Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Side 12
mánudagur 6. október 200812 Fréttir Þýska ríkisstjórnin hefur ákveðið að ábyrgjast allar bankainnistæður ein- staklinga í þýskum bönkum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynnti um þetta í gær. Ábyrgðin er viðbrögð stjórnvalda við erfiðleikum Hypo-fast- eignabankans þýska. Bankinn er í veru- legum vandræðum og óttast menn jafn- vel að hann geti farið á hausinn. „Við ætlum ekki að leyfa vanda einn- ar fjármálastofnunar að verða að vanda alls kerfisins. Þess vegna vinnum við nú hörðum höndum að því að bjarga Hypo- fasteignabankanum,“ sagði Merkel. Viðbúið er að ríkisstjórnir í fleiri aðildarríkjum Evrópusambandsins fari sömu leið og veiti ríkisábyrgð fyr- ir bankainnistæðum einstaklinga. Nic- olas Sarkozy Frakklandsforseti kallaði leiðtoga helstu ríkja Evrópu á sinn fund á laugardag. Þar ákváðu Bretar, Frakk- ar, Ítalir og Þjóðverjar að vinna sameig- inlega að því að styrkja fjármálakerfið. Niðurstaðan varð þó sú að grípa ekki til jafn umfangsmikilla aðgerða og þeirra sem bandarísk stjórnvöld hafa ráðist í til að koma í veg fyrir enn frekari upplausn í bankakerfinu. Hypo er næststærsti lánveitandi til fasteignakaupa. Eigendur og stjórn- endur bankans róa nú lífróður til að koma í veg fyrir að hann fari í þrot. Í síð- ustu viku var tilkynnt að tekist hefði að safna saman 35 milljörðum evra, and- virði 5.450 milljarða króna, í sjóð til að styrkja bankann í sessi. Þýska ríkið átti að lána bankanum stærstan hluta þess fjár en aðrir bankar hluta uppbæðarinn- ar. Skömmu síðar gerðist það hins veg- ar að bankarnir sem ætluðu að láta til sín taka drógu sig í hlé. Eftir það komst fjármögnun bankans og framtíð hans í uppnám. brynjolfur@dv.is Þýsk stjórnvöld bregðast við bankakrísunni með ákveðnum hætti: 20 % afmælisafsláttur af öllum hefðbundnum myndatökum og stækkunum í október. Nú er um að gera að panta stax Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár. MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 www.ljosmynd.is Morðtól selt seM tískuvara Hvaða breski unglingur sem er hef- ur undanfarið getað keypt svissnesk- an Strellson-tískujakka og undir eins verið vopnaður fimm sentímetra löngum hníf. Stórverslanakeðj- an T.K. Maxx hefur verið með jakk- ana umdeildu til sölu. Málið þykir hið svívirðilegast í ljósi þess að fyr- ir ári var afgreiðslustúlka verslana- keðjunnar, hin 26 ára Rina Panchal, stungin til bana í vinnunni. Skandall The Sun greindi frá málinu fyr- ir helgi eftir að blaðinu hafði bor- ist ábending frá viðskiptavini T.K. Maxx. Viðskiptavinurinn, Steve Gale, fann einn slíkan jakka í úti- búi verslanakeðjunnar nærri heim- ili sínu í Farnborough. „Þetta er al- gjör skandall. Miðað við umræðuna sem verið hefur í þjóðfélaginu um hnífaárásir og morð er svívirðilegt að stór keðja sé með jakka sem þessa til sölu. Ég trúði því varla þegar ég sá hvað mætti mér í vasa jakkans,“ segir Steve Gale. Var á útsölu Strellson-jakkinn umdeildi kost- aði yfirleitt um 200 pund en verðið á honum hafði verið stórlækkað, niður í 59 pund í T.K. Maxx. Jakkinn kemur með áfastri keðju sem á hangir vasa- hnífur. Keðjan liggur að brjóstvasa innan á jakkanum þar sem vopnið er falið. Þegar Steve Gale spurði af- greiðslumann hvort það væri ásætt- anlegt að jakkinn kæmi fullbúinn hníf, fékk hann þau svör að líklega væri þetta útilegujakki. Gale var sjálfur á leið á fótboltaleik og hafði stoppað í T.K. Maxx til að kaupa sér jakka. „Ég hefði líklega verið hand- tekinn ef ég hefði reynt að komast inn í honum og hefði ekki áttað mig á að ég væri vopnaður hníf,“ segir Gale í samtali við The Sun. Afgreiðslustúlka var drepin Hin 26 ára Rina Panchal var myrt á hrottafenginn hátt með hníf í jan- úar í fyrra þegar hún var í vinnunni hjá T.K. Maxx. Það var hinn 31 árs William Alikori sem stakk hana 11 sinnum þar sem hún var við störf í verslunni. Alikori hengdi sig í fang- elsi eftir að hafa verið dæmdur fyrir morðið. Fjarlægðu alla jakkana Eftir að The Sun hafði sam- band við höfuðstöðvar T.K. Maxx, sem er með 180 verslanir víðs veg- ar um Bretland, tók verslanakeðj- an Strellson-jakkana úr sölu. Í yf- irlýsingu fyrirtækisins segir að það styðji og framfylgi lögum og reglum sem eru í gildi um sölu hnífa. Þeim hafði orðið ljóst að jakkarnir væru til sölu hjá keðjunni og samstundis látið þær skipanir berast til útibúa sinna að fjarlægja jakkana úr versl- ununum. Lög í Bretlandi kveða á um að ólöglegt sé að selja og mark- aðssetja hnífa sem líklegt sé að not- aðir verði til ofbeldisverka, sem og að selja einstaklingum undir 18 ára hnífa. Hnífafaraldur geisar Það sem af er ári hafa 27 ungling- ar verið stungnir til bana í Lundún- um einum saman og hefur víðtækum aðgerðum verið hrint í framkvæmd til að taka á vopnaburði ungmenna í von um að takast á við morðölduna. Mikill þrýstingur var á stjórnvöld að taka á vandanum sem brugðu meðal annars á það ráð að fá enska lands- liðið í knattspyrnu í lið með sér til að reyna að ná til unga fólksins. Svo virðist sem átakið hafi skilað einhverjum árangri þar sem minna hefur borið á fregnum af hnífaglæp- um á Bretlandi undanfarið. Sorg að- standenda hinna myrtu og áhyggj- ur almennings hafa hins vegar ekki minnkað þó lægð sé á ástandinu og viðbrögð fólks við „morðjakkanum“ sem seldur var á útsölu bera þess merki. Sigurður MikAel jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Jakkinn kemur með áfastri keðju sem á hangir vasahníf- ur. Keðjan liggur að brjóstvasa innan á jakkanum þar sem vopnið er falið. Vel falið vopn Það þykir furðu sæta að bresk verslunarkeðja hafi verið með jakkann til sölu. auðveldlega megi beita hnífnum til ódæðisverka. Hnífafaraldur átak hefur verið gert í bretlandi gegn vopnaburði unglinga eftir morðöldu það sem af er ári. Það sem af er ári hafa 27 ungmenni látist eftir hnífaárásir í Lundúnum einni saman og á Bretlandi er talað um hnífafaraldur meðal ungmenna sem svífast einskis í tilefnis- litlum átökum. Bretar eru hneykslaðir á þeim fregnum að stórverslanakeðjan T.K. Maxx hafi selt jakka sem koma með áföstum vasahníf. Ábyrgjast allar bankainnistæður Merkel tilkynnir aðgerðirnar evrópskir þjóðarleiðtogar ákváðu að ráðast ekki í sambærilegar aðgerðir og bandaríkjamenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.