Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Page 14
mánudagur 6. október 200814 Umræða ReyniR TRausTason RiTsTjóRi skRifaR Áríðandi er að þessi mánudagur marki upphaf endurreisnar Íslandi allt Leiðari Á þeim erfiðu tímum sem nú ríkja er áríðandi að þjóðin standi saman um að lágmarka það tjón sem orðið hefur á gangverki sam- félagsins. Nú er tími fyrir sér- hvern mann að líta í kringum sig og hugsa hvað hann geti lagt af mörkum. Þúsundir eru í sárum vegna fjárhagsörð- ugleika og yfirvofandi krísu efnahags. Enginn má láta hjá líða að standa með nágrönn- um eða vinum í þeim sporum. Mestu skiptir að ná upp dampi og fá hjól atvinnulífsins til að snúast. Íslendingar standa nú andspænis einni stærstu ögrun lýðveldissögunnar sem er sú að bjarga þjóðarbúinu. Og það þarf enginn að velkjast í vafa um að það muni takast. Þótt yfirbyggingin riði til falls eru undirstöð- urnar sterkar. Sterkur sjávarútvegur og iðnaður er ávísun á öfl- uga endurreisn. Sem þjóð verðum við auðvitað að greina hvert vandamálið er. Einhverjir halda því fram að um sé að kenna þeim sem stóðu í fremstu línu útrásarinnar. Alræmdur tals- maður frjálshyggjunnar sagði að kreppan nú væri ekki vegna þess að kapítalism- inn væri vondur. Heldur væri um að kenna kapítalistunum. Þetta er bull. Það er engin leið fyrir þá sem kjörnir hafa verið til að stjórna landinu að velta ábyrgðinni yfir á einstakling- ana. Alþingi setur umferðar- reglurnar. Hver einasti þing- maður verður að horfast í augu við sjálfan sig og spyrja: Hvar brást ég Íslandi? Og það er síðan þjóðarinnar að líta yfir hópinn sem hún valdi til forystu og spyrja: Hvar brugðust þeir þjóðinni? Áríðandi er að þessi mánudagur marki upphaf endurreisnar. Hörkudugleg þjóð við ysta haf lætur ekki bugast af bankakrísu. Til þess er of mikið í húfi fyrir komandi kynslóðir. Nú taka allir höndum saman og snúa vörn í sókn. Seinna verður gert upp við Sandkorn n Jónas Kristjánsson, fyrrver- andi ritstjóri, er afar ósáttur við það að lífeyrissjóðir lands- manna skuli til viðræðu um það að flytja fé til landsins í tilraun til að sporna gegn bankakreppunni hér. Ritstjór- inn fyrrver- andi er þó hvergi nærri orðlaus eins og lesa má á vef hans. „Ráðamenn sjóðanna hafa svikið umbjóðendur sína, teflt ellilaun- um landsmanna í tvísýnu. Þeir hafa svikið hlutverk sjóðsstjóra. Hafa kastað góðum peningum eftir vondum peningum,“ sagði Jónas í gær og daginn áður sagði hann: „Þeir mega ekki fórna 100 milljörðum af sparifé fólks til að hjálpa Geir að pissa í skóinn.“ n Beiðni Björgólfs Guðmunds- sonar og félaga úr Hafskipsmál- inu um rannsókn á aðkomu og gjörðum embættismanna í mál- inu hefur kannski vakið minni athygli en búast hefði mátt við á öðrum tíma. Enda hætt við að flest hverfi í skuggann þeg- ar efnahagur landsins leikur á reiðiskjálfi. Það vekur þó athygli sumra að meðan krafist er rannsóknar á gjörðum embættismanna er ekkert sagt um aðkomu stjórnmálamanna sem létu sig málið varða og hvað þá aðkomu þeirra sem áttu og tengdust Eimskipum. En nú bíða menn næstu daga. n Annars var Landsbanki Björg- ólfs meira í fréttunum um helg- ina en eigandinn sjálfur. Þannig voru sparifjáreigendur í mestu vandræðum með að taka út er- lendan gjaldeyri, hvort sem þeir áttu þann gjaldeyri á reikning- um í bankanum eða ætluðu sér að nálgast hann til að nota í ferðalögum erlendis. Þannig hitti blaðamaður DV konu fyrir utan miðbæjarútibú bankans á föstudag. Hún gekk á milli úti- búa í von um að ná sér í gjald- eyri. Vandinn var til staðar víðar því þegar blaðamaður ætlaði að kaupa gjaldeyri í SPRON á Skólavörðustíg voru vel innan við 2.000 dollarar eftir í bank- anum. n Írska leiðin eða rússneska leiðin veltu sumir fyrir sér um helgina og áttu þá við hvora leiðina stjórnvöld myndu fara. Írar hafa farið þá leið í sínum bankavandræðum að tryggja allar bankainnistæður einstakl- inga. Þannig hafa þeir viljað reyna að róa markaði. Rússar hafa í seinni tíð verið þekktir fyrir að loka kauphöllum sínum í kjölfar slæmra frétta og bíða af sér storminn frekar en að láta hlutabréf hrynja. Og var ekki laust við að sumir veltu fyrir sér hvort Íslendingar myndu feta í fótspor Rússa og þar með bjóða upp á nýstárlegan starfsdag fyrir Þórð Friðjónsson og samstarfs- fólk hans. