Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Side 8
mánudagur 6. október 20088 Fréttir „Af hverju er ríkið að stuðla að auk- inni tóbaksnotkun í landinu?“ spyr Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæð- isflokks og formaður heilbrigð- isnefndar Alþingis. Henni finnst skjóta skökku við að íslenska rík- ið leyfi sölu á tóbaki á stórlækkuðu verði í Fríhafnarversluninni á með- an yfirvöld berjast fyrir því að fólk hætti að nota tóbak. „Ríkið er að vinna gegn heilbrigðismarkmiðum sínum með þessu,“ segir hún. Engir smáaurar Hlynur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Fríhafnarinnar, segir alla tapa á því fjárhags- lega ef hætt yrði að selja þar tóbak. „Það er með tóbak eins og allt ann- að sem selt er í Flugstöðinni að það lækkar álögur á farþega sem annars væru greiddar í gegnum flugmiða- verð og flugvallarskatta,“ segir hann og bendir á að ágóði af sölunni fari til uppbyggingar Flugstöðvarinn- ar. „Ef tekinn er út svona stór tekju- þáttur er það ekki Fríhöfnin heldur Flugstöðin sjálf sem tapar mestu,“ segir hann. Aðspurður segist Hlynur ekki hafa á takteinum hversu stór hluti tóbakssala er af heildarsölu Frí- hafnarinnar. Hann tekur þó fram að hann myndi þó varla gefa það upp. „Við erum ekki að tala um neina smáaura,“ segir hann og bendir á að ef Fríhöfnin seldi ekki tóbak myndi fólk einfaldlega kaupa það erlendis. „Veltan myndi þá fara út úr landinu. Það er fyrst og fremst betra fyrir almenning og Ísland í heild sinni að halda versluninni í landinu.“ Hátt verð af heilsufarsástæðum Ásta hefur lagt fram á Alþingi fyr- irspurn til Árna Mathiesen fjármála- ráðherra þar sem hún óskar meðal annars eftir rökum fyrir tóbakssölu í Fríhöfninni og tölum yfir hversu mikið magn tóbaks er flutt tollfrjálst inn í landið í gegnum Fríhafnar- verslunina. „Ég hugsa þetta út frá heilsufars- ástæðum. Við sjáum að þarna er ver- ið að flytja töluvert af sígarettum inn í landið og selja á mun lægra verði en gert er innanlands. Hátt verð á sígar- ettum innanlands hefur einmitt með- al annars verið rökststutt af heilsu- farsástæðum,“ segir Ásta. Hún rifjar upp að Læknafélag Ís- lands hafi á aðalfundi sínum í sept- embermánuði hvatt til þjóðarátaks gegn tóbaksnotkun. Þá var lagt til að verð á tóbaki yrði hækkað enn meira og að innan tíu ára væri tóbak ekki fá- anlegt nema gegn lyfseðli. Árni Mathiesen hefur þrjár vikur til að svara spurningum Ástu skriflega. Í framhaldinu tekur hún málið upp í umræðum á Alþingi og beinir þar til Árna spurningunni: „Telur fjármála- ráðherra koma til greina að hætta sölu tóbaks í Fríhafnarverslun?“ Ásta Möller vill að sölu tóbaks í Fríhöfninni verði hætt og ber við heilsuverndarsjónar- miðum. Framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar segir að ágóði af tóbakssölunni fari til upp- byggingar flugstöðvarinnar. Ef þessi stóri tekjuþáttur væri tekinn út myndu flugvallar- skattar og fargjöld hækka. FLUGIÐ DÝRARA ÁN TÓBAKSINS Erla Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is „Það er fyrst og fremst betra fyrir almenning og Ísland í heild sinni að halda versluninni í landinu.“ Uppbyggingarstarf- semi Framkvæmda- stjóri Fríhafnarinnar í Leifsstöð segir ágóðann af tóbakssölu greiða fyrir uppbyggingu flugstöðvarinnar. Mynd: sigtryggUr ari Vinnur gegn heilbrigðismarkmiðum ásta möller segir ríkið vinna gegn heilbrigðis- markmiðum sínum með því að leyfa sölu tóbaks á niðursettu verði í Fríhöfninni. tóbak gegn lyfseðli Læknafélag Íslands hvetur til þjóðarátaks gegn tóbaksnotkun. Tvíhliða munstur Eykur grip- öryggi og stuðlar að betri aksturs- eiginleikum við hemlun og í beygjum Bylgjótt mynstur Til að tryggja betra veggrip Þrívíðir gripkubbar Zik-Zak lóðrétt lögun kubbanna tryggir minni hreyfingu á þeim og aukna rásfestu Tennt brún Eykur gripöryggi Stærri snertiflötur - aukið öryggi 30 daga eða 800 km skilaréttur Svo sannfærðir erum við um kosti TOYO harðskeljadekkjanna að við bjóðum 800 km eða 30 daga skilarétt ef þið eruð ekki fullkomlega sátt. Andvirðið gengur þá að fullu til kaupa á öðrum hefðbundnum vetrar- eða nagladekkjum hjá okkur, við umfelgum fyrir þig hratt og örugglega. Rændu og börðu Tveir menn, hugsanlega af erlendu bergi brotnir, rændu og gengu gróflega í skrokk á manni á sjötugsaldri aðfaranótt sunnu- dagsins. Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu segir mennina á aldr- inum 25 til 30 ára en þeirra er nú leitað. Mennirnir tveir eru taldir hafa leitt fórnarlambið inn í húsasund skammt frá gatnamót- um Laugavegar og Frakkastígs þar sem þeir síðan börðu hann og rændu. Annar mannanna var með ljósbláa húfu, í ljósum leðurjakka með hvítum röndum þvert yfir brjóstkassa en hinn var í dökkum jakka, með dökka prjónahúfu og hugsanlega í ljósum gallabuxum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður alla þá sem geta veitt einhverjar upplýsingar að hafa samband. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Hættuleg gatnamót Umferðaróhöppum þar sem slys verða á fólki hefur fækkað nokkuð á höfuðborgarsvæðinu, eða um 15 prósent síðastliðna sjö mánuði samanborið við sama tíma á síðasta ári, sam- kvæmt upplýsingum frá Umferð- arstofu. Flest slysin hafa orðið á gatnamótum Suðurlands- brautar, Kringlumýrarbrautar og Laugavegar, eða fjórtán talsins síðastliðið eitt og hálft ár. Í öðru sæti eru gatnamót Kringlumýr- arbrautar og Bústaðarvegar en þar hafa orðið tíu slys á fólki. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hefur haldið uppi sérstöku eftirliti á þeim gatnamótum þar sem slysin hafa verið flest og á tímum þegar umferðarþunginn er hvað mestur. Samkvæmt lög- reglunni er markmiðið að hvetja ökumenn til aukinnar aðgæslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.