Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Blaðsíða 20
þriðjudagur 9. september 200820 Fókus Circus AgorA hefur víst skemmt fólki um 20 ára skeið og í ljósi þess hversu miklu yngri Jan Ketil Smørdal er á heimasíðu fjölleikahússins en hann er í raun og veru er ekki ástæða til að efa það. Annars verður að viður- kennast að sumt það á síðunni, sem kann að draga fólk í Circus AgorA, reynist ekki vera til staðar þegar á hólminn er komið. En því er ekki að neita að Smørdal og félagar bjóða upp á hina ágætustu skemmtun. Fjölleikahús ganga auðvitað út á að koma ákveðnum atriðum fyr- ir, trúðunum, loftfimleikafólkinu, manneskjunni sem getur teygt lík- amann á óskiljanlega vegu og þar fram eftir götunum. Og þó þetta form bjóði ekki upp á mikinn frum- leika hefur það sannað sig í tímans rás og því aðeins hægt að fara fram á að það sem er í boði sé vel gert. Það er hreint með ólíkindum hvað sumt fólk getur verið liðugt. Allavega var það svo að ungfrú Christina gat fett sig og brett á svo ólíklega vegu að því verður vart lýst með orðum. Kannski er nóg að segja að undirrit- aðan og í það minnsta einn annan áhorfanda verkjaði hálfpartinn við að horfa á hina tólf ára stúlku beygja líkama sinn í bak og fyrir. Sennilega á við um þetta atriði að sjón er sögu ríkari. Samt var óneitanlega kyndugt að horfa á stúlkuna standa á upp- hækkun, beygja sig aftur á bak og nota tennurnar til að ná upp blómi sem hafði verið sett á jörðina. Og svo að sjálfsögðu reisa sig við. Ef þú vilt sannreyna hversu erfitt þetta er hvet ég þig til að beygja þig aft- ur á bak, setja hendur á gólf og lyfta þér síðan upp. Ímyndaðu þér svo að setja andlitið tuttugu til þrjátíu sentímetra niður fyrir fæturna og þá sérðu hvernig þetta er. Þetta vekur samt spurningar um hvað er búið að leggja á manneskju sem getur teygt sig með þessum hætti. Fjölleikahús geta ekki án trúða verið, svo mikið er ljóst. Og trúðarn- ir tveir sem skemmtu gestum stóðu vel fyrir sínu. Annar kom fram nokk- uð oft milli atriða og gekk grín hans oftast nokkuð vel upp. Sumt var eins og gefur að skilja meira fyrir börn en fullorðna en ég hugsa að flestir gestir hafi verið ánægðir með fram- komu hans. Hinn trúðurinn kom aðeins fram einu sinni en það var líka sérlega skemmtileg framkoma. Mr. Jumping er trúður á trampól- íni, gengur inn í gervi drukkna loft- fimleikamannsins sem verður loft- hræddur þegar á hólminn er komið. Frábær blanda af gríni og loftfim- leikum. En auðvitað voru engin dýr á staðnum. Það er mínus, en óhjá- kvæmilegt í ljósi íslenskra reglna um innflutning á dýrum. Það verður ekki hjá því komist að nefna verðlagið í Circus AgorA. Það fer ekki framhjá þeim sem kaupa miða að verðið er tæpar fjögur þús- und krónur fyrir fullorðna og tæp- ar þrjú þúsund krónur fyrir börn. Það kann að hafa haft eitthvað með það að gera að tjaldið var pínlega tómlegt á þrjúsýningunni síðasta laugardag, sýningu sem hefði fyr- irfram mátt ætla að yrði vel sótt af fjölskyldufólki. En skemmtunin er góð og kannski peninganna virði. Hún var ein og hálf klukkustund að lengd og eitt fimmtán mínútna hlé á milli þannig að öllu er aflokið tæp- um tveimur klukkustundum eftir að sýningin hefst. Okrið í sjoppunni er öllu verra. 450 krónur fyrir tiltölulega lítinn poppskammt og heilar 250 krónur fyrir fernu af Svala er óheyri- lega há fjárhæð. Ég kann ekki lýsing- una á norsku en á íslensku er til gott orð yfir þetta: okur. Brynjólfur Þór Guðmundsson á þ r i ð j u d e g i Land og synir í BæjarBíói Kvikmyndasafnið sýnir Land og syni í leikstjórn Ágústs guðmundssonar í kvöld klukkan 20. myndin var frumsýnd árið 1980 en hún er byggð á frægri skáldsögu IndrIða g. ÞorsteInssonar. myndin var sú fyrsta sem rataði upp á bíótjald af þeim þremur leiknu myndum sem nýstofnaður Kvikmyndasjóður Íslands styrkti. sýningin fer fram í bæjarbíói og kostar 500 kall. TrÚðSLÆTi Og LOFTFiMLeiKArnýtt frá Páli óskari Nýtt myndband Páls Óskars við lagið Sama hvar þú ert er komið í spilun. Þetta er fyrsta smáskífan af safnplötunni Silfursafnið sem kemur út 1. nóvember. Lagið er eftir Sigurjón Kjartansson, texti eftir Pál Óskar og ný útsetning var unnin af Örlygi Smára en lagið kom fyrst út á fyrstu sólóplötu