Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Qupperneq 4
mánudagur 6. október 20084 Fréttir „Þeir yrðu fegnastir ef það myndi slokkna á mér,“ fullyrðir Þór Óliver Gunnlaugsson, fangi á Litla-Hrauni. Hann segist nú í hungur- og lyfja- verkfalli vegna óánægju með það sem sem hann kallar „linnulaust áreiti starfsmanna fangelsisins“. Eins og DV sagði frá fór Þór Óli- ver í hjartaþræðingu 19. september. Hann er afar ósáttur við að fá ekki að jafna sig annars staðar. Hann seg- ir loftræstingu á Litla-Hrauni ábóta- vant og ber því við að hann sé áreitt- ur oftar en gengur og gerist. „Ég var varla sofnaður nóttina eftir að ég kom aftur hingað þegar ég var rif- inn upp. Þá var leitað á mér og í klef- anum. Ég hef auk þess tvisvar verið kallaður í þvagprufu. Þetta eru bara ofsóknir á hendur mér. Ég treysti ekki fólkinu sem hér vinnur. Ég hef því ákveðið að neyta hvorki matar né þeirra lyfja sem þeir skammta mér,“ segir Þór Óliver sem situr inni vegna manndráps. Erlendur Baldursson hjá Fang- elsismálastofnun segir að heilbrigð- isstarfsfólk fangelsisins meti hverju sinni hvort fangar þurfi heilsu sinn- ar vegna að skipta um umhverfi. Menn geti ekki stjórnað því hvar þeir eru. Hann segir að fangar gefi oft alls kyns ástæður fyrir því að fá að af- plána annars staðar. Aðeins 20 pláss séu á Kvíabryggju en þar vilji allir 140 fangarnir vera. Þór Óliver segir, máli sínu til stuðnings, að loftræsting á Litla- Hrauni sé slæm og að það fari illa í þá sem eru nýkomnir úr hjartaaðgerð. Margrét Frímannsdóttir, forstöðu- maður á Litla-Hrauni, segir að vissu- lega sé loftið ekki eins og best gerist en bendir á að verið sé að setja upp nýjar viftur og loftræstikerfi. Það horfi því til betri vegar. Hún seg- ist ekki hafa fengið neina tilkynningu um hungurverkfall. baldur@dv.is Þór Óliver Gunnlaugsson fangi segist ósáttur við áreiti: Hjartasjúklingur í hungurverkfalli Unnið er að endurbót- um á loftræstikerfi á Litla-Hrauni Fangi segist verða fyrir miklu áreiti í fangelsinu og vill afplána annars staðar. Börðust í mat- vörubúð Til áfloga kom á milli tveggja viðskiptavina 10-11 í Reykjanes- bæ um klukkan sex á sunnudags- morgun. Starfsmenn verslunar- innar kölluðu til lögreglu en þó nokkur hópur fólks hafði þá safn- ast saman inni í versluninni og var sumum frekar heitt í hamsi. Flestir viðskiptavinanna voru að koma af skemmtistöðum bæjar- ins. Því var töluverð ölvun á með- al viðskiptavinanna sem virtust margir hverjir ekki vita af hverju allt fór í háaloft í versluninni. Fjórir lögreglumenn úr Kefla- vík stilltu til friðar og ræddu málin við nokkra æsta viðskipta- vini sem þó róuðust á endanum. Fjöldi fólks var saman kominn í miðbæ Reykjanesbæjar á laugar- dagskvöldið en skemmtanahald fór þó vel fram. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Engin kreppa á Korputorgi Ekki var að sjá að fólk sæi ástæðu til að spara pening- ana sína þegar litið var inn á Korputorg og bílastæðin við þessa nýjustu verslun- armiðstöð landsins. Fjöldi fólks lagði leið sína á Korpu- torg við Vesturlandsveg á laugardag og sunnudag. Þar höfðu verið auglýst marg- vísleg tilboð til að draga fólk að við opnun búðanna sem þar verða til húsa. Fór svo að nokkrir ákváðu að hverfa frá þegar þeir sáu mannfjöldann. Slógust við lögreglu Lögreglan í Keflavík lenti í slagsmálum við þrjá menn og eina konu í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ á laugardags- kvöldið. Forsaga málsins er sú að lögreglan hugðist handtaka einn mannanna í fjölbýlishús- inu en sú aðgerð lögreglu fór illa í félaga og vinkonu mannsins. Þau tóku sig því til og reyndu að „frelsa“ hann úr haldi lögregl- unnar en björgunaraðgerð- in skilaði engum árangri. Til snarpra átaka kom á milli fólks- ins og lögreglu en tveir lögreglu- menn slösuðust lítillega eftir hnefahögg og spörk. Öll voru þau handtekin á endanum og fengu að gista fangageymslur lögreglunn- ar í Keflavík yfir nóttina en var sleppt að lokinni skýrslutöku. Verzlingar unnu MR Verzlunarskóli Íslands bar sigur úr bítum í árlegri viðureign við Menntaskólann í Reykjavík í ræðukeppni í gærkvöldi. Keppnin fór fram í Bláa salnum í Verzló