Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Blaðsíða 17
Íslenska landsliðið í körfubolta hef- ur leik í B-deild Evrópukeppninnar á morgun. Liðið mætir þá Danmörku í fyrsta leik sínum í riðlinum í Laug- ardalshöll klukkan 20.45. Tímasetn- ingin er ekki sú besta, hvorki fyrir áhorfendur með fjölskyldur né fjöl- miðla en það er lítið sem KKÍ getur gert í því. Leikurinn fer fram sama dag og karlalandsliðið mætir Skot- um á Laugardalsvelli. „Evrópska körfuknattleikssam- bandið vill eðlilega ekki vera að hliðra til leikjum frekar en knatt- spyrnusamböndin. Við áttum okk- ur á að þetta er ekki besti tíminn, hvorki fyrir áhorfendur né fjölmiðla, en við vonum að sem flestir geti mætt. Þessi dagur er alþjóðlegur leikdagur bæði í körfubolta og fót- bolta. Síðustu ár hefur fólk mætt beint af Laugardalsvellinum og inn í Höll til okkar. Við vonum að fram- hald verði á því,“ sagði Hannes Jóns- son, formaður KKÍ, á blaðamanna- fundi í gær. Ekkert B neitt „Þetta er engin B-keppni neitt. Í þessari deild eru mörg sterk lið og samkeppnin er mikil. Það er lagt al- veg jafnmikið í B-deildina og A svo það sé alveg á hreinu,“ sagði Sigurð- ur Ingimundarson landsliðsþjálfari ákveðinn í gær. Með Íslendingum eru í riðli Danir, Austurríkismenn og Svartfellingar sem eru taldir langs- igurstranglegastir. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir keppa undir eigin merkjum. „Fyrirfram er talið að það sé forms- atriði fyrir Svartfjallaland að klára þennan riðil og eðlilega þar sem þeir eru með besta mannskapinn. Þeir fengu samt eflaust smá sjokk þegar þeir unnu Hollendinga að- eins með sjö stigum og þurftu mik- ið að hafa fyrir þeim sigri. Austur- ríkismenn unnu Dani um daginn og það skal enginn vanmeta þá. Fyrsti leikurinn gegn Dönum er algjör lyk- illeikur fyrir okkur upp á framhald- ið og við munum leggja mikið í að vinna þann leik,“ sagði Sigurður. Klárlega litla liðið Þessi fjögurra leikja hrina er háð á 10 dögum. Svo er seinni umferð- in leikin á sama tíma eftir eitt ár en tvö efstu liðin í riðlinum komast upp í A-deild. Þetta er í fyrsta skiptið í langan tíma sem besti körfuknatt- leiksmaður landsins, Jón Arnór Stef- ánsson, tekur þátt í öllum leikjum Ís- lands í keppninni. „Vá, ég man ekki einu sinni hvað það er langt síðan ég náði heilli keppni,“ sagði Jón Arnór við DV í gær og lýsti um leið ánægju sinni með að geta klárað heilt verk- efni með landsliðið. Hann tekur í sama streng og þjálfarinn með fyrsta leikinn gegn Dönum. „Það þarf ekkert að fara í grafgöt- ur með það að við erum litla liðið í þessum riðli. Fyrsti leikurinn verð- ur mjög mikilvægur fyrir okkur til að fá sjálfstraust í hina leikina. Danir og Austurríkismenn eru lið sem við getum horft til sigurs gegn bæði hér úti og heima. Svartfjallaland og Hol- land eru meira sigrar sem við vær- um að stela. Það sem við þurfum að fá upp í öllum leikjum er mikil bar- átta, góð hittni og þessi íslenska leik- gleði,“ sagði Jón Arnór við DV í gær. þriðjudagur 9. september 2008 17Sport Sport SíðaSti lEiKur u21 undir 21 árs landslið Íslands leikur síðasta leik sinn í undankeppni evrópumótsins 2009 gegn slóvakíu á Víkingsvelli klukkan 17 í dag. Ísland tapaði á föstudaginn fyrir austurríki ytra, 1-0, og situr í 4. og næstsíðasta sæti riðilsins með sex stig ásamt Kýpur. strákarnir hafa aðeins unnið einn leik af sjö hingað til, gegn belgum ytra, 1-2. austurríki er langefst í riðlinum með 20 stig en á eftir þeim koma slóvakar með 9, belgía með 8 og Ísland og Kýpur reka lestina með 6 stig. Karlalandsliðið í körfubolta hefur keppni í B-deild Evrópumótsins annað kvöld klukkan 20.45 í Laugardalshöll. Ísland mætir þar Danmörku en liðin hafa skipt sigrum jafnt á milli sín í leikjum innbyrðis. „Fyrsti leikurinn er mjög mikilvægur,“ segja þjálfarinn Sigurður ingimundarson og stórstjarnan Jón arnór Stefánsson. alls engin b-k ppni Það er margt sem er íslenska landsliðinu í haginn gegn því skoska sem við mætum á miðviku- dagskvöldið. Eins og breskri þjóð sæmir eru Skotar í sárum eftir tap- ið í Makedóníu þar sem