Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2008, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2008, Qupperneq 30
miðvikudagur 16. júlí 200830 Edda Björgvins skipuleggur 90 ára afmæli Bifrastar: „Þetta er dagur að mínu skapi, enda skipulagði ég hann,“ seg- ir leikkonan Edda Björgvinsdóttir sem á veg og vanda af fjölskyldu- dagskrá á Bifröst á föstudaginn, en skólinn fagnar 90 ára afmæli sínu um þessar mundir. „Ég ráðlegg öll- um að skella sér út úr bænum og njóta dagsins með fjölskyldunni,“ segir Edda sem er meistaranemi í mennta- og menningarstjórnun við háskólann. Hátíðarhöldin eru opin öllum og hefjast klukkan 11.00 og standa til 16.00. Gamlir Bifrestingar eru þó sérstaklega hvattir til að heim- sækja gamlar slóðir. „Hér verður ýmislegt í gangi fyrir alla fjölskyld- una. Til að mynda útimarkaður sem selur varning frá svæðinu hér í kring, ratleikur, gönguferðir og happdrætti. Auk þess fáum við til okkar leikhópa og leyfum börnun- um að fá útrás í listasmiðjum,“ seg- ir Edda. Tónlist skipar veigamikinn sess á dagskránni en óperusöngkonan Sigríður Aðalsteinsdóttir og Anna Kristín Einarsdóttir flautuleikari eru meðal þeirra sem koma fram. Sérstakt Bifrastarlag verður frum- flutt en það er Jóhann G. Jóhanns- son sem á heiðurinn af laginu og Jónas Friðrik Guðnason semur textann. „Lagið verður flutt klukk- an 15.00 af átta stæðilegum karl- mönnum sem kalla sig Voces Mas- culorum, þetta verður örugglega einn af hápunktum dagsins,“ seg- ir Edda og hlær en lagið fjallar um þá náttúruparadís sem skólinn er hluti af. Öll dagskráin er flutt og skipu- lögð af núverandi og fyrrver- andi nemendum skólans sem eru 3.300 í heildina. Núverandi nemendur bregða sér í hlutverk fyrstu nemenda skólans og stíga á svið og rifja upp baráttumál þess tíma. „Þetta er dagur að mínu skapi“ Síðast en ekki síst Sandkorn n Reyðarfjarðarklíkan, eins og hún er kölluð, með sjónvarps- manninn Helga Seljan í far- arbroddi, heldur áfram að stækka. Á Facebook er síða til- einkuð 730 Reyðar- firði. Bald- ur Beck íþróttafréttamaður sem og Einar Ágúst Víðisson eru meðlimir klíkunnar ásamt Helga Seljan og öðru góðu fólki að austan. Sá eini sem vantaði var Andri Freyr Við- arsson útvarpsmaður en kappinn var ekki kominn með Facebook-síðu. Í dag er Andri kominn á Facebook. Ætli stór- vinur hans Helgi Seljan hafi ekki sannfært vin sinn um að gerast meðlimur og er Andri nú orðinn stoltur meðlimur í Reyðarfjarðarklíkunni. n Rokkstjarnan Ragnar Zol- berg og forsprakki sveitar- innar Sign er nú staddur í fríi ásamt unnustu sinni Sóleyju Ástudóttur. Sóley rekur EMM School of Make up og er einn eftirsóttasti förðunameist- ari landsins. Sóley og Ragnar skelltu sér í sumarfrí til Sví- þjóðar ásamt börnum hennar tveimur. Hljómsveitin Sign hefur verið á heljarinnar tón- leikarferðalagi um Bretland að kynna nýjustu breiðskífu sína sem kom út þar í landi ekki alls fyrir löngu. Hvíldin er þar af leiðandi vel þegin. n Curver komst í hann krapp- an þegar hann var að spila á listahátíðinni LungA á Seyð- isfirði á mánudag. Curver var að spila í félagsheim- ilinu Herðu- breið þegar snúra sem var tengd í hljóðfæri hans flækt- ist í tjaldi nokkru sem var verið að draga upp. Snúran flæktist þá líka um fót hans. Það reyndi á snögg viðbrögð Curvers sem náði að koma í veg fyrir slys þegar hann brást við eins og köttur. Hver er konan? „Hera Hjartardóttir, 25 ára og er fædd 1. apríl og er tónlistarmaður.“ Hvað drífur þig áfram í hversdeginum? „Að vera til. Það er æðislegt að vera að gera það sem ég elska mest í líf- inu og að vera í kringum fólk sem mér þykir vænt um.“ Hver er helstu áhugamálin? „Fyrir utan tónlistina prjóna ég voða mikið og hekla. Ég er smá tölvu- og tækjanörd. Ég er líka smá bókanörd, safna bókum og les rosa- lega mikið.“ Átt þú fyrirmynd í lífinu? „Þær eru svo margar en fyrirmynd- in mín er þó aðallega amma mín, hún Bára Björnsdóttir. Hún kenndi mér allt sem ég kann í hannyrðum. Hún var með ofboðslega gott lífs- viðhorf og alltaf góð við alla.“ Hver er þinn helsti hæfileiki? „Söngurinn og hannyrðirnar. Ég teikna og mála. Mér finnst allt skemmtilegt sem ég get gert í höndunum og finnst voða gaman að búa eitthvað til.“ Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? „Ég er að spila í öllu sumarfríinu mínu. Ég verð að spila um hverja einustu helgi á meðan ég er á Ís- landi. Ég ætla að framlengja ferð- ina og vera eina aukaviku og vera í Reykjavík. Ég ætla að reyna að halda eina tónleika í Reykjavík líka.