Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Síða 2
mánudagur 6. október 20082 Fréttir
Bankastjórn Seðlabankans hefur sætt
vaxandi gagnrýni að undanförnu.
Hún þykir hafa gert sig seka um alvar-
leg mistök á undanförnum misser-
um. Fyrir viku kastaði tólfunum þegar
Glitnir var þjóðnýttur fyrir milligöngu
Seðlabankans og tiltrú innanlands og
erlendis á íslenska fjármálakerfinu
hrundi í kjölfarið. Sérfræðingar er-
lendis og innanlands eru agndofa og
hrista höfuðið.
Hagfræðingarnir Þorvaldur Gylfa-
son og Jón Daníelsson lýstu því báðir
yfir í gær að bankastjórar Seðlabank-
ans ættu að víkja úr starfi. Þorvaldur
sagði við DV að gerræðisleg aðferð
við að þjóðnýta Glitni væri alvarleg
brottrekstrarsök. Jón sagði í viðtali við
enskt dagblað að það yki trú á Íslandi
ef skipt yrði um bankastjórn.
Dýrt að segja upp bankastjórum
Fari ríkisstjórnin þá leið að skipta
út bankastjórunum fyrir nýja getur
það reynst dýrt. Seðlabankastjórar
eru skipaðir til sjö ára í senn og hafa
frá 1,5 milljónum upp í 1,8 milljónir í
mánaðarlaun.
Ingimundur Friðriksson var
skipaður síðastur bankastjóranna
þriggja, árið 2006, og á því tæp
fimm ár eftir af skipunartíma sín-
um. Davíð Oddsson var skipaður
tæpu ári áður og á fjögur ár eftir
af skipunartíma sínum. Hann er
auk þess formaður bankastjórn-
ar og á hæstum launum þre-
menninganna. Eiríkur Guðna-
son hefur verið bankastjóri lengst
þeirra allra, eða frá 1994. Hann
átti þrjú ár eftir af seinni fimm ára
skipunartíma sínum þegar ný lög
um Seðlabankann tóku gildi. Skip-
unartími hans miðast því við það
skipti þegar hann var næst skipað-
ur seðlabankastjóri, árið 2004. Sam-
kvæmt því á hann þrjú ár eftir af
skipunartíma sínum.
Fyrir þessi tólf ár sem
seðlabankastjórarnir
eiga samanlagt
eftir af skip-
unartíma sínum gæti ríkissjóður
þurft að greiða þeim allt að 230 millj-
ónir króna í laun.
Pólitískari en forverarnir
Davíð Oddsson varð seðlabanka-
stjóri í október 2005. Á blaðamanna-
fundi í Valhöll 27. september, um
mánuði fyrr, hafði hann tilkynnt al-
þjóð um þá ákvörðun sína að hætta
í stjórnmálum og gefa ekki kost á
sér áfram sem formaður Sjálfstæðis-
flokksins.
Þennan sama morgun hafði Hall-
dór Ásgrímsson forsætisráðherra
undirritað skipunarbréf um að Dav-
íð tæki við embætti seðlabankastjóra
og yrði formaður bankastjórnarinnar.
Fyrir á fleti var Birgir Ísleifur Gunnars-
son seðlabankastjóri og flokksbróðir
Davíðs. Hann vék hljóðlega fyrir for-
manninum. Kaup seðlabankastjór-
anna var fljótlega hækkað; mánað-
arlaun Davíðs hækkuðu um á
þriðja hundr-
að þúsund
krónur.
Í
stöðu seðlabankastjóra hefur Davíð
þótt ganga lengra en forverar hans
í pólitískum yfirlýsingum. Skemmst
er að minnast ummæla hans um að
gengisfall krónunnar væri hermdar-
verk erlendra vogunarsjóða og nú
nýverið um skömm hans og fyrir-
litningu á þeim sem taka stöðu gegn
krónunni.
Agavald og ráðríki
Agavald Davíðs er vel þekkt frá
því hann varð borgarstjóri í Reykjavík
1982. Hann er talinn ráðríkur, krefst
skilyrðislausrar hlýðni. Hann á það til
að einangra menn og tyfta með ýms-
um hætti sem fara gegn honum. Jafn
tryggur er hann þeim sem sýna hon-
um skilyrðislausa hollustu. Þessum
aðferðum virðist hann einnig hafa
beitt í Seðlabankanum. Til þess er
tekið að hann tali vart við fjölda yf-
irmanna í bankanum, þeirra á með-
al Arnór Sighvatsson, yfir-
hagfræðing Seðlabankans,
og Sturlu Pálsson, fram-
kvæmdastjóra alþjóða-
og markaðssviðs bank-
ans. Athygli vakti einnig
að Davíð hafði ekki
kallað hagfræð-
inga eða lögfræð-
inga Seðlabank-
ans til ráðgjafar
áður en ákveð-
ið var að þjóð-
nýta Glitni fyrir
rúmri viku.
