Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.2008, Blaðsíða 14
Þegar Svarthöfði vill taka púlsinn á þjóðarsálinni veit hann hvert á að fara. Hann fer ekki í miðborg Reykja- víkur, þaðan af síður í Kringluna, hvað þá út í sveit og hlustar ekki á Rás 2. Nei, það er bara einn staður þar sem hann getur beintengst þjóð- arandanum og fengið hann beint í æð. Það er hið svokallaða Barna- land. Á spjallsvæði barnaland.is eru yfirleitt ekki stofnað-ar færri en tvær umræður á mínútu. Þar er allt rætt milli himins og jarðar. Tilfinningin sem Svarthöfði fær þegar hann fer þangað inn er eins og þegar hann sat sem ungur drengur á kné móður sinnar þegar „kerlingarnar“ voru í heimsókn. Þar kynntist hann nýjum heimi, heyrði um verðbólgu, háls- bólgu, sinaskeiðabólgu, uppskrift- ir, skólamál, pólitík og allt annað. Stundum var hinn ungi Svarthöfði hins vegar beðinn um að fara inn í herbergi að leika sér. Þá vissi hann að ræða ætti eitthvað sem hann mætti alls ekki heyra. Barnalandsmæður eru gríð-arlega sterkur þrýstihóp-ur í samfélaginu. Því er nauðsynlegt fyrir yfirvöld og fyrirtæki að kanna hug þeirra áður en miklar ákvarðanir eru teknar. Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur vaxandi vinsælda hjá Barnalandsmæðr- um í kjölfar þess að hann hjálpaði lömuðum bónda að endurheimta tæki sín. Þær eru hins vegar klofnar yfir Ómari Ragnarssyni, formanni Íslandshreyfingarinnar. Einhverjar þeirra telja hann ofsóknaróðan eða elliæran, þar sem hann telur sig hafa verið hleraður, en aðrar trúa á hann. Á Barnalandi má greina stuðning þjóðarinnar við Ómar í hnotskurn. Sumir einfaldlega trúa því ekki að hann sé nógu merkilegur til að vera hleraður. Niðurstaða umræðunnar var sú að það væri allt eins líklegt að Ómar hefði verið hleraður, út frá því að hann hefur látið til sín taka í um- hverfismálum. Á Barnalandi er talið fullvíst að O.J. Simpson hafi drep-ið konuna sína. Leikkon-an Keira Knightley er alltof mjó og með persónuleika á við baun. Ólafur Ragnar Grímsson er æðis- lega sjarmerandi með fullkomið hár. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir átti ekki að fara í annað skipti til Peking á kostnað ríkisins. Barnaland er vígvöllur ímyndarstríða. Það er besti mælikvarðinn á ímynd fólks og fyrirtækja. Mæðurnar eru nafnlausar og ræða hlutina jafnhisp- urslaust og í eldhúsinu heima. Sumar umræðurnar fá Svarthöfða hins vegar til að endurmeta æsku sína og móður. Þegar hann lúrir, eins og fluga á eld- húsveggnum, fær hann að heyra allt sem rætt er um. Nú er engin móðir lengur til að senda hann inn í herbergi að leika þegar um- ræðurnar komast á alvarlegt stig. Og sumar umræð- urnar eru algerlega brjálæðislegar fyrir sak- lausa drengi og fágaða menn. Nýverið las Svarthöfði tilfinn-ingaþrungna uppljóstrun móður sem sagðist vera skotin í kvenkyns, en var ekki viss um að það væri í lagi, því viðfangsefni hrifningar hennar væri mun yngri. Auk þess sem það yrði erfitt að útskýra þetta fyrir börnun- um. Hinar mæðurnar á Barnalandi eggjuðu ringluðu móðurina til afreka á ótroðinni slóð. Svarthöfði getur aldrei vitað hvað kerlingarnar ræddu í eldhúsi móður hans þegar hann hafði verið sendur að leika. Nú hefur ímyndun hans hins vegar úr nógu að moða, og óhætt er að segja að þessi askja Pandóru hefði betur hald- ist lokuð. þriðjudagur 