“ Hvernig er að eiga heima í tveimur löndum? „Það er gott en samt mjög erfitt. Þetta eru þrjátíu tímar í lofti á milli staðanna. Það er frekar erfitt að stoppa stutt. Þetta er stysta stopp sem ég hef tekið undanfarin sex ár og lengsta fjarveran frá Íslandi.“ Hvað er líkt með Íslandi og Nýja-Sjálandi? „Það er rosalega mikil virkni í land- inu og ofboðslega gott tært vatn úr krananum. Í Nýja-Sjálandi er mikið um lambakjöt, þeir segja að það sé eins og það íslenska. Ég veit það nú ekki alveg en hvort tveggja er rosa- lega gott. Það er líka margt sem er akkúrat öfugt. Það sem ég tel sér- stakast er að svanirnir eru svartir. Þegar ég var lítil var ég viss um að fuglarnir flygju á hvolfi því þetta er hinum megin á hnettinum.“ Hvað tekur langan tíma að mála á þér andlitið? „Það tekur um fjórar til fimm mín- útur í mesta lagi. Ég er búin að gera þetta svo lengi.“ Hvenær byrjaðir þú að mála þig? „Ég hef alltaf málað mig frá því ég man eftir mér með líkamsmálningu með alls konar skrauti. Ég byrjaði að mála mig löngu áður ég fór að mála mig í tengslum við tónlistina. Þetta er innblásið af Maori Moko sem er hefðbundin stríðsmálning og keltneskri stríðsmálningu. Því er þetta fyrir mig Ísland og Nýja-Sjá- land. Þetta er svona blanda sem ég geri fyrir sjálfa mig. Þetta er hvorki hefðbundið á Nýja-Sjálandi né Ís- landi. Þetta er aldrei eins, þetta fer eftir því hvernig mér líður.“ Hvenær er von á næstu plötu frá þér? „Ég tók upp plötu 16. maí á tónleik- um. Ég er að kynna hana á túrnum núna um landið. Svo fer hún í ein- hverja dreifingu eftir það.“ Hvað er fram undan hjá þér? „Það er túrinn um Ísland. Ég verð með þrettán tónleika úti á landi og svo verða tónleikar í Reykjavík áður en ég fer. Svo fer ég að spila á hátíð á Nýja-Sjálandi í lok september. Sú há- tíð er haldin til að halda upp á að það sé komið vor, blóm á öllum trjánum og rosagóð lykt. Ég slepp eiginlega við allan veturinn á Nýja-Sjálandi og því fæ ég mitt sumar hér og úti.“ MAÐUR DAGSINS Myndarleg í höndunuM Hera Hjartardóttir söngkona hefur verið búsett á Nýja-Sjálandi í þrettán ár. Nú um helgina hefur hún tónleikaferð um ísland en hún er að kynna nýju plötuna sína, live at al’s. Hún mun halda þrettán tónleika úti á landi og síðan í reykjavík áður en hún fer aftur út. BókStAfleGA „Ég hef ekki heyrt í nein- um úr flokkn- um, ég heyrði sein- ast í þeim í mars. Þá reyndi ég að ná tali af ein- hverjum sem væri inni í utanríkismálunum.“ n Paul ramses um félaga sína í Framsóknarflokknum. - dv „Þegar ég var á sjöundu og var að stilla mér upp við boltann kom eitt- hvað fljúgandi í áttina til mín og það fór alveg við kylfuna. Þegar ég tók það upp sá ég að það var fjögurra sentímetra grásleppuseiði.“ n Halldór Bragason tónlistarmaður um fiskinn sem hann fékk á meistaramóti Nesklúbbsins í golfi um helgina. - dv „Það er alltaf eitthvað félag sem ríður á vaðið og hækkar verðið. Yfir- leitt hefur það verið N1 en núna upp á síðkastið hafa Shell og Olís tekið frumkvæðið. Ef sá sem ríður á vaðið fer of hátt, mið- að við það sem önnur olíufélög telja nauð- synlegt, hrekk- ur það alltaf til baka hjá þeim sem stimplaði inn of hátt verð upphaflega.“ n jóhannes gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um bensín- hækkunina í fyrradag. - dv „Þetta er mjög hresst lag og mikið sumar í því. Við ætlum að taka við af Bahama.“ n Haukur Heiðars, söngvari hljómsveitarinnar diktu, sem ætlar að gefa út nýtt lag á næstunni. lagið Bahama hefur setið á toppi íslenska vinsældalistans í allt sumar. - 24 stundir „Við erum alltaf að fara að gera þetta eftir tvo mán- uði. Hann er alltaf „alveg að verða bú- inn að klippa hana“.“ n mugison um myndina On the road í leikstjórn Walters Salles. Tvö ár eru síðan tilkynnt var að mugison myndi semja tónlist fyrir myndina en klippivinnan hjá Salles hefur dregist á langinn. - Fréttablaðið „Ég byrjaði á föstu og þá fór mér að ganga svona vel. Ég sé eftir því að hafa ekki fundið þessa stelpu þegar ég var 18 ára.“ n Elías ingi Árnason, útvarpsmaður á Fm957 og leikmaður ír í 2. deild, um ástæðu þess að hann skorar og skorar með liðinu. Skipuleggur hátíðarhöldin Edda Björgvinsdóttir er nemi í Háskólanum á Bifröst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.