Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2008, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2008, Page 28
Fókus Benni Hemm Hemm er tónlist- armaður sem kom inn í íslenskt tónlistarlíf af miklum krafti árið 2005. Síðan þá hefur hann verið duglegur að búa til tónlist og flytja með blásarasveit sinni. Murta St. Calunga er fjórða skífa Benedikts H. Hermannssonar sem leikur sem fyrr á gítar og syngur í nokkrum lag- anna. Sjálfur á hann flest laga og texta á nýju skífunni ef frá eru tal- in lögin Early Morning sem er eftir Gordon Lightfoot og Whaling in the North Atlantic sem er eftir Benna ásamt Guðmundi Thoroddsen. Hljómur plötunnar er eins og mað- ur sé í ferðalagi sem er einmitt þema hennar. Hljómsveitin leikur þétt og hljómurinn er ríkur enda hljóðfæra- leikararnir margir og góðir. Fyrsta lagið er hið stórgóða Beethoven í Kaupmannahöfn. Lag- ið byrjar hægt og heldur manni uppteknum við hlustun á meðan spennan magnast smám saman upp. Það er vel við hæfi að Kaup- mannahöfn komi fyrir í titlinum því stemningin er einhver blanda af sumri, skrúðgöngu og tívolíi. Lagið er svo skemmtilega jákvætt að eftir- væntingin eftir fram- haldinu verður nærri áþreifanleg. Lögin Whaling in the North Atlantic og Veiði- ljóð halda spenn- unni áfram og eru skemmtileg áheyrn- ar. Þá fer að harðna á dalnum. Fjórða lagið er svo líkt hinum fyrri að saman virkar tónlistin dálítið mónótónísk, hljómurinn er stöðugt sá sami og það vantar áþreifanlega upp á fjölbreytnina. Eftirvæntingin sem platan setti í upphafi slokknar smátt og smátt þegar líður á og ró- legri lögin taka yfir. Sem söngvari hefur Benni mjög þægilegan hljóm, ekki ósvipaðan og Svavar Knútur í hljómsveitinni Hraun sem heyrist best í lögunum Allt sem það fer og Riotmand. Það væri auðvelt að rugla þeim tveim- ur saman, kannski líka vegna hljómsins í tónlistinni. Benni syngur laglínurnar áreynslulaust og fal- lega en stundum full- kæruleysislega fyrir minn smekk. Tónlist- in skipar meiri sess en textarnir sem eru oft dálítið innihalds- lausir eða í það minnsta torskildir. Það breytist þó í laginu Murta & El Paso þar sem textinn gefur laginu aukið vægi sem er góð tilbreyting og hefði verið gaman að sjá oftar. Tón- listin er vissulega myndræn ein og sér en heldur manni ekki föngnum þegar textarnir styðja ekki við bakið á henni. Sem fyrr er hljómurinn hans Benna Hemm Hemm notalegur og vekur vellíðan og þrá eftir einhverju fallegu. Þeir sem eru ekki einlægir aðdáendur tónlistarinnar gætu átt erfitt með að njóta plötunnar í heild sinni vegna síendurtekinna stefa sem gera hana svolítið mónótón- íska. Það verður samt ekki frá henni tekið að Benni nær sannarlega að skilja eitthvað eftir sig hjá öllum hlustendum með laginu Beethoven í Kaupmannahöfn, það á eftir að lifa góðu lífi á næstu árum. Lilja Guðmundsdóttir MIÐVIKUDAGUR 16. júlí 200828 Útgáfutónleikar á Organ Hljómsveitin Groundfloor heldur tónleika á orGan í kvöld til að fagna útkomu fyrstu plötu sveitarinnar, Bones. Groundfloor var stofnuð fyrir fjórum árum af þeim Ólafi TÓmasi GuðbjarTssyni og Haraldi ÆGi Guðmundssyni en söngkonan Harpa ÞorvaldsdÓTTir hefur ósjaldan komið fram með hljómsveitinni ásamt fleiri tónlistarmönnum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Mónótónísk Með falleguM hljóMi rokkaður djass í ráðhúsinu Skver-kvartettinn heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld klukk- an 20. Á efnisskránni er frumsamin tónlist eftir meðlimi hljómsveitar- innar en tónlistarstefna kvartetts- ins er í rótina djass með áhrifum víðs vegar að, þar á meðal í