Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2008, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2008, Qupperneq 6
Miðvikudagur 24. SepteMber 20086 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Skipt um láS á SkrifStofunni Sigþór Ari Sigþórsson er hættur sem framkvæmdastjóri Klæðningar ehf. og hefur verið læstur úti af skrifstofu sinni af stjórnarformanni fyrirtækisins. Stjórnarfor- maðurinn var ósáttur við ákvörðun Sigþórs um að fresta fyrirtöku á víxilmáli JB Byggingafélags og þar með fara gegn vilja meirihluta eigenda. „Ég lít svo á að uppsögn minni frá 14. ágúst hafi verið tekið. Ég er ekki á leiðinni þarna inn á næstunni,“ seg- ir Sigþór Ari Sigþórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Klæðningar ehf. sem lét af störfum hjá fyrirtækinu á föstudaginn. Samkvæmt heimildum DV var það vegna ósættis við stjórn- arformann og meirihlutaeigendur í félaginu í tengslum við mál sem snýr að JB Byggingafélagi. Læstur úti Heimildir DV herma að allt hafi farið í háaloft á föstudaginn þegar Guðmundur Ingi Karlsson, stjórn- arformaður Klæðningar, fór á fund Sigþórs Ara og lét þung orð falla. Ástæðan ku vera sú að stjórnarfor- maðurinn var lítt hrifinn af ákvörð- un Sigþórs um að fresta fyrirtöku víxilmáls JB Byggingafélags frá 19. september til 29. eða um tíu daga. Sigþór hafi hins vegar viljað meina að hann hafi með því verið að verja hagsmuni Klæðningar þar sem upp- lýsingar hafi legið fyrir um að JB gæti samið um greiðslu. Sigþór Ari vildi að öðru leyti lítið tjá sig um starfslok sín hjá fyrirtækinu. Herma heimildir DV að stjórnarformaðurinn hafi lát- ið þung orð falla og þar að auki skipt um lás á skrifstofu Sigþórs og úhýst honum þaðan. Guðmundur Ingi Karlsson, stjórnarformaður Klæðn- ingar, vildi ekkert tjá sig um starfs- lok Sigþórs Ara þegar DV hafði sam- band við hann, né heldur hvernig þau starfslok bar að. Mun eignast fyrirtækið Sigþór Ari segir að hann hafi sagt upp störfum þann 14. ágúst síðast- liðinn í tölvupósti út af deilu á milli hluthafa og að sinn síðasti vinnu- dagur hefði að óbreyttu átt að vera í lok nóvember. „Ég lít svo á að upp- sögn minni frá 14. ágúst hafi verið tekið, þó menn hafi mátt vera í betra skapi þegar það var gert. Ég er ekki á leiðinni þarna inn á næstunni,“ sagði Sigþór þegar DV náði tali af honum. Sigþór, sem sjálfur á tíu prósenta hlut í Klæðningu, hafði skömmu áður en stjórnarformaðurinn hélt á hans fund handsalað samkomulag um að kaupa fyrirtækið ásamt hópi fjárfesta, en segir að það samkomu- lag sé nú í uppnámi eftir atburð- inn. „Þeirri vinnu var nánast lok- ið þar til stjórnarformaðurinn kom á minn fund, en núna er það á bið enda skaðar þetta fyrirtækið. Ég skil þetta svo að það séu ákveðnir hlut- hafar sem vilji ekki selja,“ segir Sig- þór. Aðspurður hver framtíð Klæðn- ingar verði segist hann vonast til að hann eignist fyrirtækið fyrr en síð- ar. „Mín von og trú er sú að ég muni eignast þetta fyrirtæki fyrr eða síðar. Hvort það verði í næstu viku eða síð- ar verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Sigþór. Gegn vilja meirihluta Byggingafélag Gylfa og Gunn- ars (BYGG) á hlut í Klæðningu og er með meirihluta í stjórn. JB Byggingafélag átti þriðjungshluta í fyrirtækinu fram til ársins 2007 þegar hlutur þess endaði hjá VBS fjárfestingabanka, við yfirtöku í JB. Í desember árið 2007 var skipt um stjórn og stjórnarformann og kom þá Guðmundur Ingi Karlsson inn í stjórn Klæðningar sem stjórnar- formaður í gegnum BYGG. Heim- ildir herma að lætin snúist fyrst og fremst um að Sigþór Ari hafi ákveð- ið að fresta fyrirtöku víxilmálsins um tíu daga, en því hafi stjórnar- formaðurinn ekki unað fyrir hönd BYGG og sakað hann um að fara gegn vilja meirihluta eigenda sem hafi viljað sjá JB Byggingafélag keyrt í þrot. Sigþór Ari hafi hins vegar metið það svo, þar sem hann taldi sig vera orðinn óformlegan eiganda Klæðningar, að það væri í Klæðn- ingu í hag að fresta fyrirtökunni. Annars fengist ekkert. „Ég vil ekki gera mikið úr þessu eins og staðan er í dag. Ég er allavega að leita mér að vinnu,“ segir Sigþór Ari. Talsverður uggur er innan Klæðningar ehf. í kjölfar brottvikn- ingar Sigþórs Ara enda er fyrirtækið framkvæmdastjóralaust um þessar mundir og óttast margir að uppþot stjórnarformannsins gæti reynst