Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2008, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2008, Side 12
Neytendurmiðvikudagur 16. júlí 200812 Lof&Last n lofið fær gæðabón ehf. í Ármúla. viðskipta- vinur hringdi og hafði farið með bíl sinn í alþrif í gær. verkið reyndist mun meira en útlit var fyrir og því gerði hann ráð fyrir að greiða hærri upphæð en miðað var við upphaflega. Það reyndist ekki vera og fékk hann bílinn til baka, skínandi hreinan, fyrir afar sanngjarnt verð. n lastið fær Nóatún. Nóatún í Smáralind var með rýmingar- sölu um helgina og þar voru margir sem nýttu sér afslátt á þurrvörum. í ljós kom á laugardaginn að marg- ar vörur voru útrunnar. kvartað var til verslunarstjóra en samt sem áður var hægt að fylla heila innkaupakörfu af útrunnum vörum á mánudag. Sparaðu þér ferðina niður í bæ og sæktu um skattkort á netinu: Nýtt skattkort á skattur.is Margir sumarstarfsmenn kannast við það að vakna við þann vonda draum að hafa gleymt að skila inn skattkorti á nýja vinnu- staðinn. Þá er hægt að hringja á gamla vinnustaðinn til að láta póstsenda skattkortið á nýja vinnustaðinn. Ef skattkortið er týnt þarftu að sjálfsögðu að fá nýtt. Áður þurfti maður að sækja nýtt til Skattstofunnar eða Ríkisskatt- stjóra. Núna geturðu sótt um nýtt skattkort á skattur.is. Á vefnum skráir þú inn kenni- tölu og setur inn vefpóst og vel- ur hvort þú viljir skipta prósentu skattkortsins. Einnig þarf að greina frá því hvort það hafi verið notað síðasta ár. Að því loknu er hægt að velja hvort þú fáir það sent heim eða bara beint til vinnuveit- anda þíns. Þetta er ótrúlega góð og fljótleg leið til að fá nýtt skatt- kort og aðeins tekur tvo daga að fá það sent heim eða í vinnuna. Með þessu spararðu tíma og peninga, sparar bensín og þarft ekki að borga í stöðumæli. Þú þarft heldur ekki að fara úr vinnunni. Gullinbrú 176,80 194,80 Bensín dísel Bíldshöfða 175,20 192,70 Bensín dísel Bústaðavegi 176,40 194,30 Bensín dísel Miklubraut 175,10 192,60 Bensín dísel Grafarholti 175,20 192,70 Bensín dísel Fellsmúla 175,20 192,70 Bensín dísel Lækjargötu 176,80 194,80 Bensín díselel d sn ey t i Öll olíufyrirtækin bjóða upp á sams konar afslætti fyrir almenning. Ekki fékkst upp- gefið hvað sérafslættir til einstaklinga og fyrirtækja eru háir. Dælulykla er að fá hjá öllum olíufyrirtækjum. FÁÐU AFSLÁTT AF BENSÍNINUÓdýrast í sund í Hveragerðigerð var verðkönnun á því hvað kostar í sund fyrir einn fullorðinn. Nú eru margir að ferðast um landið og forvitnilegt er að sjá hvað kostar í sund annars staðar en í sundlaug- um íTr. af þeim stöðum sem voru skoðaðir var ódýrast í sund í Hveragerði. Öll olíufélögin gefa afslátt af bens- íninu en maður þarf að bera sig eft- ir því. DV leitaði eftir upplýsingum um það hvaða fyrirtæki og einstakl- ingar fengju sérafslætti en ekkert olíufélaganna vildi gefa það upp. Þó er víst að stór hópur fyrirtækja og einstaklinga fær bensínið á betri kjörum en almenningur. Vildarpunktar og aukakrónur Olís er með ÓB á sínum snærum og þar er hægt að fá ÓB lykil sem veitir 2 krónu afslátt á lítrann. „Að auki er hægt að safna vildarpunkt- um, við bjóðum upp á tvö vildar- kerfi með ÓB, í fyrsta lagi er hægt að tengja lykilinn við Visa-vildar- kort og þannig við vildarpunkta Ice- landair en til þess að safna þeim vildarpunktum þarft þú að vera meðlimur í vildarklúbbi Icelandair,“ segir Sigurður Pálsson, markaðs- stjóri Olís. „Í öðru lagi