rokki og poppi samtímans. Kvartettinn er einn af skapandi sumarstarfshópum Hins hússins þetta sumarið en hann er skipaður Helga Rúnari Heiðars- syni á saxófón, Höskuldi Eiríks- syni á slagverk, Leifi Gunnarssyni á kontrabassa og Steinari Guðjóns- syni á gítar. Handritið komið í hús Handritið að nýjustu bók Christoph- ers Paolini í Eragon-bókaflokknum barst Forlaginu, útgefanda bókanna hér á landi, á dögunum. Guðni Kol- beinsson þýðandi er kominn með handritið í hendur en hann hefur séð um að koma hinum tveimur bókunum yfir á íslensku. Bókin, sem heitir Brisingr en það þýðir eldur á fornu tungumáli álfanna frá Alagaesia, kemur út í haust. Mikil leynd hvílir yfir textanum. Áður en bókin kemur út í Bandaríkjunum mega til að mynda einungis fimm starfsmenn Forlagsins lesa textann. Eragon hefur verið þýdd á fimmtíu tungumál og samanlagt hafa bæk- urnar tvær selst í yfir 12,5 milljón eintökum. fókusað á fornleifar Sigurlaugur Ingólfsson frá Minja- safni Reykjavíkur leiðir göngu um miðbæ Reykjavíkur annað kvöld sem er hluti af hinum svokölluðu Kvöldgöngum í Kvosinni. Áhersla verður lögð á að kynna elstu fornleifar borgarinnar, það er að segja frá landnámsöld. Að venju hefst kvöldgangan klukkan 20 og er lagt af stað úr Grófinni milli Tryggvagötu 15 og 17. Allir vel- komnir og þátttaka ókeypis. Mikið, blóðugt, sæðis- og saur- blandað vatn hefur runnið til sjávar síðan Hugleikur Dagsson, mynda- söguhöfundur og leikskáld með meiru, hóf að hefta saman teikni- myndasögur sínar fyrir nokkrum árum og selja þær á götum úti og í Nexus. Telst mér til að nýjasta bók Hugleiks, Ókei bæ tvö, sé níunda bók hans á íslensku og að þrjár bækur eftir hann hafi komið út á ensku. Þá eru ónefnd þrjú leikrit. Ókei bæ tvö sver sig algjörlega í ætt við fyrri bækur Hugleiks. Teikn- ingarnar eru einfaldar, svarthvítar, persónurnar í örlítið „advanced“ Óla-prik-lúkki og neðanbeltishúm- orinn og gróteskan áberandi. Mið- að við fyrstu bækurnar virðist of- beldið þó á undanhaldi. Til marks um það sé ég ekki betur en einung- is einn karakter sé drepinn í þess- ari nýju bók. Barsmíðar og andlegt ofbeldi er þó vissulega að finna á blaðsíðunum. Nýtt af nálinni er hins vegar snúningur sem Hug- leikur tekur á þrautum barnablaða og draumráðningum og gjörsam- lega tilgangslausum brandarasíð- um vikublaða. Myndin sem birt er af húðflúri augljóss aðdáanda Hugleiks er svo óneit- anlega nýjung. Húmor Hugleiks er flugbeittur sem aldrei fyrr. Manni liggur við að segja að það sé hreint með ólík- indum hvað maðurinn hittir oft beint í mark í fyndninni í sínum einföldu rissum og talbelgjatext- um. Sem fyrr deilir Hugleikur líka á hitt og þetta, til dæmis væga dóma yfir kynferðisbrotamönnum, inni- haldslausar umræður spjallþátta og fólk sem slekkur ekki á síman- um sínum í bíó. Þessi önnur bók í Ókei bæ-bálknum (fyrirheit eru gefin um fleiri rit undir sama nafni í lok bókar og aftan á henni) er mun betri en fyrsta bókin. Sú bar augljósan keim af því að afgöngum af vinnu höf- undarins undanfarin misseri og ár hafi verið safnað saman í eina bók, og eru raunar ártöl við sumar sagnanna þar því til staðfestingar. Þessi nýjasta afurð Hugleiks sýnir á hinn bóginn að sú húmormúsa sem hann hefur lagt lag sitt við er enn gjöful, góð og gild. Kristján Hrafn Guðmundsson Meira en ókei bókadómur ÓKeI Bæ TVö HHHHH HöfUnDUR: Hugleikur Dagsson úTGefAnDI: jPV útgáfa plötudómur MURTA ST. CAlUnGA HHHHH HöfUnDUR: Benni Hemm Hemm á M i ð v i k u d e g i Benedikt H. Hermannsson falleg plata en einhæf á köflum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.