Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Page 17
mánudagur 6. október 2008 17Sport Mögnuð endurkoMa LiverpooL „Við höfum reynslu af því að koma til baka í leikjum eins gegn aC milan í úrslitum meistaradeild- innar. aðalatriðið fyrir mig er að leikmennirnir haldi áfram að trúa því að allt sé hægt,“ sagði rafael benitez, stjóri Liverpool, eftir magnaða endurkomu Liverpool gegn manchester City í gær. City-menn kom- ust í 2-0 áður en Fernando torres minnkaði muninn í 2-1. City missti þá Pablo Zabaleta út af með rautt spjald og bætti torres við öðru marki og skoraði dirk kuyt sigurmarkið í uppbótartíma. Liverpool er því áfram á toppnum ásamt Chelsea, taplaust með 17 stig. GESTAHÚS 21 m² 45 mm bjálki GARÐHÚS 4,7-9,7 m² 34 mm bjálki VH ehf · Sími 864-2400 VINSÆLU GESTA- OG GARÐHÚSIN ERU AÐ SELJAST UPP Því fer hver að verða síðastur að eignast hús frá okkur á gamla genginu. Næsta sending gæti hækkað um 20%. 08 -0 14 3 H en na r h át ig n Völundarhús.is hafa til sölu glæsileg ný gesta- og garðhús sem eru enn sterkbyggðari en áður. Nýju húsin eru bjálkahús frá 34 mm að þykkt og koma með tvöfaldri vatnslæsingu. Húsin eru tilvalin geymsla fyrir grillið og garðhúsgögnin. GESTAHÚS 15 m² 45 mm bjálki GESTAHÚS 25 m² 70 mm bjálki frá Njarðvík fyrir tímabilið fór mik- inn í fyrri hálfleik og skoraði 17 stig. Landi hans, títt nefndur Jason Dour- isseau, var einnig öflugur og raðaði niður körfum af ýmsum stöðum vall- arins. KR-ingar hafa greinilega feng- ið feitan bita þarna því ekki getur Ja- son einungis hoppað hæð sína og skorað fallegar körfur, hann er líka fjandanum fljótari og var drjúgur í hraðaupphlaupum. Hundrað stiga hálfleikur KR sýndi mikinn styrk í fyrri hálf- leiknum þar sem þeir mættu ýmsu mótlæti. Þó sérstaklega villudómum sem hölluðu virkilega á þá. Dómar- ar leiksins höfðu ekki nægilega góð tök á leiknum og voru margir dóm- ar sem bæði lið settu stór spurning- armerki við. Þegar stutt var eftir af fyrri hálfleik var búið að dæma fjór- tán villur á KR-inga en aðeins sex á Grindvíkinga sem klúðruðu aðeins einu vítaskoti í fyrri hálfleiknum. En með Jón Arnór Stefánsson, Jakob Örn Sigurðarson og Douriess- au í fínu formi skoraði KR grimmt á móti og þegar flautað var til hálfleiks var staðan jöfn, 51-51. Ekki verður skilið við fyrri hálfleikinn án þess að minnast á innkomu Darra Hilmars- sonar sem kom sterkur inn og skor- aði alls 11 stig. kr tók völdin Hálfleiksræða Benedikts Guð- mundssonar, þjálfara KR, hefur ver- ið áhrifaríkari en ræða Friðriks Stef- ánssonar kollega hans hjá Grindavík. Vesturbæingar komu mun sterkari til leiks í seinni hálfleik og léku við hvern sinn fingur. Jón Arnór Stefáns- son tók leikinn mikið til sín og áttu Grindvíkingar í miklum vandræðum með hraða hans og Douriessaus. KR-ingar skoruðu fimmtán stig gegn fimm á fyrstu tveimur mínút- um seinni hálfleiks, breyttu stöð- unni í 66-56 og virtust búnir að taka öll völd á vellinum. Þeir komust svo í 72-60 og ekkert benti til þess að Grindavík ætlaði að koma sér aftur inn í leikinn. viðsnúningur gulra Jóni Arnóri Stefánssyni og Da- mon Baily lenti saman þegar sá síð- arnefndi virtist gefa landsliðsmann- inum olnbogaskot og hrinti honum svo í gólfið. Jón Arnór brást illa við og ætlaði að æða í Damon. Þeim var stí- að í sundur og upp hófst mikill fund- ur dómara um hvað ætti að dæma. „Við náðum þarna kafla þar sem allt gekk með okkur en eftir að leikur- inn stöðvaðist í nokkrar