Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2008, Síða 3
sjónvarpsins og sagðist að minnsta
kosti myndu hafa frumkvæði að því
sjálfur.
Geirsarmurinn státar af fleirum en
ráðherrum. Þar er líka að finna Þor-
stein Pálsson, fyrrverandi formann
Sjálfstæðisflokksins og núverandi rit-
stjóra Fréttablaðsins. Hann er mjög
handgenginn Geir og jafnframt sá
sem nú er að setja flokkinn í hreint
uppnám með því að steyta hnefa sinn
gegn Davíð í leiðara Fréttablaðsins.
Umbótasinnarnir
Þótt meginátakalínurnar í Sjálf-
stæðisflokknum sé á milli Davíðs
og Geirs er stór hópur þingmanna
flokksins sem myndar þriðja kjarnann
og fylgir hvorugum fylkinganna. Þar
fara fremstir þeir Bjarni Benediktsson,
Kristján Þór Júlíusson og Illugi Gunn-
arsson sem haldið hafa uppi harðri
gagnrýni á ábyrgðarleysi formanns-
ins í efnahagsmálum. Meðal skoðana-
bræðra þeirra eru Birgir Ármannsson
alþingismaður. Þeirra skoðun er sú
að stjórnvöld hafi flotið sofandi inn í
bankakreppuna sem nú
sligar íslenskt sam-
félag. Í raun mætti
kalla þennan hóp
umbótasinna í
flokknum.
Þeir hafa ekki
aðeins talað fyrir
ábyrgri efnhagsstjórn
heldur einnig verið
á þeirri skoð-
un að
flokkur einstaklingsframtaksins sé
kominn óralangt af leið með því að
hlaða stöðugt undir ríkisbáknið. Þótt
andstaða þeirra sé ekki nema að
hluta uppi á yfirborðinu er ólga undir
niðri og fjölmargir þingmenn og aðr-
ir flokksmenn eru á sama máli. Krafan
um kynslóðaskipti er hávær og margir
eru á þeirri skoðun að nauðsynlegt sé
að skipta út öllum í núverandi forystu.
Bjarni Benediktsson er nefndur
sem formannsefni í flokknum. Hann
er Engeyingur auk þess að vera um-
bótasinni og líklegt að stríðandi fylk-
ingar gætu sameinast um hann. Það
fer síðan eftir dýpt efnahagslægðar-
innar hvenær Geir fer frá völdum og
nýir menn taka við. Sjálfur ber forsæt-
isráðherrann ýmis þau einkenni að
hann sá að nálgast endastöð í stjórn-
málum.
Stjórnmálamaður í Seðlabanka
Vandræði Geirs Haarde snúast fyrst
og fremst um þá staðreynd að flokk-
urinn er ekki óskiptur að baki hon-
um á erfiðum tímum. Í Seðlabankan-
um situr Davíð Oddsson, maðurinn
sem þyngsta ábyrgð ber á stöðu efna-
hagsmála og stjórnar peningamálun-
um. Hann hegðar sér fremur eins og
stjórnmálamaður en embættismaður.
Þegar meirihluti Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks sprakk glitti
í seðlabankastjórann sem vildi sam-
starf Sjálfstæðisflokks og VG. Fram-
sóknarflokkurinn sá við þessu og
Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi
sprengdi og gekk til liðs við Samfylk-
ingu, VG og frjálsynda við mikið óyndi
sjálfstæðismanna.
Hermt er að Davíð hafi haft mik-
il áhrif á tilurð tveggja meirihluta í
Reykjavík. Fyrst með því að fá Ólaf F.
Magnússon til samstarfs og gera hann
að borgarstjóra og seinna með því að
koma á koppinn meirihluta Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Lengi hefur verið gott á milli Guðna
Ágústssonar og Davíðs og er því
haldið fram að þeir hafi náð saman
um að Óskar Bergsson gengi til liðs
Sjálfstæðisflokkinn.
Fáum dylst að Davíð grefur stöðugt
undan Geir án þess að fullljóst sé
hvern hann vill fá í staðinn. Frægt
drottningarviðtal á Stöð 2
sýndi svo grímulausan
Davíð sem talaði eins
og stjórnmálamaður
um lýðskrumara sem
hann fyrirliti. Þar var
um að ræða þá sem
vildu evru fremur en
krónu. Þetta varð til
þess að Þorsteinn
Pálsson fékk nóg
og hann skrifaði
leiðarann góða
þar sem hann
ræðst af hörku gegn embættismann-
inum sem ekki þekkir sín takmörk.
Leiðarinn markar þau tímamót að
í fyrsta sinn ræðst þungavigtarmaður
úr Sjálfstæðisflokknum gegn sjálfum
Davíð. Hann hefur farið sínu fram í
bankastjórn Seðlabankans og hermt
er að samskipti milli bankastjóranna
þriggja séu sáralítil sem engin. Þótt
flokkurinn klofni ekki formlega séð er
ljóst að límingarnar hafa gefið sig og
brestirnir eru fyrir allra augum.
