Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2008, Blaðsíða 2
Flokkur a barmi
miðvikudagur 24. september 20082 Fréttir
Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú á
þeim tímamótum að klofningur er um
það bil að brjótast fram með afleiðing-
um sem geta orðið afdrifaríkar. Staðan
innan flokks er alvarleg. Framundan
gætu verið þær landslagsbreytingar í
íslenskum stjórnmálum að Sjálfstæð-
isflokkurinn yrði ekki lengur stærstur.
Innanflokksátök í flokknum hafa
sjaldan náð að brjótast upp á yfirborð-
ið en nú er öldin önnur. Þegar Þor-
steinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins
og fyrrverandi formaður Sjálfstæð-
isflokksins, fer með afgerandi hætti
gegn Davíð Oddssyni, einnig fyrrver-
andi formanni Sjálfstæðisflokksins,
í leiðara er ljóst að ágreiningurinn
er kominn upp á yfirborðið. Innan-
flokksátök sjálfstæðismanna standa
á milli þriggja fylkinga. Alvarlegasti
klofningurinn er milli heimastjórnar-
arms Davíðs Oddssonar seðlabanka-
stjóra og fylkingar Geirs H. Haarde,
núverandi formanns.
Davíð fór aldrei
Sá skilningur er víða uppi að Dav-
íð hafi í raun ekki getað sleppt tök-
um af flokknum sem hann stýrði
með járnaga alla sína formanns-
tíð. Eftir að Davíð steig nauðugur
til hliðar og lét Halldór Ásgríms-
son, þáverandi forsætisráðherra,
gera sig að seðlabankastjóra hef-
ur hann samt sem áður hald-
ið áfram í pólitík. Á skrifstofu
sinni í Svörtuloftum hefur
hann lagt á ráðin um fram-
vindu pólitískra mála án
þess að Geir fái rönd
við reist. Þó hefur
Davíð á stund-
um þurft að lúta
í gras. Hann
var andvígur
myndun nú-
verandi rík-
isstjórnar Sjálfstæðisflokks og Sam-
fylkingar en barðist fyrir því ásamt
helstu fylgismönnum að samstarf yrði
tekið upp við vinstri-græna.
Andstaða Davíðs er skiljanleg ef lit-
ið er til þess að Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, formaður Samfylkingar, hefur
alla tíð verið sá pólitíski andstæðing-
ur sem Davíð hefur mesta óbeit á. Það
var Þorgerður Katrín Gunnarsdótt-
ir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins,
sem stuðlaði að því að saman gekk
með Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki.
Fyrir vikið hefur hún verið kölluð ljós-
móðir núverandi ríkisstjórnar. En
jafnframt uppskar hún óbeit Davíðs
sem hefur notað hvert tækifæri til að
hnjóða í hana og grafa undan henni.
Þorgerður er stjórnmálamaðurinn
sem hóf versta óvin Davíðs til valda.
„Náhirðin“
Í Davíðsarmi Sjálfstæðisflokksins
eru fæstir lengur með raunveruleg
völd. Þar er að finna Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra sem hefur alla
tíð verið Davíð fylgispakur. Raunar er
hermt að Davíð hafi aldrei haft neitt
sérstakt álit á Birni en fallist á að styðja
hann í prófkjöri á sín-
um tíma vegna
þess að hann
er eins konar
sonur flokks-
ins.
Bjarni
Benedikts-
son, faðir
Björns, er í
huga Davíðs
eins og all-
flestra
sjálf-
stæðis-
manna
goð-
sögn. Af því naut Björn góðs og hefur
alla tíð verið góður þjónn Davíðs. En
Björn er á útleið úr stjórnmálum og er
eins konar ráðherra á skilorði. Fullvíst
er að samið var um það við myndun
ríkisstjórnarinnar að hann myndi víkja
á kjörtímabilinu og annar Engeyingur,
Bjarni Benediktsson, tæki við.
Aðrir í því sem sumir kalla „náhirð“
Davíðs eru Kjartan Gunnarsson, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri Sjálfstæð-
isflokksins, sem Geirsarmurinn kom
úr starfi. Kjartan hefur reyndar ekki yf-
irgefið Valhöll ennþá því hermt er að
hann sé þar með skrifstofu í grennd
við framkvæmdastjórann, Andra Ótt-
arsson, tryggan Geirsmann.
Lektorinn Hannes Hólmsteinn
Gissurarson er í sama liði en hann
er einnig í bankaráði Seðlabankans.
Skoðanabróðir þessara manna er síð-
an Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi
ritstjóri Morgunblaðsins, sem lengi
hefur verið Davíð hliðhollur þótt rof
hafi orðið á vináttu þeirra um nokk-
urra ára skeið. Loks verður að nefna
Jón Steinar Gunnlaugsson, innmúrað-
an og innvígðan hæstaréttardómara.
Hann er spilafélagi seðlabankastjór-
ans og vinur. Hann á Davíð og Birni að
þakka að hafa fengið starf hæstarétt-
ardómara eftir að hafa verið metinn
aftarlega í röð umsækjenda. Þá er Sig-
urður Kári Kristjánsson alþingismað-
ur talinn tilheyra þessum armi.
