Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1930, Qupperneq 10
8
. Dómsmálaskýrslur 1919—1925
Fangelsi er langtíðasta refsingin og fer vaxandi móts við aðrar
refsingar. 1881 — 90 nam fangelsisrefsing 62 °/o af öllum refsingum, en
þetta hlutfall hefur farið síhækkandi og 1921—25 var það komið upp í
77 o/o. Síðan 1902 hefur enginn verið dæmdur til hirtingar.
Af þeim 207 manns, sem dæmdir voru til refsingar 1919—25 voru
95 dæmdir skilorðsbundnum dómi, samkv. heimild laga nr. 39, 1'6. nóv.
1907, þannig að fullnustugerð dómsins fellur alveg niður, ef dómfelldi
gerir sig ekki sekan að nýju í næstu 5 ár til þyngri refsingar en sekta.
Tíðastir eru slíkir skilorðsbundnir dómar þegar ræða er um þjófnað í 1.
sinn. Af 106 mönnum, sem dæmdir voru fyrir þjófnað í 1. sinn árin
1919—25, voru 71 dæmdir skilorðsbundnum dómi, eða hérumbil 2/3.
Af þeim, sem dæmdir voru til refsingar 1919—25, höfðu 172 ekki
verið dæmdir áður til refsingar, en 35 höfðu verið dæmdir áður. Af
þessum 35 voru allir, nema einn, dæmdir fyrir hagnaðarglæpi og 27 af
þeim voru dæmdir fyrir þjófnað.
í töflu II (bls. 24—26) eru nokkrar upplýsingar um aldur, hjúskapar-
stétt og atvinnustétt þeirra, sem dæmdir voru til refsingar 1919 — 25.
Hérumbil þriðjungur þeirra allra var á aldrinum 21—25 ára og fram-
undir 3M voru innan við þrítugsaldur. 161 voru ógiftir eða fram undir
4/s allra sakamannanna. Þar sem allur þorri sakamannanna eru ungir
menn, má búast við, að atvinnuskiftingin sé ekki vel ábyggileg.
3. Almenn lögreglumál.
Contraventions de simple police.
Tala ákærðra í almennum lögreglumálum hefur verið þessi árlega:
1881 —1890 meðaltal... 105.0 1921 .................. 477
1891 — 1900 — ... 170.5 1922 553
1901 — 1910 — ... 268.8 1923 700
1911—1920 — ... 302.o 1924 707
1921 — 1925 — ... 628.8 1925 707
Svo sem yfirlitið sýnir hefur talan hækkað mikið, enda er við því
að búast, því að Iögum og reglugerðum og lögreglusamþykktum hefur
fjölgað eða svið þeirra færst út með vexti bæjanna og breytingum at-
vinnulífsins. Það er þó langt frá því, að tölurnar sýni sífellda hreyfingu
upp á við, heldur ganga þær í bylgjum og árið 1919 verður stórt stökk
upp á við. Árin 1905—08 voru þannig ákærðir 346 á ári að meðaltali,
en 1909—18 aðeins 196, og árið 1918 jafnvel ekki nema 137, en árið
1919 hækkar talan allt í einu upp í 702 og 1920 upp í 778. Árið 1919