Mistök Geirs
Ríkisstjórn Geirs Haarde tók við
í miklum meðbyr og með gríðarlega
sterkan meirihluta. En reginmistök
Geirs voru þau að ganga ekki milli bols
og höfuðs á andstæðingum sínum. Til
að ná styrkri stjórn á flokknum hefði
hann þurft að setja Björn Bjarnason
af sem ráðherra og semja við Davíð
Oddsson um starfslok.
Sjálfstæðismaður í innsta kjarna
flokksins segir að fyrst Geir sýndi ekki
klærnar í upphafi ráði hann ekki leng-
ur ferðinni. Þótt hann vilji nú losna
við Davíð er útilokað að reka hann
vegna þess hve slæm skilaboð fælust
í því út á hinn alþjóðlega markað að
reka seðlabankastjóra í miðjum ólgu-
sjó efnahagslægðarinnar. Í annan stað
lægi fyrir sú staðreynd að forsætisráð-
herrann yrði að biðja um leyfi til þess
að láta hann fara:
„Hann verður að spyrja Davíð hvort
hann megi reka seðlabankastjórann.“
Og einmitt í þeim orðum kristallast
innanmein Sjálfstæðisflokksins. Enn
þarf að spyrja Davíð um smátt sem
stórt.
Flokkur a barmi
Miðvikudagur 24. SepteMber 2008 3Fréttir
kloFning
Birgir Guðmundsson lektor:
Skylmast opinberlega
„Það er vitað að það hafa lengi
verið gríðarleg átök í flokknum.
Það nýja í þessu er að nú virðast
menn farnir að skylmast opin-
berlega,“ segir Birgir Guðmunds-
son, lektor í stjórnmálafræði við
Háskólann á Akureyri, um leið-
ara Þorsteins Pálssonar, ritstjóra
Fréttablaðsins.
Birgir segir að lengi hafi legið
fyrir að þetta mál myndi brjótast
út og valda flokknum erfiðleikum.
Það hafi verið að gerast í öðrum
flokkum.
„Armarnir sem takast á núna
eru hins vegar sterkari en áður.
Það er athyglivert að núna glíma
menn sem alla jafna tala mjög var-
lega. Þetta er efnisleg staðfesting
á því sem menn hafa talað um og
gefið til kynna mjög lengi: Innan-
flokksátökin í Sjálfstæðisflokkn-
um eru mikil,“ segir Birgir en vill
þó ekki ganga svo langt að segja
að þetta muni leiða til klofnings í
flokknum.
„Gárurnar í flokknum eru farn-
ar að verða sýnilegar. Þær eru jafn-
vel farnar að líkjast öldum, án þess
ég vilji gera úr þeim stórsjó,“ segir
Birgir léttur í bragði. Hann reikn-
ar ekki með því að leiðarinn muni
draga dilk á eftir sér núna.
„Þorsteinn er hins vegar að
verða skeleggur málsvari fyrir Evr-
ópusambandssinna innan Sjálf-
stæðisflokksins. Það kæmi mér á
óvart ef þetta leiddi til stórra átaka
nú, jafnvel þó leiðarinn komi á við-
kæmum tímapunkti,“ segir Birgir
og bendir á þá staðreynd að Evr-
ópustefnunefndin er þessa dagana
í Brussel að funda með forsvars-
mönnum Evrópusambandsins.
Aðspurður hvort hlutverk
stærstu dagblaðanna sé að breyt-
ast segir Birgir að tónninn í Morg-
unblaðinu hafi verið að breytast.
„Heimastjórnararmur Sjálfstæðis-
flokksins er að missa Moggann frá
sér. Morgunblaðið hefur hingað til
verið hliðhollt mönnum sem hafa
efasemdir um ESB en það er að
breytast með nýjum ritstjóra. Mér
virðist sem tvö af stærstu blöðun-
um séu því að hallast að Evrópu-
sambandinu,“ segir Birgir.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins geir H.
Haarde mistókst að ná tökum á flokknum í
fæðingu ríkisstjórnarinnar.
Bjarni Benediktsson er
leiðtogaefni umbótasinna.
Geirsarmurinn
Davíðsarmurinn
umbótasinnar
Geir H.
Haarde
Árni
Mathiesen
Guðlaugur
Þór
Þórðarson
Einar K.
Guðfinnsson
Þorsteinn
Pálsson
Davíð
Oddsson
Björn
Bjarnason
Kjartan
Gunnarsson
Haraldur
Johannes-
sen
Óli Björn
Kárason
Sigurður
Kári Krist-
jánsson
Styrmir
Gunnarsson
Hannes
Hólmsteinn
Gissurarson
Bjarni
Benedikts-
son
Kristján Þór
Júlíusson
Illugi
Gunnarsson
Birgir
Ármannsson