menn eru ekki á einu máli um hvort tapið hafi verið verðskuldað eða ekki. Stjörnuframherji liðsins er hætt- ur að leika undir stjórn þjálfarans, annar er tæpur vegna meiðsla og þjálfarinn gefur ekkert út á hvort sigur gegn Íslandi sé nauðsyn. Mörgum breskum blöðum fannst lítið koma til leiks Skot- lands gegn Makedóníu í fyrsta leik þess í riðlinum þar sem það tapaði 1-0. Markið skoruðu heimamenn strax í byrjun leiks. Þjálfari liðs- ins, George Burley, sagði: „Við vor- um ekki góðir í fyrri hálfleik og við ræddum það inni í hálfleiknum. Í seinni hálfleik vorum við miklum mun betri og þá frammistöðu vil ég sjá gegn Íslandi á miðvikudag- inn.“ Hann komst hjá því að svara spurningu eins blaðamannsins um hvort sigur gegn Íslandi væri algjör nauðsyn með því að segja takmark þeirra um að ná 17 stig- um vera enn mögulegt. Trúin er ekki mikil á skoska liðið sem var aðeins hársbreidd frá því að komast á Evrópumótið í sumar upp úr gífurlega erfiðum riðli með Frakklandi og Ítalíu. Það er stutt á milli hláturs og gráts í bresk- um fótbolta og trúin á þjálfarann, George Burley, hefur minnkar. Lee McCulloch, framherji liðsins, er hættur að leika undir stjórn Bur- leys og búast skoskir miðlar við að fleiri fylgi í kjölfarið. Sérstaklega ef úrslitin gegn Íslandi verða ekki góð. Það er sigur og ekkert annað. Þá er Kenny Miller, framherji Celt- ic, tæpur vegna meiðsla og hefur U21 árs framherjinn Steven Flet- cher verið kallaður í hans stað. Skoska knattspyrnusamband- ið reynir hvað það getur að beina athyglinni að umgjörð Makedóna sem hleyptu ekki þúsund stuðn- ingsmönnum Skota inn á völl- inn þó þeir hefðu miða. Það er þó nokkuð ljóst að skoskir blaða- menn munu ekkert spyrja um það þegar Burley situr fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. tomas@dv.is Einn framherji hættur, einn tæpur og trúin ekki mikil á skoska liðið: ÓLGA Í SKOSKU HERBÚÐUNUM SONJa SYNti VEl sundkonan sonja sigurðardóttir synti á sínum besta tíma í tvö ár, 57,90 sekúndum, í 50 metra sundi á Ólympíumóti fatlaðra í peking í gærmorgun. tíminn dugði sonju ekki í átta manna úrslit en hún varð tíunda af fjórtán keppendum. sonja sagði eftir sundið að þó takmark hennar hefði ekki náðst, sem var að komast í úrslit, væri hún nú strax farin að huga Ólympíumótinu í Lond- on 2012. „það eru minna en 1.500 dagar þangað til svo það er ekki seinna vænna að fara að undirbúa sig fyrir það,“ sagði sonja. BraDY EKKi MEira MEð Verðmætasti leikmaður NFL- deildarinnar, leikstjórnandi New england patriots tom brady, meiddist í fyrsta leik liðsins á sunnudaginn og verður ekki meira með í ár. Kald- hæðni örlaganna er sú að brady hefur átt við meiðsli að stríða í hægra hné en fékk mikinn skell á það vinstra í leik gegn Kansas City Chiefs sem orsakaði meiðslin. brady leiddi patriots til fullkomins tímabils í fyrra þar sem það tapaði ekki leik í deildarkeppninni en tapaði þó úrslitaleiknum, super bowl, fyrir New York giants. patriots vann leikinn gegn Kansas 17-10 þar sem varaleikstjórnandinn matt Cassel lagði upp eitt snertimark. KalDar KVEðJur til HYYPia Finnski varnarmaðurinn hjá Liverpool, sami Hyypia, er ekki í 25 manna hóp Liverpool sem hefur þátttökurétt í meistaradeild evrópu. Kemur þetta mikið á óvart þar sem í hópnum eru leikmenn sem munu líklega aldrei spila og Hyypia hefur verið fastamaður í liðinu undanfarin ár. reglur meistaradeildinnar kveða á um að átta uppaldir leikmenn verði að vera í hópnum. Hyypia byrjaði fyrsta leik Liverpool á tímabilinu í sigurleik gegn sunderland, 1-0, en slóvakinn martin skrtel tók stöðu hans eftir það. benitez hefur því úr að velja þeim Carragher, skrtel og dananum daniel agger sem er allur að ná sér eftir meiðsli. tÓMaS ÞÓr ÞÓrðarSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is George Burley það er farið að hitna undir honum. Þjálfarinn og fylgdarlið sigurður ingimundarson landsliðsþjálfari við hlið Hannesar jónssonar formanns KKÍ Klárar keppnina jón arnór stefánsson verður með Íslandi í öllum leikjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.