Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2008, Side 17
„Við verðum glaðir fram á vor en
erum strax farnir að undirbúa okk-
ur undir næsta ár,“ segir Sigursveinn
hjá ÍBV. Hann segir árangur seinni
umferðarinnar í fyrra hafa gefið tón-
inn fyrir þetta nýafstaðna tímabil og
stefnan hafi verið tekin upp um deild.
„Við vorum með næstum óbreytt lið
frá því árinu áður og vissum hvað við
höfðum í höndunum. Við stefnum að
því að halda þeim flestum á næsta ári
og bæta við sterkum leikmönnum.
Við erum að skoða ýmsa möguleika í
þeim málum og erum þegar búnir að
framlengja samninga við nokkra leik-
menn. Þó svo að við höfum unnið í 1.
deildinni nokkuð örugglega er tölu-
verður munur á þeirri deild og úvals-
deildinni og við verðum að styrkja
okkur.“
Plummum okkur í efstu
Sigursveinn fer varlega í að spá fyr-
ir um næsta tímabil. „Það fer eftir því
hvernig liðið verður, hverjir koma og
hvernig peyjarnir verða stemmdir en
fyrsta markmið verður auðvitað að
halda okkur í deildinni. Það verður
gaman að bera okkur saman við lið-
in í efstu deild. Ég tel að liðið okkar
hefði jafnvel plummað sig ágætlega
í Landsbankadeildinni í ár. Við erum
með unga peyja og auðvitað á það eft-
ir að koma í ljós hvernig þeir höndla
pressuna þegar á hólminn er komið.
En við erum komnir til að vera.“
Dýr útgerð
Rekstur íþróttafélaga á lands-
byggðinni hefur oft reynst erfiður
og vegur mikill ferðakostnaður þar
þungt. „Við höfum fundið fyrir efna-
hagsástandinu eins og aðrir en við
eigum góða bakhjarla og stuðnings-
menn í Eyjum. En eins og staðan er
núna er ódýrara að vera í efstu deild
en í þeirri fyrstu. Við flugum fjór-
ar ferðir norður og austur í sumar á
meðan liðin í úrvalsdeildinni eru öll
á suðvesturhorninu. Skaginn fer út
og við komum í staðinn,“ segir Sig-
ursveinn sposkur og bætir við: „Svo
koma einhverjir sjónvarpspeningar
inn í þetta líka þannig að ef menn fara
ekki á allsherjar fyllerí á leikmanna-
markaðnum á að vera auðveldara að
reka félagið í efstu deild.“
Vallarmálin óleyst
„Varðandi heimavöllinn, Hásteins-
völl, þá er staðan í því máli óbreytt og
vandamálið þar með óleyst. KSÍ er
með sínar kröfur um stúkubyggingu,
Vestmannaeyjabær á völlinn og ég
bara trúi ekki öðru en menn setjist
niður og leysi þetta. Við skiljum vel
þá afstöðu KSÍ að fylgja þurfi ákveðn-
um stöðlum en nú er verið að tala um
tímamót í boltanum þegar grasið vík-
ur og gervigras verður liðið í Garða-
bænum. Það yrðu heldur betur tíma-
mót einnig ef liði í efstu deild yrði
bannað að spila á heimavelli sínum,“
segir Sigursveinn að lokum
Þjálfarinn áfram?
Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV
hefur lýst því yfir að hann vilji halda
áfram með liðið. Í samtali við DV í
gær sagði hann enn óvíst hvort af því
yrði. Heimir er að vonum ánægður
með tímabilið. „Við byrjuðum mót-
ið mjög vel og það lagði grunninn að
árangri okkar í sumar. Liðsheildin var
mjög góð og okkar helsti styrkur fólst í
því að við vorum ekki með fáa ómiss-
andi leikmenn sem allt snérist um,
heldur frábæra heild þar sem maður
kom í manns stað. Það er lykillinn að
þessu öllu saman. Enda kemur það
á daginn að við erum með sex leik-
menn í liði ársins í uppgjöri Fótbolta.
net á 1. deildinni,“ segir Heimir sem
einnig var kosinn þjálfari deildarinn-
ar við sama tækifæri.
