Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Blaðsíða 18
þriðjudagur 9. september 200818 Sviðsljós Sjóðheitar píur og litlir rapparar Tónlistarmyndbandaverðlaun MTV: Það er óhætt að segja að myndbandahátíð MTV hafi einkennst af endurkomum, en söngkonurnar Britney Spears og Christina Aguilera voru báðar í sviðsljósinu eftir langt hlé. Christina Aguilera frumflutti lagið Keeps Getting Better, en hóf atriðið á laginu sem gerði hana fræga, Genie in a Bottle. Christina hefur lítið verið í sviðs- ljósinu eftir að hún eignaðist soninn Max, en allt lítur út fyrir það að ný breiðskífa sé væntanleg frá söng- konunni með stóru röddina. Söngkonan Britney Spears átti hins vegar kvöld- ið. Stúlkan hefur sjaldan litið jafnvel út á á MTV-há- tíðinni. Miklar getgátur voru uppi um hvort Britney myndi opna hátíðina með stæl með einhvers konar söngatriði. Svo fór ekki, Britney kom á fram á sviðið, bauð áhorfendur velkomna og kynnti til leiks söng- konuna Rihönnu sem var með glæsilegt söngatriði. Rapparinn Lil‘ Wayne var sjóðheitur á hátíðinni. Hann mætti í hvítum gallabuxum og hvítum bol en er hann kom upp á svið, gerði hann sér lítið fyrir og af- klæddi sig í miðju atriði. Lil‘ Wayne hefur átt vinsæl- asta lagið í Bandaríkjunum síðan í vor. Breski grínistinn Russell Brand fór að sjálfsögðu á kostum á hátíðinni, en MTV þykir hafa tekið stóran séns með því að fá hann til þess að kynna hátíðina. Russell sagði meðal annars að Bretar myndu ekki treysta George Bush, forseta Bandaríkjanna, til þess að meðhöndla skæri. Einnig gerði hann mikið grín að strákasveitinni The Jonas Brothers og Jordin Sparks fyrir að ganga með sérstakan hring þar sem þau lofa að stunda ekki kynlíf áður en þau gifta sig. Síðar á há- tíðinni þurfti Russell að biðjast afsökunar. Ólétt og alsæl bumban á söngkonunni ashlee simpson er orðin stór og falleg. ashlee á von á barni með söngvaranum pete Wentz. Töffari kvöldsins rapparinn Lil‘ Wayne var fáránlega svalur á verðlaunahátíðinni. Hann gerði sér lítið fyrir og fækkaði fötum á sviðinu. Lagið hans Lollipop hefur verið það vinsælasta í bandaríkjunum í ár. Loksins, loksins Hin mikla endukoma britney spears. söngkonan hefur sagt skilið við erfiðu árin. Hún hefur ekki verið í betra formi í mörg ár og hreppti þrenn verðlaun á mtV-hátíðinni. Snýr sér aftur að söngnum britney var ekki sú eina með endurkomu. Christina aguilera frumflutti nýtt lag á hátíðinni sem fór misvel í gagnrýnendur. Las Vegas-stemning Christina aguilera tók sig vel út í Las Vegas-kjólnum, en hún minnir óneitanlega mikið á dansstúlku í Las Vegas. Heit, heit, heit rihanna opnaði mtV- hátíðina. Hún hélt sig fjarri Chris brown, kærasta sínum, allt kvöldið. Fyndinn gaur grínistinn russell brand fór á kostum sem kynnir hátíðarinnar. Hér pósar hann undarlega á bak við hóp kynna á hátíðinni. Britney Spears vann þrenn verðlaun: Poppprinsessan Britney Spears var sigurvegari MTV Video Music Awards sem fóru fram í fyrrinótt. Hún vann til þrennra verðlauna en þótt ótrúlegt megi virðast voru þetta fyrstu verðlaun Britney á VMA-hátíð MTV. Britney