og var húsið fullt út úr dyrum. Mun- urinn á liðunum var 94 stig og var ræðumaður kvöldsins, Hafsteinn Gunnar Hauksson stuðningsmaður Verzló, með 630 stig. Þetta er í fyrsta skiptið sem Verzló vinnur keppnina í þrjú ár og var því til mikils að vinna fyrir skólann. KRÍSUFUNDIR ALLA HELGINA Ráðherrar, bankamenn og fulltrúar launþega og atvinnurekenda sátu hvern fund- inn á fætur öðrum í lífróðri íslensku þjóðarinnar. Í miðri bankakreppu kepptust menn við að fá fjármuni inn í landið svo hægt væri að koma landinu í gang aftur. Krísufundirnir voru margir og lang- ir um helgina þegar áhrifamenn í stjórnmálum og viðskiptum reyndu að finna leið út úr þeim þrenging- um sem íslenskt þjóðarbú er komið í. Stöðug fundahöld í Ráðherrabú- staðnum við Tjarnargötu og víðar í höfuðborginni settu mark sitt á alla þjóðmálaumræðu á sama tíma og þjóðin virtist kaupa matvæli og aðr- ar vörur í gríð og erg. Geir H. Haarde forsætisráð- herra, sem fyrir rúmri viku neitaði því að um krísufundi væri að ræða eftir fund með bankastjórum Seðla- bankans um málefni Glitnis, sat nú hvern krísufundinn á fætur öðrum. Hann kallaði menn til fundar við sig í Ráðherrabústaðinn þar sem þeir streymdu inn hver á fætur öðrum; ráðherrar ríkisstjórnarinnar, stjórn- endur fjármálafyrirtækja, hagfræð- ingar, fulltrúar þings og Seðlabanka að ógleymdum fulltrúum launþega og atvinnurekenda. Sumir komu einu sinni. Aðrir komu, fóru og komu aftur, jafnvel trekk í trekk. Vantar hundruð milljarða Ríkið biðlaði til lífeyrissjóðanna um að flytja hluta eigna þeirra inn í landið til að bæta stöðuna. Þar var talað um að ná inn 200 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri. Allt í allt var talað um að Ísland þyrfti að fá á annað þúsund milljarða króna inn í landið til að komast út úr þeirri lausafjárkreppu sem íslenskt þjóð- félag hafði lent í. „Í mínum huga vantar skýr svör frá fjármálakerfinu í landinu um hvað bankar og fjármálastofnanir ætla að gera til að lífeyrissjóðirn- ir geti gert upp hug sinn,“ sagði Ei- ríkur Jónsson, formaður Kennara- sambands Íslands, eftir fund með ráðherrum ríkisstjórnarinnar í Ráð- herrabústaðnum í gærkvöld. Hann var einn margra fulltrúa launþega sem héldu á fund ráðamanna. Gríðarleg kreppa Geir H. Haarde forsætisráð- herra virtist ekki í nokkrum vafa um hversu mikill vandinn væri. „Það eru vissulega erfiðir tím- ar, eins og ég var að segja. Það er mesta kreppa á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum sennilega síðan 1914,“ svaraði Geir spurningu um hvort nú væri að renna upp ögur- stund fyrir íslensku bankana. Og í miðri þessari kreppu þeytt- ust stjórnmálamenn og auðmenn fram og til baka um borgina. Fund- ir voru haldnir í húsakynnum Seðlabankans og fjármálastofn- ana auk fleiri húsa. Allir kepptu að því að ná saman um aðgerðir til að vinna bug á vandanum. Mikil óvissa alla helgina Um kvöldmatarleytið í gær, rétt um það leyti sem fyrstu ljósvakaf- réttirnar fóru í loftið, kom Geir H. Haarde forsætisráðherra fram og svaraði spurningum fjölmiðla. Svörin voru þó flest á eina leið. Óvissan var mikil, ekkert í hendi og margt sem ætti eftir að koma í ljós. Enda streymdu menn á fund Geirs og annarra ráðherra þegar leið á kvöldið. Ingimundur Frið- riksson seðlabankastjóri kom og fór án þess að segja orð við fjöl- miðla. Fulltrúar atvinnurekenda og launþega sögðu fleira en virtust vita fátt. Sigurjón Árnason læddist inn í Ráðherrabústaðinn án þess að nokkur tæki eftir honum. Á ell- efta tímanum voru nær allir ráð- herrar ríkisstjórnarinnar komnir í hús til fundar. Þaðan fóru allir á þingflokksfundi undir miðnætti. Framtíð bankanna óviss Mikið var rætt um fram- tíð bankanna um helgina. Eink- um veltu menn fyrir sér framtíð Landsbanka, hvers staða mun orðin ansi slæm. Jafnvel var rætt um að hann kynni að sameinast eða verða keyptur af Kaupþingi. Það báru talsmenn Landsbanka þó til baka. BrynjÓLFUr ÞÓr GUÐMUnDSSOn OG erLa HLynSDÓttir blaðamenn skrifa: brynjolfur@dv.is og erla@dv.is Gríðarleg kreppa geir vildi fátt upplýsa um aðgerðir í gærkvöldi en sagði kreppuna mjög harða. MynD rÓBert

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.