun bar vitni, sérstaklega á
árunum 1976-80. Það sem einkenndi hrað-
minnkandi fæðingartíðni þá var veruleg
lækkun hennar í aldurshópunum 15-24 ára
umfram aðra aldurshópa.
Nú síðast var lokið við gerð mann-
fjöldaspár árið 1985 á vegum Framkvæmda-
nefndar um framtíðarkönnun.9 í henni er
gerð nákvæm grein fyrir forsendum hennar
og er jafnframt unnið með þrenns konar
hraðastig breytinga: háspá, lágspá auk
aðalspár, sem er talin líklegasta þróunin.
Hér verða aðeins talin upp helstu atriðin í
forsendum þessararnýjumannfjöldaspár, en
að öðru leyti vísast til ofangreinds rit.
Sá þáttur mannfjöldaspár, sem minnst
óvissa er um, er mannslátin. Spáin gerir ráð
fyrir því að dánarlíkur minnki um 1 % á ári í
öllum aldurshópum, en það samsvarar því,
að meðalævin lengist um 1 ár á hverjum
áratug.
Þá hafa forsendur um brottflutta umfram
aðflutta ákvarðast svo, að til jafnaðar muni
flytjast af landi brott um 300 manns á ári
umfram þá, sem flytjast til landsins. Þá er
gert ráð fyrir því, að aldursskipting fólks í
flutningum verði sú sama og var árin 1979-
83.
Fæðingartíðnin er eins og áður mikill
óvissuþáttur. í aðalspá um mannfjölda er
miðað við það að bömum, sem hver kona
eignast á ævinni, fækki á 7 árum frá 1984 úr
2,08 í 1,70 árið 1991. Þessi forsenda er við
það miðuð, að á Islandi hefur tala barna, sem
hver kona eignast á ævinni lækkað um
helming á aldarfjórðungi. Hefur þróunin hér
á landi fylgt því, sem gerðist í Vestur-Evrópu,
nema að því leyti að hún verður nokkrum
árum seinna á Islandi en annars staðar. Um
1980 stöðvaðist lækkun fæðingartíðninnar
víða erlendis og breytist hún nú minna ár frá
ári. Talan yfir böm, sem hver kona eignast á
ævinni er á bilinu 1,3 til 1,7 í mörgum
Evrópulöndum.
í háspánni, sem svo er nefnd, er gert ráð
fyrir meiri fæðingartíðni en í aðalspá, og í
lágspá minni fæðingartíðni en er í aðalspá. I
hærra tilvikinu er hún höfð óbreytt frá því
stigi, sem hún var á 1984, þ.e. 2,05 böm á
hverja konu, allt tímabilið. Það er sú bama-
8. Um helstu niðurstöður þessara framreikninga má lesa á aðgengilegan átt í tveimur greinum eftir Guðjón Hansen í
Sveitarstjórnarmálum (18. árg., 1958, bls. 21-26) og Fjármálatíðindum (9. árg., 1962, bls. 31-35.
9. Mannfjöldaspáin birtist í ritinu Gróandi þjóölíf, sem er 1. sérrit nefndarinnar (útgefið 1987.)