Miðvikudagur 24. SepteMber 2008 17Sport
Sport KeflaVíK meistari fyrir framan sjónVarPið? keflavík getur orðið Íslandsmeistari í knattspyrnu karla í kvöld sitjandi heima með öl í annarri og snakk í hinni. FH tekur á móti breiðabliki á þeim athyglisverða tíma, 16.30, og takist Hafnfirðingum ekki að sigra er keflavík orðið meistari án þess að snerta fótbolta. Þetta er ekki algengt að gerist á Íslandi enda tvær síðustu umferðirnar alltaf leiknar á sama tíma. vegna evrópuþátt-töku FH í ár eiga þeir hins vegar þennan leik gegn breiðabliki eftir. FH þarf líka að hugsa um markatöluna en vinni þeir næstu tvo leiki sína og Fram nær jafntefli við keflavík í lokaumferðinni ræðst Íslandsmótið á markatölu. FH hefur 15 mörk í plús en keflavík 18 mörk.
Eyjamenn eru enn að fagna sigri sínum í 1. deild. Leikmenn ÍBV uppskáru toppsætið
eftir frábæra spilamennsku í sumar og segir þjálfarinn Heimir Hallgrímsson jafna
og góða liðsheild lykilinn að árangri liðsins. sigursveinn Þórðarson, formaður knatt-
spyrnuráðs ÍBV, segir liðið eiga heima meðal þeirra bestu.
Á hverju ári síðan 2004 hefur vef-
síðan Fótbolti.net staðið fyrir upp-
gjöri á liði ársins í 1. og 2. deild í
knattspyrnu. Það eru þjálfarar og
fyrirliðar liðanna í deildunum sem
kjósa. ÍBV var eðlilega sigursælt í
fyrstu deildinni sem þeir unnu með
yfirburðum. Þeir áttu sex af ellefu í
iði ársins og þá var þjálfarinn, Heimir
Hallgrímsson, valinn sá besti og Atli
Heimisson besti leikmaður deildar-
innar. Sá efnilegasti var valinn Viðar
Örn Kjartansson úr Selfossi.
Í 2. deildinni áttu liðin tvö sem
komust upp, ÍR og Afturelding, níu af
ellefu í liðinu. Guðlaugur Baldursson
úr ÍR var valinn besti þjálfari deildar-
innar og Árni Freyr Guðnason einnig
úr ÍR besti leikmaðurinn. Efnilegasti
var valinn Elfar Árni Aðalsteinsson
úr Völsungi sem er bróðir Valsarans
Baldurs Aðalsteinssonar.
Lokahófið í ár fór fram á veitinga-
staðnum Silfri við Austurvöll og sá
hinn landskunni íþróttafréttamaður
Guðjón Guðmundsson um veislu-
stjórnun annað árið í röð. Magnús
Már Einarsson, ritstjóri vefsíðunnar,
segir hófið stækka ár frá ári. „Menn
eru stoltir af verðlaununum held
ég. Verðlaunahafar eru að koma frá
Vestmannaeyjum, Akureyri, Sauð-
árkróki, Húsavík og fleiri stöðum
til að taka á móti verðlaununum.
Það segir okkur ýmislegt um hversu
vel þeir kunna að meta þetta og við
erum þeim mjög þakklátir þeim fyr-
ir að koma,“ segir Magnús.
tomas@dv.is
Verðlaun fyrir 1. og 2. deild gerð upp af Fótbolta.net í gær:
STÆRRA MEÐ HVERJU ÁRINU
ronalDo á
sKotsKónum
ronaldo byrjaði sinn fyrsta leik fyrir
Manchester united eftir meiðslin í
gær þegar englandsmeistararnir tóku
á móti Middlesbrough í bikarnum.