mínútur var eins og við misstum dampinn,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, við DV eftir leikinn í gær. Orð að sönnu hjá þjálfaranum því Grindavík skoraði þrjá þrista í röð, alls þrettán stig í röð, og kom sér yfir, 73-72, og varð þetta þá aftur alvöru leikur. Tek þetta á mig í bili Í stöðunni 92-89 fyrir KR fékk Grindavík 20 sekúndur til að jafna leikinn. Það gerði Páll Axel Vilbergs- son með þriggja stiga körfu en þurfti svo að horfa upp á Jason Douriess- eau skora sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út. „Þetta eru svo- lítið blendnar tilfinningar,“ sagði Páll Axel. „Það er sárt að tapa en ég er líka rosalega svekktur út í okkur, þetta var algjör aulaskapur. Það á ekki að leyfa manninum að fá svona fría körfu. Þetta var einhver misskilningur í vörninni sem við munum skoða. Ég tek það á mig þangað til,“ sagði Páll Axel sem er ánægður með liðið á leiðinni inn í Íslandsmótið. „Við vorum auðvitað að keppa við frábært lið í dag en við erum nokkuð flottir líka. Við ætlum ekki að senda neinn heim og erum ekki í neinu svoleiðis volæði. Við stefnum bara á titilinn því við erum í þessu til að vinna,“ sagði Páll Axel að lokum. gerist svo hratt í körfunni „Það þýðir ekkert að fagna of snemma því það gerist allt svo hratt í körfunni,“ sagði Benedikt Guð- mundsson, þjálfari KR, kátur eftir leikinn í gær. „Ég held að allir geti verið sammála um að það hefði ekki verið hægt að biðja um betri körfuboltaleik. Bæði lið sýndu all- ar skemmtilegu hliðar körfuboltans. Það var kannski enginn haustbrag- ur á leiknum sóknarlega en örlítið kannski varnarlega. Bæði lið lögðu sig fram í vörninni en það voru bara svo margir heitir í þessum leik að það var erfitt að stöðva þá,“ sagði Bene- dikt að lokum. tomas@dv.is mynd / Sigtryggur ari FLAUTUKARFA Í FYRSTA ÚRSLITALEIK ÁRSINS Heitt í hamsi Stöðva þurfti leikinn í nokkra stund eftir slagsmál Jón arnórs Stefánssonar og damons bailey. Hetjan Jason dourisseau sem skoraði sigurkörfuna setur niður tvö stig. „Ég varð að skora þessa flautukörfu því áður hafði ég klúðr- að fjórum sniðskotum eða einhverju viðlíka á lokakaflanum.“ Keflavík sterkari í lokin Íslandsmeistarar Keflavíkur báru sigurorð af KR í Powerade- bikar kvenna í körfubolta í gær, 82- 71, í mjög svo sveiflukenndum leik. Gamla brýnið Birna Valgarðsdóttir fór fyrir sinni Keflavíkursveit og var langstigahæst Íslandsmeistaranna. Birna skoraði 25 stig og Pálína Gunn- laugsdóttir 15. TeKesha Watson hafði sig hæga hjá Keflavík í gær og skoraði „aðeins“ 11 stig sem telst ekki mikið á þeim bænum. Keflavík var komið í góða forystu, 33-21, á fyrstu mín- útum annars leikhluta og virtist vera að klára leikinn strax. Þá hófust sveiflurn- ar og þegar þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálf- leik var KR komið í forystu, 38-35. Íslandsmeistararnir skoruðu þá síðustu ellefu stig hálf- leiksins og leiddu 46-38 þegar geng- ið var inn í hann. Munurinn var aðeins tvö stig í lok þriðja leikhluta, 62-60, en undir lok leiksins skilaði reynsla Keflavíkur sigrinum. Þær sigldu fram úr á loka- sprettinum og unnu góðan sigur, 82- 71. Keflavík mætir grönnum sínum í Grindavík í leik Íslands- og bikar- meistara síðasta árs áður en leik- tíðin fer svo á fullt. tomas@dv.is Úrslit í Powerade-bikar kvenna fóru fram í gær: Tvö góð tekesha Watson og Jón Halldór eðvaldsson, þjálfari keflavíkur, ræða málin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.