Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1930, Qupperneq 13
Dómsmálaskýrslur 1919 — 1925
11
Að meðtaldri ölvun nema því brot gegn áfengislöggjöfinni meir en helm-
ngi allra kærðra lögreglubrota. A þessum árum hafa önnur brot gegn
áfengislöggjöfinni heldur en ölvun verið tiltölulega tíðari utan Reykja-
víkur heldur en í Reykjavík. Onnur lögreglubrot en áfengisbrot skiftast
í fjölda af tegundum og er ekkert þeirra yfirgnæfandi. Hæst er röskun
á almennri reglu og öryggi og brot á brunamálalöggjöfinni (hvort um
6 V2 °/o af kærðum brotum), brot á lögum um bifreiðar (6 °/o), óskil á
skepnum (5 1/2 °/o) og landhelgisbrot (4 1/2 °/o). En töluvert mikið af lög-
reglubrotunum hefur verið ófullnægjandi tilgreint á skýrslunum, einkum
utan Reykjavíkur, og gerir það flokkaskiftinguna dálítið óábyggilega.
Sum af brotunum hafa aðeins verið kærð í Reykjavík, svo sem óskil á
skepnum, önnur næstum eingöngu þar, svo sem brot gegn brunamála-
löggjöfinni, og enn önnur mestmegnis, svo sem brot gegn lögum um
bifreiðar og umferðarreglum á vegum og brot gegn verzlunarlöggjöfinni.
Aftur á móti hafa sum brot verið tiltölulega tíðari utan Reykjavíkur, svo
sem landhelgisbrot og brot gegn öðrum veiðilögum, röskun á almennri
reglu og öryggi og brot gegn landbúnaðarlöggjöfinni.
4. Sáttamái.
Affaires traitées devant les commissions conciliatrices.
Fram að 1919 eru ekki til aðrar skýrslur um einkamál heldur en
um mál þau, sem komið hafa fyrir sáttanefndir. En það er aðeins
nokkur hluti einkamála, sem kemur fyrir sáttanefnd, því að í gestaréttar-
málum, sjódómsmálum 0. fl. leitar rétturinn sjálfur um sættir og víxilmál
þarf eigi að leggja til sátta.
Tala sáttamála hefur verið þessi að meðaltali árlega.
Þar af
Sáftamál alls Sæft eöa níöur fallin Úrslturöuö af sáttanefnd
1881 - 90 ............... 292.4 167.1 57.1 °,'o —
1891—1900 ............... 277.3 164.3 59.3 — —
1901- 10 ................ 460.o 243.6 52.9 —
1911 -20 ................ 430.3 202.0 46.9 — 4.7 l.l °/o
1921—25 ................. 586.0 199.6 34.1 — 20.8 3.5 -
Sáttamálum hefur yfirleitt fjölgað töluvert síðan fyrir aldamót. Að
árlega meðaltalið er hærra fyrir fyrsta áratug þessarar aldar heldur en
hinn næsta, stafar eingöngu af því, að við árslok 1910 komu fyrst til
greina fyrningarákvæði skuldafyrningarlaganna frá 1905. Varð því óvenju-
lega mikið um málssóknir þegar að þeim tíma leið, til þess að varna
fyrningu eldri skulda, og árið 1910 komst tala sáttamála upp í 1204 og