er hægt að tengja lyk- ilinn við Saga-kortið og þá ertu að fá 1,5 prósent af upphæðinni til við- bótar í formi vildarpunkta. Auka- krónukerfi Landsbankans gefur líka út svokölluð kredikort sem heita aukakrónukreditkort. Með því vild- arkerfi er hægt að nota aukakrónur til að kaupa eldsneyti því aukakrón- urnar safnast upp á debetkortið,“ segir Sigurður. ÓB frelsi er fyrirfram- greitt kort og hægt er að leggja inn á það í gegnum heimabankann til að fá 3 krónu afslátt. Sigurður segir að mörg fyrirtæki séu með aukaafslátt af bensíni. „Ég hef ekki hugmynd um hvað þau eru mörg. Sérafslættir til fyrirtækja eru mjög mismunandi og það er trúnaðarmál hversu háir afslættir þetta eru,“ segir Sigurður. Fyrstir með dælulykil Atlantsolía var fyrsta olíufyr- irtækið á Íslandi sem bauð upp á dælulykla en það var 1. desember árið 2005. í desember síðastliðnum hækkaði Atlantsolía afsláttinn upp í tvær krónur. „Þeir sem eru í FÍB fá 3 króna afslátt með dælulyklinum,“ segir Hugi Hreiðarsson, markaðs- stjóri Atlantsolíu. „Það fylgja margir skemmtilegir kostir þessum dælu- lyklum, þú getur læst lyklunum fyrir bensín eða dísil, þannig að þú dælir ekki óvart röngu eldsneyti á bílinn. Við erum eina olíufyrirtækið í Evr- ópu sem býður upp á slíkt. Á hverj- um degi lendir einn einstaklingur í því að dæla röngu eldsneyti á bílinn og það getur kostað frá 12 til 15 þús- und krónum. Þetta er gríðarlegt ör- yggi og getur sparað tugi til hundr- uð þúsunda. Að auki færðu kvittun í tölvupósti þegar þú notar lykilinn og er það gott aðhald til að sjá hvað þú ert að nota mikið,“ segir Hugi. Hvenær hækkar afslátturinn? Aðspurður af hverju afsláttur- inn hækki ekki í takt við hækkun á bensínverði segir Hugi að hækkan- ir á álagningu séu ekki prósentuleg- ar samanborið við hækkanir á inn- kaupsverði. „Ef við ættum að hækka álagninguna samhliða hækkunum á innkaupsverði væri innkaups- verðið ansi mörgum krónum hærra en það er í dag. Þannig hækkar af- slátturinn ekki samhliða því sem verðið hækkar,“ segir Hugi. Sérafsláttur er matsatriði Skeljungur er með staðgreiðslu- kort sem gefur tveggja krónu afslátt. Orkan er með svokallað frelsi en það veitir þrjár krónur í afslátt. Lúð- vík Björgvinsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækjasviðs Skeljungs, segir að sérafslættir fyrir fyrirtæki og einstaklinga séu metnir í hvert og eitt skipti eftir umfangi. „Það er allur gangur á því hvernig afslætt- irnir eru, en einn af þeim hóp- um sem fær aukaafslátt eru starfs- mannafélög,“ segir Lúðvík. Að auki eru veittir punktar á vildarkort eða þeir nýttir til að leysa út ferðir hjá Icelandair. N1 og Egó eru með mjög svipaða afslætti og hin olíufélögin. Sundlaugar sundlaugar Ítr 360 sundlaugin akureyri 370 sundlaug Egilsstaða 350 sundlaugin Laugaskarði (Hveragerði) 270 sundlaugin suðureyri 370 sundlaug tálknafjarðar 300 sundhöllin á Ísafirði 370 Mælir eindregið Með Sólon „Ég mæli eindregið með Sólon í hádeg- inu,“ segir auðunn Blöndal sjónvarps- maður. „Ég hef farið reglulega í tvö ár og þar er alltaf jafn gott að borða og þar er æðislega góð þjónusta. Ég ætla að halda áfram að fá mér að borða þar í hádeginu, það er ekki spurning,“ segir auðunn. neytendur@dv.is umSjóN: ÁSTrúN FriðBjÖrNSdóTTir Neytendur Skattkort Á þessari vefsíðu getur þú sótt um nýtt skattkort. áStrún FriðbjörnSdóttir blaðamaður skrifar: astrun@dv.is neytandinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.