Páls Óskars, Stuð, fyrir fimmtán árum. Myndbandið var unnið af grafíklistamanninum Kristjan Zaklynsky. Myndbandið er nú sýnt á öllum íslenskum sjón- varpsstöðvum sem sýna tónlist- armyndbönd. Einnig er hægt að nálgast myndbandið á Youtube og myspace.com/palloskar. Fés og fígúrur Ljósmyndasýning Ellerts Grétarsson- ar, Fés og fígúrur – kynjamyndir í ís- lenskri náttúru, var opnuð í Fótógrafí síðasta laugardag. Á sýningunni eru yfir tuttugu myndir sem sýna hinar fjölbreyttustu kynjamyndir sem orðið hafa á vegi ljósmyndarans í göngu- ferðum hans í íslenskri náttúru: Alls kyns kynjaverur, tröll, skessur og þursar, kynngimagnaðar forynjur og margvísleg furðufés. Ellert starfar sem ljósmyndari og blaðamaður hjá Víkurfréttum á Suðurnesjum. Hann á að baki fjölda einka- og samsýninga hér heima og erlendis og hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir ljós- myndir sínar. Mýrin í víking Kvikmyndin Mýrin verður frum- sýnd í Frakklandi á morgun. Á kvikmyndavefnum logs.is kemur fram að myndinni verði dreift í fjörutíu eintökum á vegum Mem- ento Films sem telst óvenju mikið þegar um norræna mynd er að ræða. Á vef Norræna kvikmynda- sjóðsins er fjallað ítarlega um málið. Baltasar Kormákur, leik- stjóri myndarinnar, er nú staddur í Frakklandi til að ýta henni úr vör. Myndin verður svo frumsýnd í Bretlandi á föstudaginn á vegum The Works, en nýlega valdi Sund- ay Times hana á lista sinn yfir tíu bestu glæpamyndirnar. Fór á Thai matstofuna við Suður- landsbraut (bláu húsunum við Faxafen nánar tiltekið) í hádeginu í gær. Þokka- legt að gera, um tíu kúnnar á svæðinu. Afgreiðslan gekk fljótt fyrir sig enda nokkrir á vakt. Hádegistilboðið hljóðar upp á 2 til 3 rétti að eigin vali af þeim fjórum sem eru í borðinu. Hinir til- nefndu réttir eru djúpsteiktar rækjur, kjúklingavængir í súrsætri sósu, núðlur með svínakjöti og svínakjöt í pha nang. Ég valdi þá tvo síðastnefndu og borg- aði fyrir það 950 krónur. Ég veit ekki hvort sömu eigendur eigi Thaishop matstofuna uppi á Lynghálsi en þeg- ar ég fór þangað síðasta vetur var sami háttur á með 2 eða 3 rétti að eigin vali. Þá þurfti maður hins vegar að borga 150 krónum meira fyrir þá auknu fjöl- breytni sem fólst í að kaupa sér smakk af þremur réttum. Undarlegt svo ekki sé meira sagt og plús í kladda matstof- unnar við Suðurlandsbraut fyrir að vera ekki með slíkt misrétti. Afgreiðslustúlkan var ekki sú brosmildasta. Svo fór hún að hlusta á samræður samstarfsfólks síns þeg- ar ég var í miðri setningu við að svara hvað ég ætlaði að fá að drekka. „Bara vatn,“ sagði ég í fálæti mínu. Engin við- brögð. Stúlkan horfði með glennt eyru á kollegana. Eftir 4 til 5 sekúndur leit hún aftur á mig. „Fanta?“ „Nei, vatn.“ „Jaaaá.“ Skammturinn var veglegur. Það veglegur að ég náði ekki að klára sem telst til tíðinda þegar minn magi er annars vegar. Núðlurnar voru svolítið slepjulegar en smökkuðust mun bet- ur en útlitið gaf til kynna. Á meðan ég gæddi mér á matnum var gott að geta stytt sér stundir við að horfa á veggina og myndirnar sem þar héngu. Veggirn- ir voru gulir og bláir með myndum af konungi Taílands og fleira skrauti sem minnti á heimaslóðir eigenda stað- arins. Var því svolítið eins og maður væri á taílenskum dögum á Akureyri og búið væri að breyta KA-heimilinu í skyndibitastað. Svo var líka hægt að hafa gaman af vinkonunum þrem- ur sem sátu við hliðina á mér. Ein keypti sér hádegistilboð, tvær borðuðu skammtinn og sú þriðja sá um að tala. Mesti mótormouth sem ég hef heyrt í, að Akureyringum meðtöldum. Bíla- dagar hvað? Kristján Hrafn Guðmundsson fór á Thai matstofuna við Suðurlandsbraut. Hraði: HHHHH VEitinGar: HHHHH Viðmót: HHHHH umHVErfi: HHHHH VErð: HHHHH Veglegur skammtur í skyndi Leiðrétting Kvikmyndin Reykjavík-Rotterdam í leikstjórn Óskars Jónassonar verður ekki frumsýnd 19. september eins og DV greindi frá í gær heldur 3. október. fjölleikahús CirCus AgorA Leikstjóri: jan Ketil smørdal aðalhlutverk: miss Christina, mr. jumping, Katia, duo rubstov og fleiri. ágætis skemmtun Fólk ætti að geta skemmt sér ágætlega á Circus agora sem verður í reykjavík næstu daga og síðan í reykjanesbæ og á selfossi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.