Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1930, Síða 7

Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1930, Síða 7
Inngangur lntvoduction. 1. Almennar athugasemdir. Remarques préliminaires. Skýrslur um sakamál, lögreglumál og sáttamál hafa verið birlar síðan 1864. Þó hafa aldrei verið birtar skýrslur fyrir árin 1870—72 og fyrir árin 1874—77 aðeins um sáttamál. í C-deild Stjórnartíðinda 1887 bls. 44—46 hefur Arnljótur Ólafsson skrifað rækilega um það, hvenær fyrst var farið að heimta skýrslur um dómgæzluna hér á landi og um tilhögun skýrslnanna. Alla tíð síðan farið var að birta dómgæzluskýrsl- urnar og fram til 1918 hafa þær verið svo að segja alveg eins að efni til. En frá ársbyrjun 1919 var gerð á þeim gagnger breyting, þannig að bæði fengust nánari upplýsingar um þau efni, er áður voru gefnar skýrslur um, og ennfremur var farið að safna skýrslum um ýmislegt við- víkjandi réttarfarinu, sem áður höfðu ekki verið gefnar skýrslur um. 2. Sakamál Affaires criminelles. í töflu I (bls. 20—23) er yfirlit um sakamálsrannsóknir og sakamál árin 1919—25 í hverju lögsagnarumdæmi á landinu og á öllu landinu í heild sinni. Á þessum 7 árum hafa alls verið leiddar til lykta á öllu landinu 310 sakamálsrannsóknir eða að meðaltali 44.3 á ári, en upp hafa verið kveðnir 126 varðhaldsúrskurðir eða að meðaltali 18.0 á ári. Á þessum árum hafa verið höfðuð alls á öllu landinu 163 sakamál eða að meðaltali 23.3 á ári. Hefur því nálega helmingur sakamálsrannsókn- anna ekki leitt til málshöfðunar. Meginhlutinn af sakamálsrannsóknum og sakamálum kemur á Reykjavík. Þar hefur á þessum árum verið lokið við 208 sakamálsrannsóknir eða að meðaltali 29.7 á ári. Er það um 2/3 af öllum sakamálsrannsóknum á landinu. Svipað hlutfall er á milli varðhaldsúrskurða í Reykjavík og á landinu í heild sinni. Voru þeir 86 eða að meðaltali 12.3 á ári í Reykjavík á þessum árum. Aftur á móti hafa tiltölulega fleiri sakamálsrannsóknir leitt til málshöfðunar í Reykjavík

x

Hagskýrslur um dómsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um dómsmál
https://timarit.is/publication/1129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.