Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2008, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2008, Side 20
miðvikudagur 24. september 200820 Fókus Metsölubókin Glerkastalinn eftir Jeanette Walls kom út hjá JPV fyrr á þessu ári og hefur vakið gríðarlega athygli hvarvetna í heiminum. Hún kom fyrst út árið 2005 í Bandaríkj- unum undir nafninu The Glass Castle en hefur nú verið þýdd á mörg tungumáll. Í bókinni segir Jeanette sjálf frá erfiðum uppvaxt- arárum víðs vegar um Bandaríkin en foreldrar hennar festu hvergi rætur og hröktust milli staða. Hún og systkini hennar þurftu að þola fátækt og vanrækslu og lærðu snemma að standa á eigin fótum. Bókin er afar auðlesin. Höfundi tekst að segja listilega vel frá þeim erfiðu aðstæðum sem systkinin þurftu að þola á uppvaxtarárum sínum. Fyrstu minningar sínar á hún úr eyðimörk villta vestursins, því næst Phoenix og að lokum frá fjöllunum í austri. Foreldrar henn- ar, Rose Mary og Rex Walls, voru sérvitur hjón sem náðu aldrei að byggja neitt upp af viti. Hún var listamaður og hann var stórkarla- legur athafnamaður sem tolldi illa í vinnu auk þess sem hann var drykkjumaður. Þau voru villtar sál- ir sem létu hvatvísi stjórna ofar skynseminni. Þau drógu börn sín á milli staða undir því yfirskini að þau væru að leggja af stað í nýtt ævintýri. Ævintýri sem systkinin uppgötuvuðu á unglingsárum að voru fegruð orð yfir flótta. Hver sá sem les um slíka fátækt og hörmungar sem börnin þurftu að þola verður þunglyndur. Bókin tekur á andlegu hliðina á slæman og góðan hátt. Jeanette tekst með hispurslausum skrifum og jákvæð- um huga að gera frásögn sína listi- lega og í raun einblína á jákvæðar hliðar lífsins. Ljóst er að hún elsk- aði föður sinn ávallt þrátt fyrir að hann hafi brugðist henni á köflum. Lesandanum verður ljóst að Jea- nette er sterk kona sem náði fót- festu í lífinu þrátt fyrir æskuna. Sú vitneskja gerir bókina og lesturinn enn merkilegri og verðmeiri. Undirrituð mælir hiklaust með þessari bók fyrir alla. Hún er í senn fróðleg, sorgleg og skemmtileg. Hún grípur mann á fyrstu blaðsíðu og heldur manni við efnið. þetta er bók sem maður vill klára strax og fá svo meira. Hún sýnir manni döpur samfélög, fátækt og niður- níslu, eitthvað sem maður getur ekki ímyndað sér að lenda í. Vekur mann til umhugsunar og skilur eft- ir sig þakklæti í hjartanu. Fróðleik- ur fyrir lífið. Ásdís Björg Jóhannesdóttir á m i ð v i k u d e g i EngisprEttur aftur á svið Þeim sem misstu af EngisprEttum í Þjóðleikhúsinu á liðnu leikári gefst nú tækifæri til að sjá þessa rómuðu leiksýningu. efnt verður til fimm aukasýninga á verkinu á næstunni og hefjast sýningar um helgina. Nánari upplýsingar um verkið og miðasölu á lEikhusid.is. Sönn og ótrúleg Sagatolli í Kaup-mannahöfn Myndlistarmaðurinn Tolli opn- ar sýningu í Kaupmannahöfn í þarnæstu viku, nánar tiltekið þann 10. október. Sýningin, sem verð- ur í Kong Hans Salen í Magasin du Nord, er byggð á sýningu sem Tolli var með í Reykjavík Art Gallery hér á landi fyrr á árinu að viðbættum nokkrum verkum. Myndirnar hefur hann mestmegnis málað á síðustu tveimur árum. Sýningin, sem ber yf- irskriftina Abstract Buddha Abstract, er sett upp í samvinnu við íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn og stendur til 25. október. forsala á tý Miðasala á míní-tónleikaferðalag færeysku rokkaranna í Tý fyrstu helgina í október hefst í dag. Hægt er