Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2008, Síða 19
mánudagur 6. október 2008 19Sviðsljós Tilboð í október Litun og plokkun Tilboðsverð = 2.800.- Verð áður = 3.700.- Allar GOSH snyrtivörur með 10% afsl. Allar aðrar meðferðir með 12% afsl. ! Alla fimmtudaga og föstudaga fram í nóvember verða nemar ! Alla fimmtudaga og föstudaga fram í nóvember verða nemar hjá okkur á stofuni. Þegar að pantaðir eru tímar hjá snyrtifræðingum á stofuni er hægt að fá aðra meðferð samtímis með 30% afsl hjá nemanum. „Verið velkomin í hlýlegt og róandi umhverfi og látið streituna líða úr ykkur í amstri dagsins“ Við erum staðsett í Glæsibæ! Sími: 517-9291 Allar nánari upplýsingar er hægt að finna á www.vilji.is Einnig er hægt að senda okkur póst á vilji@vilji.is Heitustu hönkar Hollywood Kósí með A-Rod Þegar allir voru búnir að gleyma orðróminum um um meint ástarsam- band madonnu og hafnaboltakapp- ans alex rodrig- uez, sást til parsins á veit- ingastað í new York. allt fór í háaloft í sumar er sögusagnir um samband söngkonunnar og rodriguez sveimuðu um new York-borg. Cynthina rodriguez, eiginkona alex, sótti um skilnað við kappann í kjölfar fréttanna og hefur sjaldan verið jafn mikið fár í kringum tvær manneskjur. madonna mætti við hlið eiginmanns síns guy ritchie á frumsýningu nýjustu myndar hans, rocknrolla. að sögn gesta á veitingastaðnum dos Caminos í new York fór vel á með madonnu og Yankees-leikmanninum og virtust þau mjög náin. Hættir að leika breski grínistinn ricky gervais sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum the office og extras stefnir á að hætta að leika á næstunni. Þess í stað ætlar hann að einbeita sér að handritaskrifum og leikstjórn þar sem hann telur sig ekki nógu góðan leikara. „Ég ætla ekki að gera það að lífsstarfi mínu að vera leikari. Ég hef aldrei litið á sjálfan mig sem slíkan. Ég vildi aldrei verða leikari, viðurkennum það bara. Ég er ekkert stórkostlegur leikari en mér finnst gaman að gera það. Ég ætla samt að halda áfram að skrifa handrit og leikstýra,“ segir ricky. 70 lög fyrir nýju plötunA Beyonce í miklum ham: Söngkonan Beyonce tók upp hvorki meira né minna en 70 lög til þess að finna rétta hljóminn á nýj- ustu plötu sína. Platan heitir TBA og er væntanleg í næsta mánuði. Beyonce segir á heimasíðu sinni að hún hafi lagt allt í verkið og að hún líti á plötuna sem barn sitt. „Ég hef unnið að plötunni í að verða ár. Ég vildi gefa mér tíma til að finna rétta hljóminn sem lýsir því hvar ég er í lífi mínu. Þetta er barnið mitt. Ég hef lagt allt í gerð þessarar plötu og ég hef ekki eytt svona miklum tíma í neitt sem ég hef gert síðan ég gaf út fyrstu plötuna með Destiny‘s Child þegar ég var 15 ára,“ segir söng- konan einlæg. „Ég hef tekið upp 70 lög og skapað hljóm sem opinberar hver ég er. Ég hef tekið áhættu en ég er óhrædd. Tónlistin mun útskýra allt.“ Beyonce tekur það einnig fram að ekkert plötufyrirtæki eða merki sé á tónlist hennar heldur sé þetta allt frá henni komið. Platan kemur út 18. nóvember í Bandaríkjunum. Beyonce Knowles Segist hafa lagt allt í nýju plötuna sína. Sætar systur beyonce og Solange skemmta sér saman. Angelina Jolie komin til new York: Fyrstu myndir eftir fæðingu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.