Ógnarstjórn Davíðs
Þótt þessi hópur sé fornfræg-
ur eru völd hans í orði sáralítil. En á
borði hafa þeir náð fram flestu sem
þeir vilja. Davíð Oddsson stjórn-
aði alla tíð með ógninni. Ekki svo að
skilja að hann hafi beitt menn líkam-
legu ofbeldi, heldur hélt hann þjóð-
inni í járngreipum andlegs ofbeldis.
Þeir sem risu gegn stjórn hans gátu átt
von á því að vera refsað með þeim tól-
um sem ríkið hefur yfir að ráða. Þetta
kristallaðist í nafninu „Bláu höndinni“
sem Hallgrímur Helgason rithöfund-
ur kortlagði svo eftirminnilega eftir að
forsætisráðherrann hafði kallað hann
á teppið fyrir að hafa haft uppi óvarleg
orð um ógnarstjórnina.
Skytturnar fjórar
Þeir sem mynda kjarna Geirs-
armsins eru auk formannsins Árni
Mathiesen fjármálaráðherra, Guð-
laugur Þór Þórðarson heilbrigðisráð-
herra og Einar K. Guðfinnsson sjáv-
arútvegsráðherra. Fjórmenningarnir
halda afskaplega vel saman og ganga
í ákveðnum kreðsum undir samheit-
inu skytturnar fjórar. Þeir eru ríkjandi
valdakjarni flokksins en eiga það í
raun sammerkt að vera fremur veikir
stjórnmálamenn.
Þegar Geir raðaði á ráðherrastóla
sýndi þetta val hans jafnframt að hann
skipaði til valda menn sem voru hon-
um þóknanlegir fremur en að velja
þá sterkustu. Geir sniðgekk menn á
borð við Kristján Þór Júlíusson, sterk-
an leiðtoga í Norðausturkjördæmi, og
áðurnefndan Bjarna Benediktsson.
Auk þess að velja ráðherra eftir vin-
áttu fremur en hæfileikum gerði Geir
þá reginskyssu að halda Birni Bjarna-
syni dómsmálaráðherra inni í ríkis-
stjórninni.
Björn er Davíðsmaður og hafði far-
ið halloka í prófkjöri. Þar var að hluta
um kennt heilsíðuauglýsingum Jó-
hannesar Jónssonar í Bón-
us sem hvatti fólk til
að kjósa Björn ekki.
Ástæðan var sú að
Jóhannesi fannst
sem Björn hefði
gengið hvað harð-
ast fram í Baugs-
málinu og beitt
fyrir sig lögreglu og
þá sérstaklega skjól-
stæðingi sínum Har-
aldi Johannessen
ríkislögreglu-
stjóra. Hvort
sem Jóhannes
átti þátt í falli
Björns eða
skortur á kjör-
þokka þá lá
fyrir að hann yrði Geir fjötur um fót.
Þorgerður Katrín er hluti af þess-
um armi og nýtur líklega trausts Geirs.
En hún á líka andstæðinga. Guðlaugur
Þór elur með sér þann draum að verða
æðstráðandi í flokknum. Og hann veit
sem er að Þorgerður Katrín er hindr-
un sem þarf að ryðja úr vegi. Hermt
er að Þorgerður Katrín stefni einnig
til æðstu metorða innan flokks og hún
hafi augastað á embætti fjármálaráð-
herra. Sem hún telur vera næsta skref
áður en lagt verður á sjálfan tindinn.
Valtur Árni
Undir venjulegum kringumstæð-
um hefði það orðið torsótt en staða
Árna Mathiesen er mjög veik. Honum
er að miklu leyti kennt um þá djúpu
efnahagslægð sem þjóðin þarf að
ganga í gegnum.
Hann tók ábyrgð á skipan Þor-
steins Davíðssonar Oddssonar í emb-
ætti héraðsdómara á Norðurlandi og
Austurlandi. Hvert málið af öðru hef-
ur sprungið í andlit Árna, nú síðast
samningur hans við ljósmæður sem
er um það bil að gera möguleika á
þjóðarsátt að engu. Árna var þó nokk-
ur vorkunn þar sem samfylkingarráð-
herrarnir Ingibjörg Sólrún og Jóhanna
Sigurðardóttir höfðu lýst stuðningi við
kröfur ljósmæðra.
Innan flokks er aftur á móti mikil
óánægja með undanlátssemi Árna
eins og fram kom í máli Illuga
Gunnarssonar alþingismanns í DV
þar sem hann taldi mikið glapræði
að ganga til samninga við einn hóp
og fá svo yfir sig holskeflu annarra
hópa í leit að sama réttlæti.
Sögusagnir hafa geisað
um að Árni væri
á útleið en
sjálfur bar
hann það
til baka í
Kast-
ljósi
Rík-
is-
Eldar brenna innan Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn er í raun þríklof-
inn í Geirsarm, Davíðsarm og umbótasinna. Formaðurinn, Geir �aarde,
er valdalítill en í Seðlabankanum situr Davíð Oddsson og heldur um
valdataumana. Annar fyrrverandi formaður, Þorsteinn Pálsson, kast-
aði sprengju inn í umræðuna með opinberri gagnrýni á Davíð.
kloF ings
reyNir trauStaSON
ritstjóri skrifar: rt@dv.is
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Ljósmóðir ríkisstjórnarinnar uppskar óbeit
davíðs og er eyland í flokknum.
Björn Bjarnason er í
davíðsarmi flokksins.