fékk verðlaun fyrir besta kvenkyns myndband, besta poppmyndband og besta mynd- band ársins. Öll verðlaunin þrjú voru fyrir myndbandið með laginu Piece of Me. Atriði Britney á VMA-hátíðinni í fyrra varð heimsfrægt þar sem hún þótt standa sig vægast sagt illa. Í ár opnaði hún hátíðina með því að bjóða gesti velkomna en hún söng ekki líkt og síðast. Söngkonan leit glæsilega út og virðist vera að rétta úr kútnum eftir erfiða tíma. Helstu verðlaunahafar VMA 2008 besta karlmanns myndband - Chris brown - With You besta kvenmanns myndband - britney spears - piece of me besti dans í myndbandi - pussycat dolls - When i grow up besta rokkmyndband - Linkin park - shadow of the day besta hip hop-myndbandið - Lil Wayne - Lollipop besta myndband nýliða - tokio Hotel - ready, set, go! besta poppmyndband - britney spears - piece of me besta myndband ársins - britney spears - piece of me Kom, Sá og Sigraði ÁLFABAKKA seLFoss AKureyri KeFLAvíK KriNGLuNNi DEATH RACE kl. 5:50D - 8D - 10:20D 16 DEATH RACE kl. 5:50 - 8 - 10:20 viP TROPIC THUNDER kl. 5:40 - 8 - 10:20 16 SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 - 8 - 10:20 L STAR WARS kl. 5:50 L THE MUMMY 3 kl. 8 12 DARK KNIGHT kl. 5:40 - 8:30 - 10:20 12 DEATH RACE kl. 8:10D - 10:30D 16 GET SMART kl. 5:50D - 8D - 10:10 L DARK KNIGHT kl. 10:10 12 WALL-E m/ísl. tali kl. 6D L WALL-E m/ensku tali kl. 5:50 - 8 L DEATH RACE kl. 10:10 7 MAMMA MÍA kl. 8 L SVEITABRÚÐKAUP kl. 8 L THE ROCKER kl. 10:10 7 DEATH RACE kl. 8 - 10 16 SVEITABRÚÐKAUP kl. 8 L GET SMART kl. 10 L DEATH RACE kl. 10:10 16 SVEITABRÚÐKAUP kl. 8 L TROPIC THUNDER kl. 10:10 16 MAMMA MÍA kl. 8 L NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 7 7 16 L L L STEP BROTHERS kl. 8 - 10 TROPIC THUNDER kl. 8 - 10.10 MAMMA MIA kl. 6 GRÍSIRNIR 3 kl. 6 7 16 L L STEP BROTHERS kl. 5.45 - 8 - 10.15 STEP BROTHERS LÚXUS kl. 5.45 - 8 - 10.15 TROPIC THUNDER kl. 5.30 - 8 - 10.30 MAKE IT HAPPEN kl. 4 - 6 - 8 - 10.10 MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30 GRÍSIRNIR 3 kl. 4 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 7 L 12 L STEP BROTHERS kl. 5.45 - 8 - 10.15 SVEITABRÚÐKAUP kl. 5.45 – 8 – 10.15 SKRAPP ÚT kl. 8 - 10 MAMMA MIA kl. 5.30 - 8 - 10.30 GRÍSIRNIR 3 kl. 6 5% 5% SÍMI 551 9000 L 7 16 12 16 L MAKE IT HAPPEN kl. 5.40 - 8 - 10.20 THE ROCKER kl. 8 - 10.20 X - FILES kl. 5.40 - 8 SKRAPP ÚT kl. 6 - 8 - 10 THE STRANGERS kl. 10.20 GRÍSIRNIR 3 kl. 6 SÍMI 530 1919 FRÁ BEN STILLER KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS! -L.I.B.TOPP5.IS/FBL -DV-S.V., MBL TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! 3 VIKUR Á TOPPNUM Í USA! Langstærsta mynd ársins 2008 90.000 manns. Frábæra teiknimynd fyrir alla fjölskylduna með íslensku tali. Hið klassíka ævintýri um grísina þrjá og úlfinn í nýrri og skemmtilegri útfærslu. 550kr. fyrir börn 650kr. fyrir fullorðna - bara lúxus Sími: 553 2075 SÝNINGARTÍMAR STEP BROTHERS kl. 6, 8 og 10 12 TROPIC THUNDER kl. 5.40, 8 og 10.15 16 MAMMA MIA kl. 6 og 9 L HHHH L.I.B Topp5.is/FBL HHHH DV HHHH S.V – MBL.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.