9. september 200814 Umræða Brjálað Barnaland svarthöfði jón TrausTi reynisson riTsTjóri skrifar. Hún ætti að fagna vatnsorkuverum og opna augun fyrir sóknarfærunum Firrtir umhverfissinnar Leiðari Besta leiðin til að umhverfisvernd nái fram að ganga er að hún sé fjárhagslega sjálfbær. Hún þarf að geta lifað af í samkeppn-isumhverfi til lengri tíma. Sú umhverfisvernd sem Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra berst fyrir, að því er virðist við lítinn stuðning samherja sinna í ríkisstjórn, er ekki fjárhagslega sjálf- bær. Það er nauðsynlegt að horfa á umhverfisvernd í víðara samhengi. Alltof margir koma óorði á umhverfisvernd með því að þverskallast við að viðurkenna fjárhagslegan raunveruleika. Fyrir þingkosn- ingar lagði Ómar Ragnarsson til að hætt yrði framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun og virkjunin sjálf gerð að sigurboga, sem ferðamenn myndu flykkjast að til að berja augum. Til að toppa allt vildi hann breyta frárennslisgöngunum frá virkjuninni í maraþonbraut. Margir umhverfissinnar á Íslandi hafa verið svo firrtir hagfræði- legum raunveruleika að þeir koma óorði á umhverfis- vernd. Þeir leggja stein í götu sjálfbærrar þróunar. Það er varla til sú orka í heiminum sem er náttúruvænni en vatnsorka. Og það eru fáir málmar í heiminum sem er hollari umhverfinu í heildrænu samhengi en álið. Ál er nauðsynlegt umhverfisvernd, því notk- un þess í farartækjum léttir þau og gerir kleift að knýja þau með minni brennslu eldsneytis en ella. Virkjanir og álver sem barist er gegn hérlendis undir merkjum um- hverfisverndar eru í raun að miklu leyti umhverfisvæn fyrirbæri þeg- ar horft er til allra hliða. Ef við berjumst gegn því að auðlindir landsins verði nýttar á sjálfbæran hátt er viðbúið að fjárhagslegur raunveru- leiki blasi við okkur að endingu, auk þess sem umhverfisverndars- innar munu reka sig á að álið verður framleitt annars staðar og þá með kolaorku. Umhverfisráðherrann okkar er á móti uppistöðulónum á hálendi Íslands. Hún ætti að fagna vatnsorkuverum og opna augun fyr- ir sóknarfærunum sem felast í sjálfbærri orku. Það segir sína sögu að það eru forseti Íslands og iðnaðarráðherrann, en ekki umhverfisráðherrann, sem berjast hvað helst fyrir raunveru- legum hagsmunamálum í umhverfisvernd, eins og sjálfbærum bílaflota, jarðorku og vatnsorku. Umhverfisráðherrann leggur mikla áherslu á umhverfismat fyr- ir framkvæmdir, sem verður að teljast heilbrigð áhersla. Hins vegar er það stórskaði fyrir efnahagslífið að er- lendir aðilar skuli hrökklast frá landinu vegna þess hve langan tíma það tekur að klára slíkt mat. Við megum ekki við þjóðhagslega ósjálfbærri um- hverfisstefnu, bæði vegna stöðunnar í efna- hagsmálum og vegna þeirrar umhverfisvár sem blasir við heimsbyggðinni. spurningin „Það bara fer eftir því hvað árin verða mörg, en kannski væri það frekar hlýtt viðmót.