dýrkeypt. SiGurður MikAeL jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Í kuldanum Sigþór ari segir að hann eigi ekki afturkvæmt sem framkvæmdastjóri klæðningar, en hyggst eignast félagið fyrr en seinna. Auglýst eftir vitnum Rannsóknardeild lögregl- unnar á Suðurnesjum óskar eftir upplýsingum varðandi líkamsárásarmál sem átti sér stað á Ljósanótt, að morgni sunnudagsins 7. september. Lögreglumenn komu þá að meðvitundarlausum manni liggjandi á Hringbraut í Keflavík, móts við Mávabraut. Kona, sem var hjá mannin- um, sagðist hafa séð menn hraða sér í burtu á rauðri Honda Accord bifreið. Lög- reglan óskar eftir að ná tali af konunni og biður jafnframt önnur vitni sem hugsanlega kunna að vera að þessu atviki að hafa samband. „Mín von og trú er sú að ég muni eignast þetta fyrirtæki fyrr eða síðar. Hvort það verði í næstu viku eða síðar verður tíminn að leiða í ljós.“ Jóhann R. Benediktsson, löreglu- stjóri á Suðurnesjum, mun sam- kvæmt heimildum DV óska eftir því við dómsmálaráðuneytið að fá að hætta störfum hið fyrsta. Jóhann mun líta þannig á að honum sé ekki vært í embætti vegna þess eineltis sem hann hafi sætt af hendi Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Sú ákvörðun ráðherrans að aug- lýsa embætti Jóhanns laust til um- sóknar var aðeins kornið sem fyllti mælinn. Því mun Jóhann hafa talið að það yrði embættinu til mikils skaða ef hann yrði áfram. Í fyrramálið mun lögreglustjórinn funda með starfsfólki sínu og kynna því ákvörðun sína. Jóhann hefur áður sagt að hann hyggist ekki sækja um starfið, verði það auglýst eins og Björn Bjarnason hefur tilkynnt honum. Á nýja Face- book-síðu, sem stofnuð hefur ver- ið til stuðnings Jóhanni, hafa yfir 800 manns ritað nafn sitt. Ólga er á meðal starfsmanna lög- reglustjórans vegna framgöngu ráð- herrans. Þá gætir undrunar og reiði innan stjórnarflokkanna vegna þess sem menn kalla aðför að lögreglu- stjóranum sem er með flekklausan feril. Jóhann var í viðtali á Útvarpi Sögu á laugardaginn og sagðist þar að- spurður ekki kannast við að hann væri óhlýðinn. Hann sagði þó að vel mætti vera að einhverjum fyndist svo. Jóhann sagðist hins vegar vera svolítið þver en hann reyndi að vera sanngjarn þótt hann væri harður. Hann sagði ákveðið andrúmsloft hafa myndast og í því hafi hann ekki verið tilbúinn til að „vera hluti af já-hópi“. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra flæmdi lögreglustjórann úr starfi: Hættir vegna eineltis ráðherra jóhann r. Benediktsson Fundar með starfsfólki sínu á morgun. ráðherra í réttum Árni Mathiesen fjármálaráð- herra fór í réttir með einkabíl- stjóra sínum á föstudaginn. Jón Hermannsson bóndi á Högna- stöðum staðfestir þetta og segir marga þingmenn Suður- kjördæmis fara í réttir í sveit- inni. Heimildamaður DV sagði einkabílstjóra Árna hafa skutlast eftir þremur V.S.O.P. koníaks- flöskum þegar leið á daginn. Jón segir það ekki vera rétt: „Ég get nú alveg séð mönnum fyrir víni þegar þeir koma til mín í réttir.“ Jón segir þingmenn þó vanalega vera með pela þegar þeir koma í réttir svo þeir geti gaukað að kjósendum sínum. miðborgarstjóri hefur húmor „Þetta er bara brandari, stór- skemmtilegt grín,“ segir miðborg- arstjórinn Jakob Frímann Magn- ússon um falsað bréf í hans nafni sem einhverjir borgarbúar hafa fengið undanfarið. Í bréfinu seg- ir meðal annars: „Orðatiltækið heilbrigð sál í hraustum líkama á vel við. Ber þá helst að huga að þynd og daglegri umhirðu tanna, hárs og húðar.“ Jakob segir uppá- tækið varða við lög en hann ætli ekki að elta ólar við prakkarann. „Þetta er vel samið, allur stíllinn á þessu er vandaður og trúverðug- ur. Þetta er spaug af því tagi sem ég hef verið staðinn að sjálfur.“ Krónan ekki til sölu í Evrópu Útibú Landsbankans í Hollandi neitaði hollenskri konu um að kaupa krónur þegar hún kom í bankann og vildi fjárfesta í gjaldmiðl- inum. Konan er móðir Hol- lendings sem býr á Íslandi en honum var brugðið þegar hann heyrði þetta. „Ég hafði ráðlagt henni að kaupa krón- ur vegna þess að gengið er lágt núna, þannig að ég taldi þetta vera góða fjárfestingu. En ef enginn getur keypt krónu þá er ekki furða að hún lækki dag frá degi.“ Ástæð- an er sú að Landsbankinn er einungis með fyrirtækjaþjón- ustu í Hollandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.