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ef hún treystir sér skulum við bera á hana olíu og leyfa henni að taka snúning í búrinu.“ Eiður Birgisson skipuleggjandi svokallaðs Dirty Night sem Sóley Tómasdóttir, femínisti og varaborgarfulltrúi, er ósátt við. - DV „Hann vill ekki vera Ragnar, ég er Benjamín.“ Sagði átta ára gutti við annan í Hafnarfirði í frímínútum. - DV „Maður fórnar sér fyrir listina, það er ekki annað hægt.“ Þórunn Lárusdóttir í léttu gríni en hún er ólétt og leikur ólétta konu í leikritinu Engisprettur. - DV „Ég á líklegast eftir að stökkva upp á svið og reyna að slumma hann.“ Egill Gillzenegger var heldur betur spenntur fyrir komu næntís tónlistarmannsins Haddaway á Klakann. - DV „Endaði á að neita mér um það á þeim forsendum að ég væri of sætur.“ Baltasar Kormákur um að Óskar Jónasson hafi upprunalega skrifað aðalhlutverk Sódóma Reykjavík handa honum. - 24 stundir bókStafLega Sé horft yfir völlinn og tveir meg- inismar stjórnmálanna, komm og kapp, teknir út er vart hægt að kom- ast að annarri niðurstöðu en þeirri að báðir hafi hnigið á mannlegum breyskleika. Ég um mig, frá mér til mín. Á Íslandinu hefur kappismi ríkt umliðin ár og drifið margt upp. Spilverk hans gengur jú út á mann- lega virkjunarkosti og arðinn sem að lokum skilar sér unnvörpum í bætt- um lífskjörum allra. Og ekki er ég frá því að þjóðin hafi komist á bragðið. Að minnsta kosti upplifað einhverja stemningu. Tíu ár kappismans skila nú sínu uppgjöri. En er niðurstaðan fallein- kunn kenningarinnar eða þeirra sem henni fylgdu úr hlaði? Vegferð þjóðarinnar til sjálfstæðis var löng en endaði með sigri. Sjálfstæðið gaf okkur langþráð frelsi. Fangbrögð- in hafa verið misjöfn en eftir rúm 60 ár í þeim faðmi er vaxandi fylgi við inngöngu í risavaxið ríkjabandalag. Skilaboðin eru vantrú á getu þjóðar- innar, hún þurfi göngugrind. Seyðið sem við nú súpum ýtir mjög undir þessa skoðun. Framsal fiskimiðanna olli gríðar- legri eignatilfærslu og nokkrir sem nutu góðs af þeirri hryllingsgjörð áberandi í útrásarsveitinni, nú inn- rásarsveitinni. Einkavæðingin á sín- um tíma litaðist ennfremur mjög af ríkisafskiptum. Þó ekki af nauðsyn- legum lagarömmum, síður en svo, heldur hverjir hnossin hrepptu. Al- menningi virtist slétt sama enda glórulaus á markaðstorgi Mammons. En nú er raus um skuldadaga hætt að vera raus og veislan búin. Ráðamenn klifa á kúlinu en enginn trúir þeim lengur, hraunið er komið til byggða. Stefnuræða forsætisráðherra innibar hvorki boðskap né reisn. Nánast buguð. En sukkið og sjálftak- an sem fylgdi einkavæðingunni liggur á borðum almennings. Líka lygahraukur ráðamanna. Við stjórn- málamönnum blasir hraðskák og fyrsti leikurinn að koma okkar dýr- mætustu auðlind, fiskimiðunum, í örugga höfn áður en útlending- ar yfirtaka veðin. Einnig er augljóst að veiða meira og auka gjaldeyris- forðann þannig. Viðskiptahallinn og þjóðarsátt um kaup og kjör eru líka brýn viðfangsefni. Almenningur er tilbúinn til þessara verka, vilji stjórn- valda hinsvegar óljós. Glitnir bað um hjálp, kannski ríkisstjórnin ætti að gera það líka, einungis yfir Arnarhól að fara. Yfir Arnarhól að fara Ertu farin/nn að birgja þig upp af matvöru? „nei, alls ekki og hef ekkert hugsað mér það, þetta fer að lagast.“ Magnús RagnaRsson 40 ára fangavÖrður „nei, ég er ekki farinn að birgja mig upp og hef ekki hugsað mér að gera það í bili allavega.“ úlfhilduR ThoRaRensen 32 ára starfsmaður hjá reykjavíkurborg „nei, ekki ennþá, ég efast um að ég ég geri það, við erum með svo góða innlenda matvöru.“ guðRún Jonsen 35 ára hagfræðingur „nei, auðvitað ekki, ég er bara að kaupa fyrir næstu viku eins og venjulega.“ Jónína hólMsTeinsdóTTiR 58 ára kennari dómStóLL götunnar kjaLLari lÝðuR ÁRnason heilbrigðisstarfsmaður skrifar „Við stjórnmálamönnum blasir hraðskák og fyrsti leikurinn að koma okkar dýrmætustu auðlind, fiskimiðunum, í örugga höfn áður en útlending- ar yfirtaka veðin.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.