“ Árni Johnsen alþingismaður krefst fimm milljóna króna í bætur fyrir ummæli Agnesar Bragadóttur þar sem hún kallaði hann glæpamann og stórslys í þættinum Í bítið á bylgjunni. Hvað myndi árni kosTa allur? sandkorn n Óvissan um það hver tekur við Landsvirkjun af Friðrik Sophus- syni er algjör þótt aðeins séu ör- fáar vikur þar til nýr forstjóri tekur við. Nokkur uggur er uppi um að enn ein pólitíska ráðningin líti dagsins ljós og Vilhjálm- ur Þ. Vil- hjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, verði ráð- inn. Aðrir sem nefndir eru til sögu eru Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, og Edda Rós Karlsdóttir, yfir- maður greiningardeildar sama banka. Þá hefur nafn Þorsteins Pálssonar, ritstjóra Fréttablaðs- ins, borið á góma. Líklegt er að ráðning forstjórans verði á fag- legum grunni þar sem annað myndi skapa gríðarlega ólgu sem Sjálfstæðisflokkurinn má ekki við þessa dagana. n Edda Rós Karlsdóttir kemur af fjöllum varðandi meinta um- sókn. Hún var á kafi í heimil- isverkum þegar nafn hennar dúkkaði upp í útvarpi varðandi stöðuna hjá Landsvirkjun. Hvort það varð til þess að hún sendi inn umsókn liggur ekki fyrir. En Edda er af mörgum talin einkar hæf til að takast á við verkefnið og víst er að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yrði hæstánægð með það lóð á vogar jafnréttis að fá konu til að stýra þessu eina stærsta fyrirtæki landsins. n Flugríkir Rússar eru orðnir tíðir gestir á Íslandi eftir að Kaninn hvarf á braut og skildi landið eftir óvarið. Hver einkaþotan af annarri svífur til Ís- lands með olíugarka og fylgdarlið innanlands. Meðal þeirra sem komið hafa hingað reglulega er Roman Abramovitsj, eigandi Chelsea. Aðrir stærri eru einnig hér á ferð eða væntanlegir, svo sem Pútín sjálfur. Áhugi Rússa beinist að orkulindum Íslendinga og þeir vilja greinilega verða sverð og skjöldur Íslendinga. n Árni Johnsen alþingismaður er á miklu flugi þessa dagana. Milli þess sem hann undirbýr málsókn á hendur blaðamanni Morgunblaðsins kemur hann frítt fram við hin- ar og þessar athafnir eins og fram kom í viðtali hjá Sverri Stormsker á Útvarpi Sögu þar sem fram kom að hann tekur aldrei krónu fyrir að koma fram á skemmtunum. Árni eignaðist hug og hjarta Vestfirð- inga þegar hann stóð fyrir söfnun vegna vörslusviptingar landbún- aðarvéla Ástþórs Skúlasonar, lamaða bóndans á Rauðasandi. Ástþór fékk vélar sínar aftur og náði að ljúka við heyskap. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsÍmi: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Þetta var alla- vega fólk. Eitur- lyfjaneytendur og menn sem höfðu framið stórglæp.“ n Fannar Gunnlaugsson um það fólk sem hann mátti dúsa með í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að skila inn umsókn um græna kortið tveimur dögum of seint. - DV „Í lokin tök- umst við í hendur, fáum okkur bjór og allir eru ánægðir.“ n Eiður Smári um hvað hann elskar mest við fótboltann. Að þar séu engin vandræði og að allir séu vinir að leik loknum. - fotbolti.net „Mér fannst í fyrsta lagi bjánalegt að hafa ekki farið á tónleika með henni en vera búin að stæla hana eins og vindurinn.“ n Bryndís Ásmundsdóttir, leik- og söngkona, um ástæðu þess að hún er að fara á tónleika með Tinu Turner. - DV „Þetta var í raun eins og að spila handbolta í gufuklefa.“ n Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, um aðstæður þegar liðið lék gegn Cyprus Collage um þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. - Fréttablaðið „Ég verð ekkert hlaupandi um á hjólabuxunum með gúrku í nærbuxunum eins og Axl.“ n Fyrrverandi Idol-stjarnan Snorri Snorrason sem ætlar að túra um landið og syngja lög með ræflarokkaranum Axl Rose. - Fréttablaðið bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.