Hinir tveir
Seðla-
banka-
stjórnin er
skipuð tveimur
bankastjórum auk
Davíðs; Eiríki Guðnasyni og Ingi-
mundi Friðrikssyni.
Eiríkur hefur verið seðlabanka-
stjóri frá 1994 en hefur starfað við
bankann allar götur frá 1969, fyrst
sem fulltrúi og hagfræðingur, aðstoð-
arbankastjóri frá 1987 og bankastjóri
frá 1994.
Ingimundur Friðriksson hagfræð-
ingur varð bankastjóri tímabundið
þegar Jón Sigurðsson tók sér leyfi frá
störfum sumarið 2006. Hann kom
fyrst í bankann 1973 og hefur starfað
samfellt við bankann frá 1975. Ingi-
mundur gegndi einnig bankastjóra-
stöðu tímabundið árin 2002 og 2003.
Eiríkur og Ingimundur hafa geng-
ið í takt með Davíð og þannig hefur
stjórn Seðlabankans komið fyrir sem
samhent heild. Þó má geta þess að
Davíð virtist hafa takmarkað og í það
minnsta mjög óformlegt samráð við
Eirík og Ingimund þegar hann
lagði til atlögu við Glitni og
taldi ríkisstjórnina á að
þjóðnýta hann fyrir 84
milljarða króna.
Hvíldarheimili
stjórnmála-
foringja
Hávaxta-
stefna Seðla-
bankans
hefur sætt
vaxandi
gagnrýni
mörg und-
anfarin
misseri.
Hún hef-
ur með-
al ann-
ars orðið
til þess að
halda uppi gengi krónunnar og lokk-
að erlenda fjárfesta til kaupa á krónu-
bréfum í þeim tilgangi að hagnast á
háum vöxtum hér á landi. Hávaxta-
stefnan hefur heldur ekki fært bank-
ann nær því markmiði sínum að
koma verðbólgunni niður fyrir 4 pró-
sent eins og lögboðið hefur verið frá
árinu 2001. Verðbólgan er nú nálægt
15 prósent og stefnir í 20 prósent eftir
27 prósenta gengisfall krónunnar að
undanförnu.
„Seðlabankinn er afsprengi
þeirra innviða sem menn hafa kom-
ið sér upp hér á landi. Seðlabankinn
er notaður sem lúxushvíldarheimili
fyrir afdankaða stjórnmálamenn,“
segir Þorvaldur Gylfason hagfræði-
prófessor. „Hluti lausnar vandans er
að bankastjórn Seðlabankans víki.“
Af þessu leiðir að líkur á mistökum
verða að sama skapi meiri
en ef ópólitískir
fagmenn
væru
Kröfur um brottrekstur seðlabankastjóranna hafa aukist eftir því sem íslenskt efnahagslíf hefur sokkið dýpra
í öldudal fjármálakreppunnar. Hagfræðingarnir Jón Daníelsson og Þorvaldur Gylfason segja báðir að það
myndi styrkja íslenskt efnahagslíf ef skipt yrði um bankastjórn Seðlabankans. Hávaxtastefnan og lækkun
bindiskyldu bankanna þykja hafa verið misráðin og þjóðnýting Glitnis án samráðs við helstu hagfræðinga
bankans leiddi til hruns íslensku krónunnar.
JóHAnn HAuksson
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Þei éðu ferðinni
„Hluti lausnar vand-
ans er að bankastjórn
Seðlabankans víki.“
Tæp 40 ár í bankanum eiríkur
guðnason hefur verið seðlabanka-
stjóri frá 1994 en hefur starfað við
bankann allar götur frá 1969.
bankastjórarnir hafa gengið í takt og
þannig hefur stjórn Seðlabankans
komið fyrir sem samhent heild.
Aldarþriðjung í bankanum
Ingimundur Friðriksson hagfræðingur
varð bankastjóri tímabundið þegar Jón
Sigurðsson tók sér leyfi frá störfum
sumarið 2006. Hann hefur starfað
samfellt við bankann frá 1975.