að kaupa miða í Smekkleysu í Reykjavík, Paddy’s og Hljómvali í Keflavík og Pennanum á Akureyri. Þetta verður í fimmta skiptið sem sveitin kemur til Íslands en eins og margir muna væntanlega sló hún í gegn fyrir nokkrum árum með laginu Ormurin langi. Einum tón- leikum hefur verið bætt við frá því tilkynnt var um konu Týs og mun sveitin því spila á fernum tónleik- um: á Paddy´s í Keflavík 2. októ- ber, á Græna hattinum á Akureyri 3. október, á NASA daginn eftir og loks 5. október á tónleikum fyrir alla ald- urshópa í Hellinum við Hólmaslóð. Miðasalan á riff hafin Miðasala hófst í gær á RIFF, Al- þjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík, sem byrjar á morgun og stend- ur í ellefu daga. Stakur miði kostar 900 krón- ur en hægt er að kaupa átta mynda klippikort á 5000 krónur og hátíðarpassa á 7000 krónur. Hátíðarpassinn veitir rétt til þess að fá útgefinn einn miða á hverja sýningu. Miðasala fer fram í upp- lýsingamiðstöð hátíðarinnar í Iðu við Lækjargötu og í sjálfboðaliða- miðstöð að Laugavegi 35. Staka miða og miða á sérviðburði er einnig hægt að kaupa á riff.is og midi.is og stakir miðar og afslátt- arkort eru seld í bíóhúsum. Nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar, það þriðja á þessu ári, er í djarfari kantinum. Alla vega ef horft er til forsíðu blaðsins þar sem eru fjórar nektarmyndir af mynd- listarmanninum Gylfa Gíslasyni. Myndirnar voru bannaðar á Tví- æringnum í Rostock árið 1975. Í heftinu er líka bréf sem Gylfi, sem lést sviplega árið 2006, skrifaði föður sínum frá Amsterdam eftir að myndirnar voru bannaðar. Er hinn vinsæli sjónvarpsþáttur Næturvaktin allur þar sem hann er séður? Andri Fannar Ottósson og Steinar Örn Atlason sýna fram á í skemmtilegri grein að í raun og veru er serían nokkuð nákvæm myndskreyting við sálgreiningu Freuds. Þar stemmir allt, íd-ið, sjálfið og yfirsjálfið. Áhugasamir geta líka athugað eftir lestur grein- arinnar hvort greiningin passi líka við Dagvaktina, framhald Nætur- vaktarinnar, sem hófst á Stöð 2 um síðustu helgi. Hápunktunum í tónleikaferða- lagi Bjarkar um heiminn í kjölfar útkomu plötunnar Volta er lýst í grein sem ber yfirskriftina Ferðin á heimsenda. Höfundur er Jónas Sen tónlistarmaður en hann er einn þeirra sem tóku þátt í þessu eins og hálfs árs langa ævintýri. Jón Karl Helgason rifjar upp bók- menntaleg ferðalög tveggja 19. aldar rithöfunda (og sögupersóna þeirra) í grein sem ber það dular- fulla heiti Grasaferðalok. Flagg- skip heftisins er svo Linda Vil- hjálmsdóttir með ljóðasyrpuna „frelsi“. Þá er ónefnt „raunveruleika- kvæði“ þar sem samtal tveggja manna í íslenskum sjónvarpsþætti er skrifað upp orð fyrir orð. Um er að ræða frægt viðtal sem Arnar Gauti, einn umsjónarmanna Inn- lits/útlits á Skjá einum, tók við Ás- geir Kolbeinsson fjölmiðlamann í tengslum við íbúð sem hann hafði nýlega keypt. Þá eru að venju nokkrir rit- dómar í heftinu, þar á meðal um Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson, Kalt er ann- ars blóð eftir Þórunni Erlu-Valdi- marsdóttur og Rimla hugans sem Einar Már Guðmundsson sendi frá sér á síðasta ári. NektarmyNdir og NæturvaktarsálgreiNiNg bækur Glerkastalinn Höfundur: Jeannette Walls Þýðandi: anna maría Hilmarsdóttir Útgefandi: Jpv útgáfa Jeannette Walls bókin er byggð á ævi höfundarins. Næturvaktin er íslenska þjóðin sálgreind í Næturvaktinni?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.