Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Blaðsíða 15
þriðjudagur 9. september 2008 15Umræða Síðasti þátturinn í sápuóperunni „Borgarstjórn í hers höndum“ virðist vera hafinn. Spurningin er hvort nýj- asti meirihlutinn nær að klára verk- efnið þar sem það virðist vera aðal- málið að höggva mann og annan. Það sárasta fyrir gamlan sjálfstæðis- mann eins og mig er að sjá ungling- ana í borgarstjórnarflokki sjálfstæðis- manna í Reykjavík klúðra svona fylgi flokksins í Reykjavík, sem áður var sterkasta vígið, sem farið er að hafa áhrif á fylgi flokksins utan höfuðborg- arsvæðisins einnig. Klaufagangur- inn í sambandi við REI/GGE- málið er dæmigerður og ég er hræddur um að sjálfstæðismenn í Reykjavík verði að endurskoða allt samskiptakerfi sitt bæði við stuðningsmenn flokksins og embættismenn í borgarkerfinu. Þess sjást nú merki að menn eru farnir að flýja vettvanginn þar sem Gísli Marteinn, sem var höfuðpaur- inn í REI-klúðrinu, ætlar að fara til náms erlendis til þess að læra til borg- arfulltrúa. Gott hjá þér, Gísli, þó fyrr hefði verið. Þetta minnir á það þegar Jón Baldvin hélt utan til að læra til for- sætisráðherra. Vonandi gengur Gísla Marteini betur. Það er þó lán í óláni að nýi borg- arstjórinn í REIkjavík er Hafnfirðing- ur og vonandi tekst Hönnu Birnu að rétta skútuna af. REIkvíkingar geta nefnilega lært ýmislegt af Hafnfirð- ingum, til dæmis hvernig á að stjórna sveitarfélagi. Við kunnum til dæmis að stjórna hafnarmálum, umhverfis- málum, skipulagsmálum og það sem ef til vill er mikilvægast - orkumálum. Svo eigum við líka flugvöll, Hamra- nesflugvöll, vígðan 4. júní 1988 af þá- verandi samgönguráðherra, Hafn- firðingnum Matthíasi Á. Mathiesen, og okkur datt auðvitað ekki í hug að setja hann (flugvöllinn) niður við endann á Lækjargöt- unni, eins og REIkvíking- ar, heldur utan við bæ í hrauninu sunnan Hafn- arfjarðar. Ég hef áður bent REIkvíkingum á það að þeir eiga gott flug- vallarstæði í Geldinga- nesinu, en þá verða þeir líka að gera Sundabrautina almennilega úr garði og setja hana í stokk. Það sárgrætilegasta við þessa hörmungarsögu er sú staðreynd að einu borgarfulltrúarnir sem geta lyft höfðinu hátt og með sæmd eru full- trúar Framsóknarflokksins, þeir Björn Ingi Hrafnsson og varamaður hans hinn óþekkti Óskar Bergsson sem staðið hefur sig með miklum ágæt- um og er nú vísast orðinn bjargvættur Sjálfstæðisflokksins í REIkjavík. Ég óska sjálfstæðismönnum í REIkjavík, þessum fáu sem eftir eru, til hamingju með nýja meirihlutann og vona að þeim gangi allt í haginn það sem eftir er kjörtíma- bils- ins. Hver er maðurinn? „sonja sigurðardóttir sundkona.“ Hvað drífur þig áfram? „Hugarfarið drífur mig áfram.“ Uppáhaldsstaður úr æsku? „suður-afríka. Ég hef einu sinni komið þangað. það var frábært.“ Hvað gleður þig mest? „að komast áfram í lífinu.“ Hvenær byrjaðir þú að æfa sund? „Ég var sjö ára gömul.“ Var þetta þín stærsta stund í sundinu? „já, hún var það. það var þó líka gaman að keppa á Opna breska, Opna þýska og Opna danska sem eru allt meistaramót.“ Hvert stefnir þú? „Ég stefni á Ólympíuleikana í London 2012.“ Er góður andi í íslenska ólympíuhópnum? „já. Hann er mjög góður. alveg frábær.“ Hvernig eru aðstæður fyrir fatlaða á leikunum? „aðstæðurnar eru bara frábærar. Nema reyndar gólfið á leikvanginum. það var allt fullt af snúrum.“ Mættu Íslendingar taka Kínverja til fyrirmyndar í þeim málum? „já. það mætti bæta aðgengið almennt fyrir hjólastóla á Íslandi.“ Eitthvað sérstakt sem þú ætlar að gera í Kína? „Ég ætla að skoða Kínamúrinn. síðan ætla ég líka í bæinn að skoða og kíkja í búðir.“ Hvað er á döfinni hjá þér? það er smá sumarfrí þegar ég kem heim og svo bara halda áfram á fullu í skólanum.“ Ó REIkjavík, ó REIkjavík MEð lÍfið Í lúKUnUM Nokkurra daga gamlir pönduhúnar komast fyrir í lófa starfsmanns á Chengdu-rannsóknarstöðinni í Kína þar sem risapöndur eru ræktaðar með aðstoð gervifrjóvgunar. þeim er síðan sleppt út í náttúruna þegar þær stækka í því skyni að sporna við gífurlegri fækkun risapandna. MYnD DV / GEttY Ætlar þú að ferðast í vetur? „geri ekki ráð fyrir því, ekkert planað að minnsta kosti.“ Jón Karl HallDórsson 33 ára vaKtaviNNumaður „Nei, kannski um jólin.“ aricK PlUto 31 árs starfsmaður Hjá ÍstaK „býst ekki við því, ég ferðast á sumrin aðallega.“ særún inGiMUnDarDóttir 48 ára afgreiðsLuKONa „já, ég ætla til englands í frí.“ finnUr ósKarsson 64 ára starfsmaður á pLaNi Dómstóll götunnar „já, það getur verið, ætla líklegast til flórída um páskana.“ Árni ÞorstEinsson 32 ára söLumaður kJallarI mynDIn sonJa siGUrðarDóttir stóð sig frábærlega í 50 metra baksundi í vatnsteningnum víðfræga í peking á Ólympíumóti fatlaðra. sonja synti á sínum besta tíma í tvö ár en missti því miður af sæti í úrslitum þrátt fyrir gott sund. Hún segir andann í íslenska hópnum frábæran og ætlar að skoða Kínamúrinn áður en heim verður haldið. Stefni á Ólympíu- leikana 2012 maður DagsIns MYnD ifsPort.is HErMann Þórðarson fyrrverandi flugumferðar- stjóri skrifar „Þetta minnir á það þegar Jón Baldvin hélt utan til að læra til forsætisráðherra.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.