ronaldo lék sextíu mínútur og
skoraði fyrsta mark leiksins með
skalla eftir hornspyrnu. boro-menn
jöfnuðu þvert gegn gangi leiksins í
seinni hálfleik en mistök í vörn
gestanna gáfu giggs og Nani
auðveld mörk fyrir united sem
tryggðu 3-1 sigur heimamanna.
brasilíumaðurinn ungi og efnilegi
rodrigo possebon fór af velli líklegast
fótbrotinn eftir ruddalega tæklingu
austurríkismannsins emmanuels
pogatetz. pogatetz fékk réttilega
rautt spjald fyrir vikið enda átti
tæklingin ekkert skylt við knatt-
spyrnu og verður hann heppinn að
sleppa með þriggja leikja bann
tomas@dv.is
ENSkI dEIldAbIkARINN
Arsenal - Sheffield United 6–0
1-0 Nicklas Bendtner (31.), 2-0 Nicklas Bendtner
(42.), 3-0 Carlos Vela (44.), 4-0 Carlos Vela (50.), 5-0
Jack Wilshere (57.), 6-0 Carlos Vela (87.).
Man. United - Middlesbrough 3–1
1-0 Cristiano Ronaldo (25.), 2-0 Ryan Giggs (79),
3-0 Nani (90.+3)
Liverpool - Crewe 2–1
1-0 Daniel Agger (15.), 1-1 Michael O’Connor
(25.), 2-1 Lucas Leiva (58.).
Stoke - Reading 2–2
Brynjar Björn lék sinn fyrsta leik síðan í janúar.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í vítakeppni sem
Reading tapaði 6-5.
Watford - West Ham 1–0
1-0 Hayden Mullins (70, sjálfsmark.).
Burnley - Fulham 1–0
1-0 Jay Rodriguez (88.).
Sunderland - Northampton 2–2
Sunderland vann 6-5 eftir vítakeppni.
Leeds - Hartlepool 3–2
Rotherham - Southampton 3–1
Swansea - Cardiff 1–0
Leikirnir á morgun:
Aston Villa - QPR
Ipswich - Wigan
Newcastle - Tottenham
Portsmouth - Chelsea
Blackburn - Everton
fylgist með þessum atli Heimisson leikur loks í Landsbankadeildinni á næsta ári.
mynD fótbolti.net
lið ársins í 1. DeilD
albert Sævarsson (Íbv); daníel Laxdal
(Stjarnan), andrew Mwesigwa (Íbv),
dusan ivkovic (Selfoss), Matt garner
(Íbv); dean Martin (ka), andri Ólafsson
(Íbv), Henning eyþór Jónason (Selfoss),
augustine Nsumba (Íbv); Sævar Þór
gíslason (Selfoss), atli Heimisson (Íbv).
besti þjálfarinn:
Heimir Hallgrímsson (Íbv)
besti leikmaðurinn:
atli Heimisson (Íbv)
efnilegasti leikmaðurinn:
viðar Örn kjartansson (Selfoss)
lið ársins í 2. DeilD
atli Már rúnarsson (Magni); bjarki Már
Árnason(tindastóll), baldvin Jón
Hallgrímsson (Ír), John andrews
(afturelding), rannver Sigurjónsson
(afturelding); guðfinnur Þórir
Ómarsson (Ír), knútur rúnar Jónsson
(víðir garði), Árni Freyr guðnason (Ír),
tómas Joð Þorsteinsson (afturelding);
paul Clapson (afturelding) elías ingi
Árnason (Ír).
besti þjálfarinn:
guðlaugur baldursson (Íbv)
besti leikmaðurinn:
Árni Freyr guðnason (Ír)
efnilegasti leikmaðurinn:
elfar Árni aðalsteinsson (völsungur)
sVeinn waage
blaðamaður skrifar: swaage@dv.is
eyjamenn
komnir til að vera
fögnuður dyggir stuðningsmenn á Selfossi.
mynD guðný ósKarsDóttir
sigur í 1. deild Leikmenn
Íbv fagna áfanganum.
mynD guðný ósKarsDóttir